Tjölduðu í garði læknishjónanna í Vík að þeim forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2016 12:52 Þegar hjónin komu heim voru tveir vörpulegir ferðamenn í fastasvefni í tjaldi sem þeir höfðu komið upp fyrir framan stofuglugga þeirra. Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21