Erlent

Fimm fyrir dóm í Frakklandi vegna árásarinnar í Nice

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um er að ræða þriðju alvarlegu árásina á franskri grundu á einu og hálfu ári. Fyrst á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar í fyrra og svo á tónleikastað og víðar í París í nóvember.
Um er að ræða þriðju alvarlegu árásina á franskri grundu á einu og hálfu ári. Fyrst á skrifstofu Charlie Hebdo í janúar í fyrra og svo á tónleikastað og víðar í París í nóvember. vísir/afp
Fjórir karlmenn og kona, þeirra á meðal maður sem grunaður er um að hafa útvegað Mohamed Lahouaiej-Bouhlel byssu, koma fyrir dómara í París í dag. Þau hafa verið í haldi lögreglu undanfarna viku vegna árásarinnar í Nice á Bastilludaginn 14. júlí þegar vörubíl var ekið inn í hóp fólks með þeim afleiðingum að 84 fórust. Bouhlel var skotinn til bana af lögreglumönnum.

Á meðal fimmmenninganna er fertugur maður sem Bouhlel þekkti í lengri tíma og 38 ára Albani sem hefur verið í haldi ásamt kærustu sinni undir grun um að hafa útvegað Túnisanum sjálfvirka skammbyssu.

22 ára karlmaður fékk smáskilaboð frá Bouhlel skömmu fyrir árásina og kemur einnig fyrir dóminn í dag. Þar verður einnig maður sem hafði verið í samskiptum við Bouhlel þar sem vopn voru til umræðu. Engin fyrrnefndra fimm voru á lista frönsku leyniþjónustunnar yfir hættulegt fólk, frekar en árásarmaðurinn sjálfur.

Um er að ræða þriðju alvarlegu árásina á franskri grundu á einu og hálfu ári. Reiknað er með því að franska þingið samþykkti í dag lagafrumvarp sem veitir lögregluyfirvöldum aukna heimild við húsleit og handtökur.

Nánar á vef Guardian. 


Tengdar fréttir

„Árásirnar verða fleiri“

Forsætisráðherra Frakklands segir að íbúar þurfi að læra að lifa með ógninni af hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×