GM með methagnað Finnur Thorlacius skrifar 22. apríl 2016 10:19 Höfuðstöðvar GM í Detroit. Nýtt ár byrjar vel hjá General Motors og fyrsti ársfjórðungurinn skilaði fyrirtækinu methagnaði. GM hagnaðist um 244 milljarða króna á þessum þremur mánuðum og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári. Þessi ágæti hagnaður General Motors varð meiri en spá greinenda á bílamarkaði. Þó svo að GM hafi hagnast svo vel var salan 2,5% minni en á sama tíma á síðasta ári og seldi fyrirtækið 2,36 milljón bíla. Vel gekk hjá GM að selja bíla í Kína, sérstaklega jeppa og jepplinga og ágætlega gengur að selja í Evrópu, auk þess sem markaðshlutdeild GM jókst á heimavelli í Bandaríkjunum og þar seldust 800.000 bílar. Meðalverð seldra bíla í Bandaríkjunum hækkaði talsvert á milli ára þar sem einkar vel gekk að selja dýrari gerðir bíla GM, sérstaklega jeppa og pallbíla. Meðalverðið á fyrsta ársfjórðungi var 34.600 dollarar, eða 4,3 milljónir króna. Er það talsvert hærra verð en meðalverð allra seldra bíla bílaframleiðenda. Sala Opel og Vauxhall bíla í Evrópu jókst um 8,4% á milli ára og reksturinn þar komst loksins á núllið, en viðvarandi tap hefur verið á rekstri þessara tveggja merkja í eigu GM. Tapið í S-Ameríku varð helmingi minna en árið áður, en góður hagnaður varð af rekstrinum í Kína. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Nýtt ár byrjar vel hjá General Motors og fyrsti ársfjórðungurinn skilaði fyrirtækinu methagnaði. GM hagnaðist um 244 milljarða króna á þessum þremur mánuðum og ríflega tvöfaldaðist hagnaðurinn frá fyrra ári. Þessi ágæti hagnaður General Motors varð meiri en spá greinenda á bílamarkaði. Þó svo að GM hafi hagnast svo vel var salan 2,5% minni en á sama tíma á síðasta ári og seldi fyrirtækið 2,36 milljón bíla. Vel gekk hjá GM að selja bíla í Kína, sérstaklega jeppa og jepplinga og ágætlega gengur að selja í Evrópu, auk þess sem markaðshlutdeild GM jókst á heimavelli í Bandaríkjunum og þar seldust 800.000 bílar. Meðalverð seldra bíla í Bandaríkjunum hækkaði talsvert á milli ára þar sem einkar vel gekk að selja dýrari gerðir bíla GM, sérstaklega jeppa og pallbíla. Meðalverðið á fyrsta ársfjórðungi var 34.600 dollarar, eða 4,3 milljónir króna. Er það talsvert hærra verð en meðalverð allra seldra bíla bílaframleiðenda. Sala Opel og Vauxhall bíla í Evrópu jókst um 8,4% á milli ára og reksturinn þar komst loksins á núllið, en viðvarandi tap hefur verið á rekstri þessara tveggja merkja í eigu GM. Tapið í S-Ameríku varð helmingi minna en árið áður, en góður hagnaður varð af rekstrinum í Kína.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent