Sameinuðu þjóðirnar telja stríðsglæpi framda í Aleppo: „Leyfið okkur að fara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 20:12 Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo. Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo.
Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45
Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15