Þegar ég fann Viðreisn Sigurjón Arnórsson skrifar 26. maí 2016 07:00 Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Eins og margir ungir Íslendingar fór ég til útlanda eftir háskóla til þess að finna vinnu. Fyrir nokkrum mánuðum kom ég aftur til Íslands og fann að pólitíska umhverfið hafði gjörbreyst. Gömlu flokkarnir voru að rýrna og nýir ferskir stjórnmálaflokkar með unga efnilega leiðtoga voru að koma gríðarlega sterkir inn. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um pólitík og verið virkur í þeim málum. Ég sá tækifæri til þess að taka þátt í einhverju nýju og betra en það sem áður var. Ég las um nýja hreyfingu sem kallaðist „Viðreisn“. Ég kom mér í samband í gegnum Facebook við unga konu sem ég hafði heyrt tala fyrir hönd Viðreisnar í útvarpsviðtali. Hún benti mér á ungliðahreyfingu sem kallaði sig „Uppreisn“. Þar hittust ungir meðlimir Viðreisnar reglulega til þess að ræða um pólitík. Ég beið spenntur eftir næstu samkomu „Uppreisnar“ og þegar að henni kom mætti ég tímanlega. Ég stóð í inngangi Bjórgarðsins og áttaði mig á að ég þekkti ekki þá aðila sem ég var mættur til þess að hitta. Eina lausnin í því máli var að labba um barinn og spyrja hvern einasta hóp þar inni „eruð þið Uppreisn?“ Það var mikið hlegið og brosað til mín en enginn virtist vera fulltrúi Uppreisnar. Ég pantaði mér gos og settist niður. Korteri seinna mættu ungliðar Viðreisnar. Umræðan okkar þetta kvöld var áhugaverð, skynsamleg, vingjarnleg og allir voru opnir fyrir nýjum sjónarhornum og skoðunum. Svona fann ég Viðreisn. Núna, mörgum mánuðum síðar, hef ég tekið mikinn þátt í skipulagningu og stefnumótun fyrir flokkinn. Þar sem við stefnum að því að hafa formlegan stofnfund og mynda pólitískan flokk fljótlega, vil ég svara nokkrum spurningum sem ég hef heyrt um Viðreisn. Ætlar Viðreisn að bjóða sig fram í öllum kjördæmum? Já, Viðreisn ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum. Við erum þegar með skrifstofu í Reykjavík og höfum haldið fundi þar en einnig á Akureyri og Reykjanesi. Yfir 1.300 manns hafa skráð sig í starf Viðreisnar, yfir hundrað manns hafa tekið þátt í stefnumörkun flokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallup er Viðreisn komin með 3,3% fylgi án þess að vera formlega stofnuð.Með sína eigin nálgun Er Viðreisn ekki bara önnur útgáfa af Sjálfstæðisflokknum? Er Viðreisn ekki bara önnur Samfylking? Borið hefur á að fólk reyni að skilgreina Viðreisn sem aðra útgáfu af eldra stjórnmálaafli. Fólk er kannski það vant gamla fjórflokknum að það hvarflar ekki að því að hér sé um raunverulega nýtt fólk, nýtt afl að ræða. Margir aðilar hafa komið að starfi flokksins, úr ýmsum áttum. Í mínum störfum hjá Viðreisn hef ég unnið með fólki sem áður studdi Sjálfstæðisflokkinn, sumir Samfylkinguna, aðrir Píratana og margir voru ópólitískir áður en Viðreisn varð til. Viðreisn er nýr stjórnmálaflokkur, óháður öðrum flokkum og með sína eigin nálgun að því hvernig best er að veita þjóðinni forystu. Er Viðreisn bara Evrópusambandsflokkur? Nei, afstaða Viðreisnar til Evrópusambandsins er að við viljum hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að klára samningaviðræðurnar við Evrópusambandið. Við teljum flest best að viðræðunum verði lokið með góðri niðurstöðu fyrir Ísland, en það er vonandi ekki talið mjög öfgakennt að treysta þjóðinni fyrir þessu máli. Að undanförnu hafa meira en hundrað manns, ásamt sérfræðingum á mörgum mismunandi sviðum, lagt mikla vinnu og metnað í að móta heildarstefnu í grundvallarmálum flokksins, sem mun verða birt á nýrri vefsíðu Viðreisnar á næstunni, en stefnt er að því að gengið verði frá stefnunni á fundi upp úr miðjum maí. Nú er stefnt að kosningum í októberlok. Fyrir þessar kosningar virðast margir vera tilbúnir að prófa eitthvað nýtt, skoða aðra valmöguleika. Fyrir það fólk eru margir nýir valkostir í boði. Ég hvet fólk til að prófa sig áfram og finna það sem best hentar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 26. maí.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar