Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Benedikt Bóas skrifar 14. desember 2016 07:00 Lítið er eftir af skálanun. Tankurinn stóri sést hægra megin við rústirnar en honum var bjargað með ótrúlegri lagni. Mynd/Kristinn Lárusson Eldsvoðinn í Grillskálanum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grillskálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Einarsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um gluggann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveðið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risastór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greiðlega. Karl Ásberg Steinsson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með höndunum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Eldsvoðinn í Grillskálanum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grillskálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Einarsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um gluggann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveðið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risastór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greiðlega. Karl Ásberg Steinsson, formaður björgunarsveitarinnar Hafliða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með höndunum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira