Tugir létust í loftárás á Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. október 2016 07:00 Íbúar í Aleppo stuttu eftir loftárás á Fardous-hverfið í gær. Nordicphotos/AFP Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherrarnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum uppreisnarmanna í Aleppo. Þær kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnarmanna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mannréttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklandsforseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað verði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættulegra en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð samskipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosningabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabaráttuna. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Rússar segja að um helgina verði gerð ný tilraun til að koma á vopnahléi í Sýrlandi með viðræðum við Bandaríkin. Utanríkisráðherrarnir Sergei Lavrov og John Kerry muni hittast í Sviss ásamt fulltrúum áhrifaríkja í nágrenni Sýrlands. Loftárásir voru gerðar í gær á stærsta markaðinn á svæðum uppreisnarmanna í Aleppo. Þær kostuðu meira en tuttugu manns lífið. Sólarhringinn á undan höfðu sprengjuárásir á svæði uppreisnarmanna í borginni kostað meira en 50 manns lífið, að því er fréttastofan Al Jazeera skýrði frá. Eftir að stutt vopnahlé rann út í sandinn í síðasta mánuði hafa rússneskir og sýrlenskir hermenn linnulítið gert harðar árásir á hverfi uppreisnarmanna. Sýrlensk mannréttindasamtök segja þessar árásir hafa kostað hátt í 400 almenna borgara lífið. François Hollande Frakklandsforseti sagðist í vikunni vilja draga Rússa fyrir Alþjóðasakadómstólinn í Haag, þar sem réttað verði yfir þeim vegna stríðsglæpa. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir það. Enginn vafi leiki á því að árásir á almenna borgara séu vísvitandi gerðar: „Það hafa svo oft verið gerðar árásir á sjúkrahús og af svo mikilli nákvæmni að það er erfitt að verjast þeirri ályktun að þetta hljóti að vera vísvituð stefna,“ sagði Johnson í breska þinginu á þriðjudag. Johnson hvetur almenning til þess að mótmæla fyrir utan rússneska sendiráðið í London. John Sawers, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, varar hins vegar við slíkum mótmælum. Hann segir í viðtali við BBC að spennan á milli Rússlands og Vesturlanda sé orðin það mikil, að það minni helst á kalda stríðið. „Við erum að sigla inn í tímabil sem er jafn hættulegt, ef ekki hættulegra en kalda stríðið vegna þess að það snýst ekki lengur sérstaklega um hernaðarsamskipti stjórnvalda í Washington og Moskvu,“ sagði Sawers. Rússar saka síðan Boris Johnson um móðursýki og Rússahræðslu. Þetta sé stormur í glasi sem sé fullt af óhreinu Lundúnavatni. Pútín segist sjálfur vilja góð samskipti við Bandaríkin: „Við höfum áhyggjur af versnandi samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna, en það var ekki okkar val, við vildum það aldrei,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttasíðunnar RT. Hann kennir meðal annars kosningabaráttunni í Bandaríkjunum um: „Þeir hafa gert Rússland að forgangsmáli alla kosningabaráttuna. Allir eru að tala um Rússland.“ Það sé hvorki gott fyrir Bandaríkin, Rússland né heimsbyggðina alla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira