Augsburg hefur gengið illa að undanförnu og ekki unnið leik síðan 5. nóvember. Liðið er í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig, fjórum stigum frá fallsæti.
Schuster tók við Augsburg í sumar eftir að Markus Winzierl fór til Schalke 04.
Schuster stýrði Augsburg í 16 leikjum; fjórir þeirra unnust, sjö töpuðust og fimm enduðu með jafntefli. Markatalan var 14-19.
Alfreð Finnbogason leikur með Augsburg og hefur gert frá því í ársbyrjun. Íslenski landsliðsframherjinn er sem stendur meiddur og hefur ekkert spilað frá því í byrjun október.
Næsti leikur Augsburg, og sá síðasti fyrir vetrarfrí, er gegn Borussia Mönchengladbach á laugardaginn.
#FCA have parted company with Dirk Schuster and his assistants Sascha Franz and Frank Steinmetz. More to follow... pic.twitter.com/w8OSYcbcPw
— FC Augsburg English (@FCA_World) December 14, 2016