Órói í Kötlu: Óvissuástandið fyrst og fremst varúðarráðstöfun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2016 23:30 Eldstöðin Katla er í Mýrdalsjökli. Vísir/GVA. Lögreglan á Suðurlandi mun fara á þekkta ferðamannastaði í kringum Mýrdalsjökul til þess að athuga hvort að ferðamenn gisti á stöðum sem teljast í hættu komi til flóða gjósi Katla. Almannavarnardeild lögreglustjórans á Selfossi fundaði með lögregluyfirvöldum á Suðurlandi í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála. Óvissuástandið og aðgerðir yfirvalda á svæðinu eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir að sögn lögreglufulltrúa.Líkt og komið hefur fram á Vísi var ákveðið að loka veginum að Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og vinsæll ferðamannastaður, og stöðva allar ferðir upp á jökulinn vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfuna að ræða en komi til flóða sé Sólheimajökull vondur staður til að vera á. „Þessir katlar geta tæmt sig mjög hratt og þó það sé kannski ekki möguleiki á risaflóðum er þetta svo bratt niður. Ef það verður flóð getur það er í gönguleiðirnar upp á jökulinn og að ef einhver væri upp á jöklinum þegar flóð kæmi væri sá hinn sami í mikilli hættu,“ segir Víðir í samtali við Vísi.Víðir Reynisson lögreglufulltrúi.Sjá einnig: Lokað fyrir umferð að SólheimajökliLögregla hefur sett sig í samband við stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem sérhæfa sig í jöklaferðum upp á jökulinn. Segir Víðir að þau hafi öll ákveðið að hætta við ferðir upp á Sólheimajökul á morgun þrátt fyrir að fjölmargir ættu bókaðar slíkar ferðir. Búið er að setja á sólarhringsvakt hjá lögreglunni í næsta nágrenni við Mýrdalsjökul og munu lögreglumenn fara og kanna svæðið í kringum Múlakvísl, Sólheimajökul og Þakgil til þess að athuga hvort að þar séu ferðamenn sem ætli sér að gista á þessum stöðum í tjöldum eða húsbílum yfir nóttina. Segir Víðir að reynist svo vera verði þeim bent á að öruggara sé að finna sér næturgistingu á öðrum stað. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýfst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Segir Víðir að með þessum varúðarráðstöfunum séu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna KötluEftir nóttina verður staðan metin á ný og nýjustu gögn skoðuð en Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og lögregluyfirvöld fylgjast vel með þróun mála í Mýrdalsjökli. Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Tengdar fréttir Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi mun fara á þekkta ferðamannastaði í kringum Mýrdalsjökul til þess að athuga hvort að ferðamenn gisti á stöðum sem teljast í hættu komi til flóða gjósi Katla. Almannavarnardeild lögreglustjórans á Selfossi fundaði með lögregluyfirvöldum á Suðurlandi í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála. Óvissuástandið og aðgerðir yfirvalda á svæðinu eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir að sögn lögreglufulltrúa.Líkt og komið hefur fram á Vísi var ákveðið að loka veginum að Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og vinsæll ferðamannastaður, og stöðva allar ferðir upp á jökulinn vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfuna að ræða en komi til flóða sé Sólheimajökull vondur staður til að vera á. „Þessir katlar geta tæmt sig mjög hratt og þó það sé kannski ekki möguleiki á risaflóðum er þetta svo bratt niður. Ef það verður flóð getur það er í gönguleiðirnar upp á jökulinn og að ef einhver væri upp á jöklinum þegar flóð kæmi væri sá hinn sami í mikilli hættu,“ segir Víðir í samtali við Vísi.Víðir Reynisson lögreglufulltrúi.Sjá einnig: Lokað fyrir umferð að SólheimajökliLögregla hefur sett sig í samband við stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem sérhæfa sig í jöklaferðum upp á jökulinn. Segir Víðir að þau hafi öll ákveðið að hætta við ferðir upp á Sólheimajökul á morgun þrátt fyrir að fjölmargir ættu bókaðar slíkar ferðir. Búið er að setja á sólarhringsvakt hjá lögreglunni í næsta nágrenni við Mýrdalsjökul og munu lögreglumenn fara og kanna svæðið í kringum Múlakvísl, Sólheimajökul og Þakgil til þess að athuga hvort að þar séu ferðamenn sem ætli sér að gista á þessum stöðum í tjöldum eða húsbílum yfir nóttina. Segir Víðir að reynist svo vera verði þeim bent á að öruggara sé að finna sér næturgistingu á öðrum stað. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýfst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Segir Víðir að með þessum varúðarráðstöfunum séu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna KötluEftir nóttina verður staðan metin á ný og nýjustu gögn skoðuð en Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og lögregluyfirvöld fylgjast vel með þróun mála í Mýrdalsjökli. Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli.
Tengdar fréttir Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01
Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11
Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59
Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45