Vonast eftir loðnuvertíð í vor Þorgeir Helgason skrifar 13. október 2016 07:00 Útflutningsverðmæti í loðnu 1999-2016 „Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
„Þetta kom okkur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við fyrri mælingar og fréttir. Þetta eru bara sveiflurnar sem við þurfum að lifa við í þessum bransa. Menn halda í þá von að mæling í janúar muni gefa af sér smá vertíð en við göngum ekki að neinu vísu. Það eru ekki alltaf jól í sjávarútveginum,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, um ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar og Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í skýrslu þeirra er lagt til að engin loðna verði veidd á þessu ári. Ísfélag Vestmannaeyja er ein atkvæðamesta útgerðin þegar kemur að loðnuveiðum. Á síðustu vertíð veiddi útgerðin rúm tólf þúsund tonn af loðnu og ljóst er að takmörkunin á loðnuveiðum setur stórt strik í reikning útgerðarinnar.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Mynd/Heiðrún„Þetta kemur verst við þau fyrirtæki sem eru í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og sýnir enn á ný hvers háttar áhættu sjávarútvegurinn býr við og getur illa varið sig gegn,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Útflutningsverðmæti loðnu hefur verið að meðaltali rúmir tuttugu milljarðar á ári síðustu átján árin. Síðasta djúpa dýfa í loðnuveiðum varð á vertíðinni 2008 til 2009 en þá var ekkert upphafsaflamark á loðnu gefið. Í febrúar 2009 fékkst kvóti fyrir fimmtán þúsund tonnum og var útflutningsverðmætið það ár því um fjórir milljarðar samkvæmt gögnum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þetta er lægsta mæling sem við höfum séð á ungloðnu síðan við breyttum mælingaraðferðum árið 2010,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Þorsteinn segir samhengi vera á milli þessara ráðlegginga og mælinga á ungloðnunni í fyrra, en eins og í ár þá mældist hún líka mjög lítil þá. Bergmálsmælingar á stærð loðnustofnsins fóru fram á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni dagana 9. september til 5. október síðastliðinn. Magn ungloðnu var víðast hvar mjög lítið, en hún verður að hrygningar- og veiðistofninum á vertíðinni 2017 til 2018. Einungis mældust 88 þúsund tonn af henni eða um níu milljarðar fiska og bendir það til að 2015 árgangurinn sé mjög lítill. Samkvæmt aflareglu þarf fjöldi fiska að vera yfir 50 milljörðum til að hægt sé að mæla með upphafsaflamarki fyrir vertíðina 2017/2018. Ákvörðunin verður endurskoðuð í byrjun nýs árs þegar veiðistofninn hefur verið mældur á ný.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira