Ísmaðurinn Gylfi stendur undir nafni
Gylfi er ekki bara svalur á vítapunktinum og upp við mark andstæðinganna heldur hefur hann sýnt að hann getur þolað mikinn kulda.
Bob Bradley, knattspyrnustjóri Swansea City, gaf grænt ljós á einhvers konar kuldaklefa frá fyrirtækinu CryoFit á æfingasvæði velska liðsins.
Þetta fyrirbæri á hjálpa leikmönnum með endurheimt eftir leiki. Englandsmeistarar Leicester City notuðust m.a. við þetta á síðasta tímabili.
Leikmenn standa inni í klefanum í kringum þrjár mínútur í ískulda. Eins og sjá má á myndinni átti Gylfi ekki í miklum vandræðum með að þola kuldann og brosti sínu blíðasta.
Landsliðsmaðurinn verður væntanlega í eldlínunni í kvöld þegar Swansea sækir West Brom heim í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Tengdar fréttir
Spurningakeppni Messunnar: Fyrsti hluti | Myndband
Fyrsti hluti spurningakeppni Messunnar var sýndur í þætti gærkvöldsins.
Sjáðu markið hjá Gylfa og öll hin 28 mörkin frá því í gær | Myndbönd
Alls voru 29 mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Hundraðasta fyrirgjöf Gylfa ætti að koma í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið duglegur að senda boltann fyrir markið á þessu tímabili eins og tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar sýnir svart á hvítu.
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“
Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar.
Blaðamaður Daily Mail: Gylfi ætti að fá langstærsta bónusinn ef Swansea bjargar sér
Gylfi Þór Sigurðsson átti stórleik með Swansea City í gær þegar liðið vann lífsnauðsynlegan sigur á Sunderland í miklum botnbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni.
Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum
Gylfi Þór Sigurðsson er maðurinn á bak við tvo heimasigra Swansea í röð, lífsnauðsynlega sigra í fallbaráttunni. Gylfi var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Sunderland. Hann hefur blómstrað eftir að bandaríski knattspyrnustjórinn Bob Bradley færði hann framar á völlinn.
Gylfi í liði umferðarinnar hjá ESPN
Sérfræðingar ESPN völdu Gylfa Þór Sigurðsson í lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Upphitun fyrir leiki dagsins: Chelsea getur unnið tíunda leikinn í röð | Myndband
Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Gylfi með mark og stoðsendingu í öðrum heimasigri Swansea í röð | Sjáðu mörkin
Gylfi Þór Sigurðsson kom Swansea City á bragðið í 3-0 sigri á Sunderland á Liberty vellinum í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.
Llorente: Mikilvægt að Gylfi verði ekki seldur
Framherji Swansea segir að liðið geti bjargað sæti sínu en þá verður þá að halda íslenska landsliðsmanninum.