Íslenski boltinn

Katrín: Þó einhver verði ólétt eða önnur slíti krossbönd, þá kemur alltaf einhver inn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Katrín var frábær í dag.
Katrín var frábær í dag. vísir/anton
„Tilfinningin gæti ekki verið betri,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir, leikmaður Stjönunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016. Liðið vann FH 4-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

„Við spiluðum fallegan fótbolta í dag og áttum þennan sigur svo sannarlega skilið. Þetta er ekkert smá frábær endir á þessu tímabili og gaman að vinna svona leik fyrir fram allt þetta fólk.“

Katrín skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í leiknum.

„Samheldnin í þessum hóp er ótrúleg og þetta er besta liðsheild sem ég hef upplifað. Það kemur alltaf maður í manns stað og við erum að fá þriðja flokks stelpur á æfingar hjá okkur. Því einhver verði ólétt eða önnur slíti krossband þá kemur alltaf einhver annar inn í liðið og við vinnum þetta allt mjög fagmannlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×