Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 21. júlí 2016 11:26 „Ég held að þetta sé skref í rétta átt,“ segir Hjalti Jónsson, formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, um þá ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa ekki upp fjölda tilkynntra kynferðisbrota til fjölmiðla daginn eftir. Ákvörðunin er umdeild en upplýst var um hana fyrir Verslunarmannahelgina í fyrra og er enn til umræðu. Hjalti ræddi málin í Bítinu í morgun og lýsti því hvernig áfallateymið starfaði. Klukkan tólf á hádegi hittist hópurinn á samráðsfundi. Á þeim tímapunkti séu sjaldnast öll kurl komin til grafar.Spyr sig hver ástæðan sé að birta upplýsingar „Hver er ástæðan til að birta allar upplýsingar þegar við erum ekki með allar upplýsingar?“ spyr Hjalti. „Jafnvel að tala um brot sem síðar er dregið til baka? Eða brot þar sem brotaþoli er í miklu tilfinningalegu uppnámi?“ Hjalti hefur starfað með áfallateyminu í mörg ár. Hann segir að Vestmannaeyjar séu lítið bæjarfélag og minnir á að Ísland sé lítið land. „Ég sést keyra einstakling upp á flugvöll eða niður í skip. Í fréttum er talað um nauðgun í Vestmannaeyjum. Fólk fer strax að leggja saman tvo og tvo,“ segir Hjalti sem hefur lent í erfiðum aðstæðum. „Ég hef lent í þessum aðstæðum þar sem brotaþolar hafa átt mjög erfitt með að horfa framan í fólk niðri við bryggju, spurt mig mikið út í það, hvað ætli þetta fólk sé að hugsa um núna? Skömmin er svo svakalega mikil.“Telur umræðuna á lágu plani Ákvörðun Páleyjar hefur verið sögð þöggunartilburðir. Hjalti telur þá umræðu á lágu plani. „Það sem kom mér á óvart er þessi tengsl við þöggun. Mér finnst sú umræða á mjög lágu plani. Það er verið að blanda saman hugtökum sem eiga ekki samleið. Það er ekki verið að tala um þöggun þótt þú sért að bíða með upplýsingar. Þöggun er ef þú veitir engar upplýsingar.“ Spurður hvort ástæða er til að hafa áhyggjur af gestum sagði Hjalti að sjálfsögðu ekki. Hann sagði fólk ekki þurfa að hafa meiri áhyggjur af fólki sem fer á þjóðhátíð í Eyjum en öðrum hátíðum á Íslandi og víðar um heim. „Ég hef ekki séð tölur sem sýna að brot séu fleiri þar en annar staðar og þegar kemur að viðbragðinu þá þori ég að fullyrða að viðbragðið í Eyjum er með betra lagi þegar kemur að þessum málaflokki. Ég þekki það ekki af öðrum hátíðum á Íslandi en hef kynnt mér það hér í Danmörku og það kom mér á óvart hversu lítið viðbragð er hér úti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hjalta í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
„Ég held að þetta sé skref í rétta átt,“ segir Hjalti Jónsson, formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, um þá ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa ekki upp fjölda tilkynntra kynferðisbrota til fjölmiðla daginn eftir. Ákvörðunin er umdeild en upplýst var um hana fyrir Verslunarmannahelgina í fyrra og er enn til umræðu. Hjalti ræddi málin í Bítinu í morgun og lýsti því hvernig áfallateymið starfaði. Klukkan tólf á hádegi hittist hópurinn á samráðsfundi. Á þeim tímapunkti séu sjaldnast öll kurl komin til grafar.Spyr sig hver ástæðan sé að birta upplýsingar „Hver er ástæðan til að birta allar upplýsingar þegar við erum ekki með allar upplýsingar?“ spyr Hjalti. „Jafnvel að tala um brot sem síðar er dregið til baka? Eða brot þar sem brotaþoli er í miklu tilfinningalegu uppnámi?“ Hjalti hefur starfað með áfallateyminu í mörg ár. Hann segir að Vestmannaeyjar séu lítið bæjarfélag og minnir á að Ísland sé lítið land. „Ég sést keyra einstakling upp á flugvöll eða niður í skip. Í fréttum er talað um nauðgun í Vestmannaeyjum. Fólk fer strax að leggja saman tvo og tvo,“ segir Hjalti sem hefur lent í erfiðum aðstæðum. „Ég hef lent í þessum aðstæðum þar sem brotaþolar hafa átt mjög erfitt með að horfa framan í fólk niðri við bryggju, spurt mig mikið út í það, hvað ætli þetta fólk sé að hugsa um núna? Skömmin er svo svakalega mikil.“Telur umræðuna á lágu plani Ákvörðun Páleyjar hefur verið sögð þöggunartilburðir. Hjalti telur þá umræðu á lágu plani. „Það sem kom mér á óvart er þessi tengsl við þöggun. Mér finnst sú umræða á mjög lágu plani. Það er verið að blanda saman hugtökum sem eiga ekki samleið. Það er ekki verið að tala um þöggun þótt þú sért að bíða með upplýsingar. Þöggun er ef þú veitir engar upplýsingar.“ Spurður hvort ástæða er til að hafa áhyggjur af gestum sagði Hjalti að sjálfsögðu ekki. Hann sagði fólk ekki þurfa að hafa meiri áhyggjur af fólki sem fer á þjóðhátíð í Eyjum en öðrum hátíðum á Íslandi og víðar um heim. „Ég hef ekki séð tölur sem sýna að brot séu fleiri þar en annar staðar og þegar kemur að viðbragðinu þá þori ég að fullyrða að viðbragðið í Eyjum er með betra lagi þegar kemur að þessum málaflokki. Ég þekki það ekki af öðrum hátíðum á Íslandi en hef kynnt mér það hér í Danmörku og það kom mér á óvart hversu lítið viðbragð er hér úti.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Hjalta í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04 Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55 Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Ummælin lét Margrét Erla Maack falla í kjölfar viðtals við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum þar sem hún segir ekki almannahættu stafa af kynferðisbrotum. 20. júlí 2016 10:04
Quarashi mun spila í Eyjum og fordæma allt ofbeldi Sölvi Blöndal segir að ofbeldiskúltúr verði ekki liðinn. 21. júlí 2016 10:55
Úlfur Úlfur kallar eftir endurbótum á Þjóðhátíð „Verjum ekki það sem hefur verið illa gert í fortíðinni heldur reynum að nýta orkuna í að gera betur fyrir framtíðina.“ 20. júlí 2016 19:14