Lögregla og skattstjóri bönkuðu óvænt upp á hjá fjölda Airbnb-leigusala Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Áttatíu prósent þeirra Airbnb-leigusala sem voru heimsóttir voru ekki með leyfi og eiga von á sektum. Vísir/Anton Brink Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Fulltrúar frá embætti ríkisskattstjóri og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru í um fimmtíu íbúðir í Reykjavík í gærkvöldi sem eru til leigu á Airbnb. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru um áttatíu prósent þeirra íbúða sem skoðaðar voru ekki með leyfi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald 1. júní síðastliðinn en um var að ræða stjórnvarfrumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem iðulega var kennt við leigukerfið Airbnb. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Sigurbjörn Jónsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marga hafa gengið út frá því að lögin hafi nú þegar tekið gildi en þau taka ekki gildi fyrr en um áramótin. Sigurbjörn segir lögreglu hafa fengið ábendingar um að þessar íbúðir sem voru skoðaðar í gær væru ekki með leyfi og þá hafi embætti ríkisskattstjóra einnig búið yfir slíkum upplýsingum. Í flestum tilfellum komu leigutakar til dyra en engum var vísað út þó ekki væri leyfi til staðar fyrir útleigu. „Svo eigum við eftir að hafa samband við eigendur og sjá hvað við gerum,“ segir Sigurbjörn og tekur fram að sumir af eigendunum hafi haft íbúðir sínar á Airbnb í langan tíma án þess að hafa leyfi. Hann segir að líklegast verði gripið til sekta í einhverjum tilfellum en þær séu ekki háar miðað við það sem eigendur geta verið að hafa upp úr því að leigja íbúðirnar út. Í lögunum sem taka gildi um áramót er kveðið á um að hver sá sem rekur heimagistinu án skráningar, eða láist að láta áðurnefnt skráningarnúmer fylgja auglýsingum, skuli sæta sektum. Gildir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða gáleysi. Sektirnar nema minnst 10.000 krónum en mest einni milljón króna. Sigurbjörn á von á því að lögreglan verði með samskonar eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku.
Tengdar fréttir Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30