Fylkismenn vonast eftir góðri afmælisgjöf í fallbaráttunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2016 06:00 Bæði kvenna- og karlalið Fylkis munu standa í ströngu um helgina. Hér eru Hulda Hrund Arnarsdóttir og Ragnar Bragi Sveinsson. vísir/Vilhelm/Eyþór „Ég ætla svo sannarlega að vona að það verði afmælisgjöf okkar að bæði lið okkar spili í Pepsídeildum á 50 ára afmæli félagsins,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, við íþróttadeild 365. Sumarið hefur verið erfitt fyrir Árbæinga og helgin sem er fram undan gæti verið ein sú örlagaríkasta í sögu félagsins. Bæði karla- og kvennalið félagsins eru í harðri fallbaráttu í sínum deildum og gætu fallið – kvennaliðið í dag og karlaliðið á morgun. Fylkir var stofnað 1967 og fagnar því hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári. Ásgeir viðurkennir að það yrði erfitt að sætta sig við þá niðurstöðu. „Staða liðanna er okkur mikil vonbrigði. Þetta er stór klúbbur og öll aðstaða til fyrirmyndar,“ segir hann.Ungur þjálfari missti klefann Stjórn knattspyrnudeildar ákvað að skipta um þjálfara í kvennaliðinu og vék Eiður Benedikt Eiríksson, 24 ára þjálfari, til hliðar. Ráðningin vakti athygli síðastliðið haust enda óvenjulegt að þjálfari liðs í efstu deild sé svo ungur. „Við höfum verið íhaldssamir með þjálfarana okkar á undanförnum árum og helst ekki viljað breyta á miðju tímabili. En það var mat manna að hann væri búinn að missa klefann og ef til vill mætti spyrja sig að því hvort þessi breyting hefði mátt koma fyrr,“ segir Ásgeir. Í karlaliðinu er Hermann Hreiðarsson, sem tók við af Ásmundi Arnarssyni á miðju síðasta tímabili, enn við stjórnvölinn í karlaliðinu. Hann nýtur enn trausts stjórnarinnar. „Við töldum að staða hans væri sterk enda hefur hann haldið vel utan um sinn leikmannahóp,“ segir Ásgeir. Besti árangur kvennaliðs Fylkis er 5. sæti í efstu deild. Liðið hafnaði í sjötta sætinu í fyrra og komst þar að auki í undanúrslit bikarkeppninnar þrjú ár í röð, frá 2013 til 2015. Nú átti liðið að taka næsta skref undir stjórn þjálfarans unga og blanda sér í toppbaráttuna.Lengi í miðjumoði Karlalið Fylkis kom upp í efstu deild árið 2000 og náði strax öðru sæti, sem er enn þann dag í dag besti árangur þess frá upphafi. Fylkir lék þann leik eftir tveimur árum síðar en spilaði þá frá sér titlinum í þyrluleiknum fræga á Akranesi, er bikarinn fór yfir Faxaflóann og í Vesturbæinn. En Árbæingar hafa náð að halda sér uppi í efstu deild og aðeins eitt lið hefur verið þar lengur án þess að falla. Það er KR, andstæðingur Fylkis á morgun. En Fylkismenn hafa oftar en ekki verið í miðjumoði, með örfáum undantekningum, á meðan lið eins og Breiðablik og Stjarnan hafa náð að byggja sig upp úr neðri deildunum og vinna stóra titla. Stigin eru okkar laun „Við töldum okkur vera með rétta hópinn, enda gekk okkur vel í vor. En það er líka alveg klárt að margir af okkar leikmönnum hafa ekki náð að standa undir væntingum,“ segir Ásgeir sem segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með úr stúkunni í sumar. „Hrikalega erfitt. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en ég get þó fullyrt að allir hafa lagt mikla vinnu í verkefnið, allir stjórnarmenn og sjálfboðaliðar. Enginn fær greitt fyrir það. Árangurinn og stigin eru okkar laun og það er sárt að hugsa til þess að uppskeran hefur ekki verið betri.“Strákarnir hans Hermanns eru í vandræðum.vísir/ernirSvona er staðan hjá kvennaliði Fylkis: Fylkir er í 7. sæti af 10 liðum með þrettán stig. Selfoss og KR eru með tólf og ÍA er fallið með átta stig.Hvaða leikir skipta máli? Fylkir - Selfoss og ÍA - KRHvað getur gerst? Fylkir bjargar sæti sínu með stigi í dag. Liðið fellur aðeins með tapi ef KR tapar fyrir ÍA.Hvað segir fyrirliðinn? „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir. Hún segir að það hafi farið af stað í vor með miklar væntingar en margt hafi breyst síðan þá. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Svona er staðan hjá karlaliði Fylkis: Fylkir er næstneðst með nítján stig, tveimur á eftir Víkingi Ólafsvík og þremur á eftir ÍBV. Þróttur er fallinn með fjórtán stig.Hvaða leikir skipta máli? KR - Fylkir, Stjarnan - Víkingur Ó og FH - ÍBVHvað getur gerst? Fylkir verður að vinna KR til að bjarga sæti sínu og treysta á að Víkingur Ólafsvík tapi eða geri jafntefli í sínum leik. Staða ÍBV er mjög sterk enda með talsvert betri markatölu en Fylkir.Hvað segir fyrirliðinn? „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson. Hann viðurkennir að það hafi komið honum á óvart hversu illa hefur gengið í sumar. „Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ásgeir Börkur: Erum betri en taflan segir til um Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. 30. september 2016 07:00 Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Ég ætla svo sannarlega að vona að það verði afmælisgjöf okkar að bæði lið okkar spili í Pepsídeildum á 50 ára afmæli félagsins,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, við íþróttadeild 365. Sumarið hefur verið erfitt fyrir Árbæinga og helgin sem er fram undan gæti verið ein sú örlagaríkasta í sögu félagsins. Bæði karla- og kvennalið félagsins eru í harðri fallbaráttu í sínum deildum og gætu fallið – kvennaliðið í dag og karlaliðið á morgun. Fylkir var stofnað 1967 og fagnar því hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári. Ásgeir viðurkennir að það yrði erfitt að sætta sig við þá niðurstöðu. „Staða liðanna er okkur mikil vonbrigði. Þetta er stór klúbbur og öll aðstaða til fyrirmyndar,“ segir hann.Ungur þjálfari missti klefann Stjórn knattspyrnudeildar ákvað að skipta um þjálfara í kvennaliðinu og vék Eiður Benedikt Eiríksson, 24 ára þjálfari, til hliðar. Ráðningin vakti athygli síðastliðið haust enda óvenjulegt að þjálfari liðs í efstu deild sé svo ungur. „Við höfum verið íhaldssamir með þjálfarana okkar á undanförnum árum og helst ekki viljað breyta á miðju tímabili. En það var mat manna að hann væri búinn að missa klefann og ef til vill mætti spyrja sig að því hvort þessi breyting hefði mátt koma fyrr,“ segir Ásgeir. Í karlaliðinu er Hermann Hreiðarsson, sem tók við af Ásmundi Arnarssyni á miðju síðasta tímabili, enn við stjórnvölinn í karlaliðinu. Hann nýtur enn trausts stjórnarinnar. „Við töldum að staða hans væri sterk enda hefur hann haldið vel utan um sinn leikmannahóp,“ segir Ásgeir. Besti árangur kvennaliðs Fylkis er 5. sæti í efstu deild. Liðið hafnaði í sjötta sætinu í fyrra og komst þar að auki í undanúrslit bikarkeppninnar þrjú ár í röð, frá 2013 til 2015. Nú átti liðið að taka næsta skref undir stjórn þjálfarans unga og blanda sér í toppbaráttuna.Lengi í miðjumoði Karlalið Fylkis kom upp í efstu deild árið 2000 og náði strax öðru sæti, sem er enn þann dag í dag besti árangur þess frá upphafi. Fylkir lék þann leik eftir tveimur árum síðar en spilaði þá frá sér titlinum í þyrluleiknum fræga á Akranesi, er bikarinn fór yfir Faxaflóann og í Vesturbæinn. En Árbæingar hafa náð að halda sér uppi í efstu deild og aðeins eitt lið hefur verið þar lengur án þess að falla. Það er KR, andstæðingur Fylkis á morgun. En Fylkismenn hafa oftar en ekki verið í miðjumoði, með örfáum undantekningum, á meðan lið eins og Breiðablik og Stjarnan hafa náð að byggja sig upp úr neðri deildunum og vinna stóra titla. Stigin eru okkar laun „Við töldum okkur vera með rétta hópinn, enda gekk okkur vel í vor. En það er líka alveg klárt að margir af okkar leikmönnum hafa ekki náð að standa undir væntingum,“ segir Ásgeir sem segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með úr stúkunni í sumar. „Hrikalega erfitt. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en ég get þó fullyrt að allir hafa lagt mikla vinnu í verkefnið, allir stjórnarmenn og sjálfboðaliðar. Enginn fær greitt fyrir það. Árangurinn og stigin eru okkar laun og það er sárt að hugsa til þess að uppskeran hefur ekki verið betri.“Strákarnir hans Hermanns eru í vandræðum.vísir/ernirSvona er staðan hjá kvennaliði Fylkis: Fylkir er í 7. sæti af 10 liðum með þrettán stig. Selfoss og KR eru með tólf og ÍA er fallið með átta stig.Hvaða leikir skipta máli? Fylkir - Selfoss og ÍA - KRHvað getur gerst? Fylkir bjargar sæti sínu með stigi í dag. Liðið fellur aðeins með tapi ef KR tapar fyrir ÍA.Hvað segir fyrirliðinn? „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir. Hún segir að það hafi farið af stað í vor með miklar væntingar en margt hafi breyst síðan þá. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Svona er staðan hjá karlaliði Fylkis: Fylkir er næstneðst með nítján stig, tveimur á eftir Víkingi Ólafsvík og þremur á eftir ÍBV. Þróttur er fallinn með fjórtán stig.Hvaða leikir skipta máli? KR - Fylkir, Stjarnan - Víkingur Ó og FH - ÍBVHvað getur gerst? Fylkir verður að vinna KR til að bjarga sæti sínu og treysta á að Víkingur Ólafsvík tapi eða geri jafntefli í sínum leik. Staða ÍBV er mjög sterk enda með talsvert betri markatölu en Fylkir.Hvað segir fyrirliðinn? „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson. Hann viðurkennir að það hafi komið honum á óvart hversu illa hefur gengið í sumar. „Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ásgeir Börkur: Erum betri en taflan segir til um Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. 30. september 2016 07:00 Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Ásgeir Börkur: Erum betri en taflan segir til um Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. 30. september 2016 07:00
Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30