Engin kvöð að eyða sunnudagskvöldum í útsendingar með vinkonum sínum Sara McMahon skrifar 30. september 2016 09:30 Sigrún Sig, Ósk Gunnarsdóttir og Þórunn Antonía Magnúsdóttir fara af stað með útvarpsþáttinn Þrjár í fötu í október. Mynd/Ernir Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hefur göngu sína á FM957 þann 9. október. Þátturinn er merkilegur fyrir þær sakir að honum stýra þrjár stúlkur en slíkur útvarpsþáttur hefur ekki verið á dagskrá FM957 áður. Þáttastjórnendur eru þær Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig. „Útvarpsbransinn er karlmannsbransi, það er bara þannig. Ég var búin að hugsa það í meira en ár hvað það vantaði þátt á borð við þennan í íslenskt útvarp áður en ég lét loks til skarar skríða. Ég veit ekki til þess að það sé til íslenskur útvarpsþáttur sem er stýrður af þremur konum," útskýrir Ósk. Hún hefur starfað við útvarps- og sjónvarpsgerð í mörg ár og er því reynsluboltinn í hópnum á þessu sviði. Hún segir að hún hafi ekki viljað gera þennan þátt með neinum nema Sigrúnu og Þórunni enda myndi þær gott og öflugt teymi. „Það virðast enn vera svolitlir fordómar fyrir konum í útvarpi. Sumir halda því fram að það sé óþægilegt að hlusta á kvenmannsraddir í útvarpi; að hátíðni stuði fólk og að við megum ekki hljóma of músalegar," bætir Þórunn við. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún vinnur við útvarp. Hún starfar sem förðunarfræðingur en hefur komið að sjónvarpsþáttagerð með kærasta sínum, grínistanum Steinda Jr. „Mér bauðst einu sinni að fara í útvarp, fyrir mörgum árum síðan, en ég afþakkaði pent. Mín reynsla á þessu sviði tengist helst sjónvarpsþáttagerð. En nú er minn tími kominn," segir hún og hlær. Þátturinn verður á dagskrá öll sunnudagskvöld milli 19 og 21og segja stúlkurnar lítið mál að ætla að taka frá öll sunnudagskvöld í útsendingar. „Það er engin kvöð þegar maður er með vinkonum sínum í beinni," bendir Ósk á. Þó þættinum sé stýrt af konum eru þeir ekki aðeins ætlaðir konum; málstökin verða fjölbreytt og áhugaverð, spiluð verður góð tónlist og mikið verður gert út á grínið. „Sigrún er náttúrulega alveg vandræðalega fyndin og skemmtileg. Ég kynntist því við gerð Steindans okkar," segir Þórunn og Ósk bætir við: „Þetta verður blanda af öllu. Við ætlum ekki að sitja þarna og tala bara um snyrtivörur og túrtappa, við munum fjalla um málefni líðandi stundar og eigum örugglega eftir að takast á um þau. Það verður mikið um grín, svo fáum við til okkar gesti og ætlum að vera duglegar að nýta samfélagsmiðla til að fá ábendingar frá hlustendum. Við viljum endilega vera í sem bestu sambandi við þá og að þeir fái tækifæri til að koma með sitt innlegg í þættina." Þórunn hefur áður starfað innan veggja 365 og var meðal annars dómari í þáttunum Ísland Got Talent og stjórnandi Íslenska listans. Hún segir áhugavert að vera snúin aftur til starfa fyrir fyrirtækið og hlakkar til verkefnisins. „Þó starfslokin hafi kannski ekki verið sem best þá er enginn biturleiki í gangi. Þetta er þannig bransi, hræringarnar eru miklar og fólk kemur og fer," segir hún. "Og það var náttúrulega ég sem tók vinnuna hennar," skýtur Ósk inn í. "Já, fyrir utan það. Þannig þú sérð það er enginn biturleiki í gangi," segir Þórunn og skellir upp úr. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Útvarpsþátturinn Þrjár í fötu hefur göngu sína á FM957 þann 9. október. Þátturinn er merkilegur fyrir þær sakir að honum stýra þrjár stúlkur en slíkur útvarpsþáttur hefur ekki verið á dagskrá FM957 áður. Þáttastjórnendur eru þær Ósk Gunnarsdóttir, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Sigrún Sig. „Útvarpsbransinn er karlmannsbransi, það er bara þannig. Ég var búin að hugsa það í meira en ár hvað það vantaði þátt á borð við þennan í íslenskt útvarp áður en ég lét loks til skarar skríða. Ég veit ekki til þess að það sé til íslenskur útvarpsþáttur sem er stýrður af þremur konum," útskýrir Ósk. Hún hefur starfað við útvarps- og sjónvarpsgerð í mörg ár og er því reynsluboltinn í hópnum á þessu sviði. Hún segir að hún hafi ekki viljað gera þennan þátt með neinum nema Sigrúnu og Þórunni enda myndi þær gott og öflugt teymi. „Það virðast enn vera svolitlir fordómar fyrir konum í útvarpi. Sumir halda því fram að það sé óþægilegt að hlusta á kvenmannsraddir í útvarpi; að hátíðni stuði fólk og að við megum ekki hljóma of músalegar," bætir Þórunn við. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigrún vinnur við útvarp. Hún starfar sem förðunarfræðingur en hefur komið að sjónvarpsþáttagerð með kærasta sínum, grínistanum Steinda Jr. „Mér bauðst einu sinni að fara í útvarp, fyrir mörgum árum síðan, en ég afþakkaði pent. Mín reynsla á þessu sviði tengist helst sjónvarpsþáttagerð. En nú er minn tími kominn," segir hún og hlær. Þátturinn verður á dagskrá öll sunnudagskvöld milli 19 og 21og segja stúlkurnar lítið mál að ætla að taka frá öll sunnudagskvöld í útsendingar. „Það er engin kvöð þegar maður er með vinkonum sínum í beinni," bendir Ósk á. Þó þættinum sé stýrt af konum eru þeir ekki aðeins ætlaðir konum; málstökin verða fjölbreytt og áhugaverð, spiluð verður góð tónlist og mikið verður gert út á grínið. „Sigrún er náttúrulega alveg vandræðalega fyndin og skemmtileg. Ég kynntist því við gerð Steindans okkar," segir Þórunn og Ósk bætir við: „Þetta verður blanda af öllu. Við ætlum ekki að sitja þarna og tala bara um snyrtivörur og túrtappa, við munum fjalla um málefni líðandi stundar og eigum örugglega eftir að takast á um þau. Það verður mikið um grín, svo fáum við til okkar gesti og ætlum að vera duglegar að nýta samfélagsmiðla til að fá ábendingar frá hlustendum. Við viljum endilega vera í sem bestu sambandi við þá og að þeir fái tækifæri til að koma með sitt innlegg í þættina." Þórunn hefur áður starfað innan veggja 365 og var meðal annars dómari í þáttunum Ísland Got Talent og stjórnandi Íslenska listans. Hún segir áhugavert að vera snúin aftur til starfa fyrir fyrirtækið og hlakkar til verkefnisins. „Þó starfslokin hafi kannski ekki verið sem best þá er enginn biturleiki í gangi. Þetta er þannig bransi, hræringarnar eru miklar og fólk kemur og fer," segir hún. "Og það var náttúrulega ég sem tók vinnuna hennar," skýtur Ósk inn í. "Já, fyrir utan það. Þannig þú sérð það er enginn biturleiki í gangi," segir Þórunn og skellir upp úr.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira