Innlent

Stormur á austanverðu landinu í kvöld

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/GVA
Veðurstofan varar við vestan- og suðvestanstormi, eða 13 til 23 metrum á sekúndu, á austanverðu landinu í kvöld. Austan-og suðaustanátt er spáð framan af degi, 10 til 18 metrum á sekúndu og rigningu, en slyddu vestantil á landinu. Hiti verður frá frostmarki að átta stigum.

„Milt veður í dag og vætusamt, einkum sunnantil, en víða slydda V-lands. Það hvessir seint í dag þegar lægð fer norður yfir land og í kvöld er spáð suðvestan stormi um tíma á austanverðu landinu. Gengur svo í hvassa austanátt og jafnvel storm á morgun með rigningu eða slyddu þegar næsta lægð nálgast, hún fer svo væntanlega norður yfir land snemma á föstudag og í kjölfarið fylgir hvöss suðvestanátt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Gengur í austan 15-23 m/s með rigningu, einkum á S-verðu landinu. Hlýnandi veður, hiti víða 5 til 8 stig síðdegis.

Á föstudag:

Hvöss suðvestanátt með rigningu eða slyddu og síðar éljum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 5 stig. Hægari um kvöldið og hiti kringum frostmark.

Á laugardag:

Suðlæg átt með slyddu eða rigningu og hlýnar heldur, fyrst SV-lands, en úrkomulítið á NA-verðu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×