Langtíma veðurspáin nær nú til verslunarmannahelgarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2016 13:00 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar. Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Langtímaveðurspá nær nú til verslunarmannahelgarinnar en eins og Íslandi sæmi má eiga von á einhverri vætu inn á milli góðviðris. Þess skal þó getið að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar en engu að síður forvitnilegt að virða þær fyrir sér, þá sérstaklega fyrir verslunarmannahelgi þar sem margir verða á faraldsfæti. Áreiðanlegar spár munu þó mögulega ekki fást fyrir nær dregur. Á norska veðurvefnum YR.no nær langtímaspáin fram að laugardeginum 30. júlí. Samkvæmt henni verður sól og blíða á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til laugardags, að undanskildu eftirmiðdegi á föstudeginum þar sem dregur fyrir sólu en þó þurrt í veðri. Í Reykjavík verður hátíðin Innipúkinn haldin en þeir sem sækja hana eru mögulega ekki jafn uppteknir af veðri og þeir sem sækja aðrar hátíðir á þessari helgi. Á norska veðurvefnum er gert ráð fyrir þungbúnum fimmtudegi með örlítilli vætu en sólríkum föstudegi og laugardegi. Keppt verður í Mýrarbolta á Ísafirði á laugardegi og sunnudegi á verslunarmannahelginni en von er á þurru veðri á laugardeginum á Ísafirði ef marka má langtímaspá norska vefsins. Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð á verslunarmannahelginni undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.Samkvæmt langtímaspá norska vefsins má búast við einhverri sól í Vatnaskógi á föstudeginum og laugardeginum og engri úrkomu.Sumarleikarnir verða haldnir á Akureyri þessa helgi þar sem alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir verða í brennidepli. Á föstudeginum og laugardeginum á verslunarmannahelginni má búast við einhverri úrkomu á Akureyri ef marka má langtímaspá norska vefsins.Á Flúðum verður mikil dagskrá yfir verslunarmannahelgina fyrir fólk á öllum aldri en þar má búast við sólargætu á fimmtudeginum, skýjuðu á föstudegi og fram eftir hádegi á laugardegi en þá dregur frá sólu. Þá verður Síldarævintýri á Siglufirði en þar má búast við úrkomu á föstudegi og laugardegi samkvæmt langtímaspá norska vefsins.Neistaflug á Neskaupstað verður á sínum stað en þar er spáð úrkomu á föstudeginum og laugardeginum ef marka má langtímaspá norska vefsins.Í Borgarnesi verður unglingalandsmót UMFÍ en þar er von á sólskini á fimmtudag, föstudag og laugardag um verslunarmannahelgina. Aftur er minnt á að taka verður langtímaveðurspá með talsverðum fyrirvara og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðri til að vera vel búið ef það skyldu falla nokkrir dropar.
Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira