Tjölduðu í garði læknishjónanna í Vík að þeim forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2016 12:52 Þegar hjónin komu heim voru tveir vörpulegir ferðamenn í fastasvefni í tjaldi sem þeir höfðu komið upp fyrir framan stofuglugga þeirra. Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21