Húsgoðsögn kemur til landsins í annað sinn Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. maí 2016 09:00 Omid 16B finnst Íslendingar mjög þægilegt fólk til að þeyta skífum fyrir og hlakkar mikið til laugardagsins. Vísir/Aðsend Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Omid 16B er á leið til landsins og kemur fram á skemmtistaðnum Paloma laugardagskvöldið 28. maí. í boði útvarpsþáttarins og viðburðateymisins Elements en meðlimur þess, Ghozt eða Kristinn Bjarnason eins og hann heitir, mun spila sama kvöld auk þess sem Funktional Patterns á vegum Geysir Records munu koma þar fram. Omid 16B ætti að vera mörgum Íslendingum kunnur en hann kom hingað til lands árið 2006, þá í för með Desyn Masiello og Demi en saman kalla þeir sig S.O.S. Þeir tróðu þá upp á Nasa fyrir rúmlega 900 manns og segir Kristinn Bjarnason að þar hafi farið fram eitt besta klúbbakvöld í sögu Nasa. Hann segir jafnframt að þeir Íslendingar sem ætli sér að mæta á stærstu tónlistarhátíðir landsins ættu að íhuga að mæta þetta kvöldið því að þarna verði veisla sem jafnist algjörlega á við þær hátíðir. Þarna verður Omid í minna rými en Nasa býður upp á og því pláss fyrir færri áhorfendur en að sama skapi verði nándin við listamanninn meiri. Hinn bresk-íranski Omid Nourizadeh eins og hann heitir réttu nafni hefur verið mikill áhrifavaldur í heimi progressive og hústónlistar. Hann, ásamt mönnum eins og Carl Craig, Vince Watson, Craig Richards, Mr C, Steve Bug og Francois K eru oft nefndir sem forsvarsmenn hins svokallaða „tech house“, sem er blanda af techno- og house-tónlist. Omid hefur stofnað þrjú útgáfufyrirtæki, Alola Records árið 1994, Disclosure árið 1995 og SexOnWax Recordings árið 2002. Hann hefur einnig gert vinsæl remix af lögum margra þekktra listamanna eins og Lönu Del Rey, The Cure, Gus Gus og Depeche Mode. Aðspurður hverju fólk geti átt von á frá honum á Paloma á laugardagskvöldinu segir Omid að fólki verði komið verulega á óvart. „Ég mun spila sitt lítið af hverju þarna og mun auðvitað verða mjög móttækilegur fyrir stemmingunni hjá áhorfendum, en hún hefur alltaf mikil áhrif á mig og þá tónlist sem ég kýs að spila. Þegar ég kom hingað til lands síðast varð ég gjörsamlega ástfanginn af íslenskum áhorfendum og hversu opnir og innblásnir þeir voru um það hvað þeir vildu heyra?… hvað meira getur maður beðið um? Annars verð ég á landinu í tvo daga og við erum búin að taka frá einn dag í smá skoðunarferð. Planið er að skella sér í Bláa lónið en það veltur svolítið á því hvort íslenskir vinir mínir haldi mér vakandi alla nóttina, ekki það að ég sé á móti því að skemmta mér ærlega í þessari ferð, við sjáum hvað setur.“ Omid 16B verður á skemmtistaðnum Paloma á laugardaginn, 28. maí, og er miðaverð 1.500 krónur. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Omid 16B er á leið til landsins og kemur fram á skemmtistaðnum Paloma laugardagskvöldið 28. maí. í boði útvarpsþáttarins og viðburðateymisins Elements en meðlimur þess, Ghozt eða Kristinn Bjarnason eins og hann heitir, mun spila sama kvöld auk þess sem Funktional Patterns á vegum Geysir Records munu koma þar fram. Omid 16B ætti að vera mörgum Íslendingum kunnur en hann kom hingað til lands árið 2006, þá í för með Desyn Masiello og Demi en saman kalla þeir sig S.O.S. Þeir tróðu þá upp á Nasa fyrir rúmlega 900 manns og segir Kristinn Bjarnason að þar hafi farið fram eitt besta klúbbakvöld í sögu Nasa. Hann segir jafnframt að þeir Íslendingar sem ætli sér að mæta á stærstu tónlistarhátíðir landsins ættu að íhuga að mæta þetta kvöldið því að þarna verði veisla sem jafnist algjörlega á við þær hátíðir. Þarna verður Omid í minna rými en Nasa býður upp á og því pláss fyrir færri áhorfendur en að sama skapi verði nándin við listamanninn meiri. Hinn bresk-íranski Omid Nourizadeh eins og hann heitir réttu nafni hefur verið mikill áhrifavaldur í heimi progressive og hústónlistar. Hann, ásamt mönnum eins og Carl Craig, Vince Watson, Craig Richards, Mr C, Steve Bug og Francois K eru oft nefndir sem forsvarsmenn hins svokallaða „tech house“, sem er blanda af techno- og house-tónlist. Omid hefur stofnað þrjú útgáfufyrirtæki, Alola Records árið 1994, Disclosure árið 1995 og SexOnWax Recordings árið 2002. Hann hefur einnig gert vinsæl remix af lögum margra þekktra listamanna eins og Lönu Del Rey, The Cure, Gus Gus og Depeche Mode. Aðspurður hverju fólk geti átt von á frá honum á Paloma á laugardagskvöldinu segir Omid að fólki verði komið verulega á óvart. „Ég mun spila sitt lítið af hverju þarna og mun auðvitað verða mjög móttækilegur fyrir stemmingunni hjá áhorfendum, en hún hefur alltaf mikil áhrif á mig og þá tónlist sem ég kýs að spila. Þegar ég kom hingað til lands síðast varð ég gjörsamlega ástfanginn af íslenskum áhorfendum og hversu opnir og innblásnir þeir voru um það hvað þeir vildu heyra?… hvað meira getur maður beðið um? Annars verð ég á landinu í tvo daga og við erum búin að taka frá einn dag í smá skoðunarferð. Planið er að skella sér í Bláa lónið en það veltur svolítið á því hvort íslenskir vinir mínir haldi mér vakandi alla nóttina, ekki það að ég sé á móti því að skemmta mér ærlega í þessari ferð, við sjáum hvað setur.“ Omid 16B verður á skemmtistaðnum Paloma á laugardaginn, 28. maí, og er miðaverð 1.500 krónur.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira