Lífið

Bruno Mars og Corden mátuðu hatta og tóku lagið

Samúel Karl Ólason skrifar
Bruno Mars og James Corden að slá í gegn, höfuðfatalega séð.
Bruno Mars og James Corden að slá í gegn, höfuðfatalega séð.
Tónlistarmaðurinn Bruno Mars fór nýverið á rúntinn með þáttastjórnandanum James Corden. Hattar voru mátaðir og lög voru sungin af mikilli innlifun eins og svo oft áður. Mars sýndi einnig sýna bestu Elvis eftirhermu.

Corden spurði hvort að við fengjum á endanum að sjá feitan Mars?

„Ef það gerist ekki verð ég dáinn,“ svaraði Mars.

Þá kenndi Mars honum Corden nokkra danstakta, en heilt yfir virðast þeir félagar hafa skemmt sér konunglega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×