Ný dagskrá í burðarliðnum fyrir flokksþing Framsóknarflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2016 11:52 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð berjast um formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþingi sem fram fer um helgina. vísir/garðar Enn er ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra verði úthlutaður ræðutími á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói í fyrramálið. Landsstjórn flokksins kom saman til fundar í gær þar sem ræða átti þetta mál, en erfiðlega hefur gengið að fá einhvern í flokknum til að staðfesta að breytingar verði gerðar á dagskránni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður ný dagskrá flokksþings sett inn á heimasíðu flokksins fljótlega upp úr hádegi en ekki fæst staðfest hvort þar sé gert ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpi flokksþingið. Það verður formlega sett klukkan hálf tíu í fyrramálið og líkur síðdegis á sunnudag.Ekki gert ráð fyrir ræðu Sigurðar Inga í drög að dagskrá Samkvæmt dagskrá fundarins sem nú er á heimasíðu flokksins er enn ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi hafi þar sérstakan ræðutíma, en að lokinni afhendingu bjartsýnisverðlauna Framsóknarflokksins flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins um klukkustundar langa yfirlitsræðu. Þegar hann hefur lokið ræðu sinni upp úr klukkan tólf á hádegi á morgun er gert ráð fyrir almennum umræðum til klukkan fjögur þegar nefndarstörf hefjast. Telja má að óbreyttu að forsætisráðherra muni þá taka til máls eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum þar sem honum var heldur ekki úthlutaður sérstakur ræðutími. Kosning formanns, varaformanns, ritara, fulltrúa í laganefnd og í siðanefnd fer síðan fram samkvæmt dagskránni klukkan hálf tólf á sunnudag. Fljótlega eftir það mun liggja fyrir hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi leiði flokkinn í komandi kosningum.Yfir þúsund manns eiga rétt á að sækja flokksþingið Mikill óróleiki hefur verið innan flokksins undanfarnar vikur og mánuði en erfitt er að spá fyrir um úrslit í formannskjöri. Niðurstaðan mun hins vegar geta breytt miklu um stöðu flokksins í kosningunum og að þeim loknum. Ef Sigmundur Davíð vinnur með miklum mun gæti það vissulega styrkt stöðu hans þar sem hann hefði þá ótvírætt umboð flokksins. Það sama á við ef Sigurður Ingi vinnur með miklum mun. Aftur á móti má ljóst vera að hvernig sem fer mun taka tíma að gróa um sár sem orðið hafa til innan flokksins að undanförnu. 1049 manns eiga rétt á að sækja flokksþingið, þar með taldir allir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og hátt í tvö hundruð miðstjórnarfulltrúar, ásamt sérstaklega kjörnum fulltrúum. Fjölmenn framsóknarfélög eru í Reykjavík, sem og á Suðurlandi og á Norðausturlandi, kjördæmum formannsins og forsætisráðherrans. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Enn er ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra verði úthlutaður ræðutími á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hefst í Háskólabíói í fyrramálið. Landsstjórn flokksins kom saman til fundar í gær þar sem ræða átti þetta mál, en erfiðlega hefur gengið að fá einhvern í flokknum til að staðfesta að breytingar verði gerðar á dagskránni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður ný dagskrá flokksþings sett inn á heimasíðu flokksins fljótlega upp úr hádegi en ekki fæst staðfest hvort þar sé gert ráð fyrir að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ávarpi flokksþingið. Það verður formlega sett klukkan hálf tíu í fyrramálið og líkur síðdegis á sunnudag.Ekki gert ráð fyrir ræðu Sigurðar Inga í drög að dagskrá Samkvæmt dagskrá fundarins sem nú er á heimasíðu flokksins er enn ekki gert ráð fyrir að Sigurður Ingi hafi þar sérstakan ræðutíma, en að lokinni afhendingu bjartsýnisverðlauna Framsóknarflokksins flytur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins um klukkustundar langa yfirlitsræðu. Þegar hann hefur lokið ræðu sinni upp úr klukkan tólf á hádegi á morgun er gert ráð fyrir almennum umræðum til klukkan fjögur þegar nefndarstörf hefjast. Telja má að óbreyttu að forsætisráðherra muni þá taka til máls eins og hann gerði á miðstjórnarfundi flokksins á Akureyri á dögunum þar sem honum var heldur ekki úthlutaður sérstakur ræðutími. Kosning formanns, varaformanns, ritara, fulltrúa í laganefnd og í siðanefnd fer síðan fram samkvæmt dagskránni klukkan hálf tólf á sunnudag. Fljótlega eftir það mun liggja fyrir hvort Sigmundur Davíð eða Sigurður Ingi leiði flokkinn í komandi kosningum.Yfir þúsund manns eiga rétt á að sækja flokksþingið Mikill óróleiki hefur verið innan flokksins undanfarnar vikur og mánuði en erfitt er að spá fyrir um úrslit í formannskjöri. Niðurstaðan mun hins vegar geta breytt miklu um stöðu flokksins í kosningunum og að þeim loknum. Ef Sigmundur Davíð vinnur með miklum mun gæti það vissulega styrkt stöðu hans þar sem hann hefði þá ótvírætt umboð flokksins. Það sama á við ef Sigurður Ingi vinnur með miklum mun. Aftur á móti má ljóst vera að hvernig sem fer mun taka tíma að gróa um sár sem orðið hafa til innan flokksins að undanförnu. 1049 manns eiga rétt á að sækja flokksþingið, þar með taldir allir núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins og hátt í tvö hundruð miðstjórnarfulltrúar, ásamt sérstaklega kjörnum fulltrúum. Fjölmenn framsóknarfélög eru í Reykjavík, sem og á Suðurlandi og á Norðausturlandi, kjördæmum formannsins og forsætisráðherrans.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Eygló Harðardóttir boðar til sérstaks fundar í kvöld til að ræða vandann. 29. september 2016 16:29