Forseti Filippseyja hótar enn að láta myrða fólk heimir már pétursson skrifar 14. desember 2016 20:15 Vísir/Epa Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Forseti Filipseyja hefur viðurkennt að hafa persónulega tekið fjölda manns af lífi til að sýna lögreglumönnum gott fordæmi. Um fimm þúsund manns hafa verið myrt á eyjunum frá því hann tók við embætti forseta í júlímánuði. Þegar hinn 77 ára Rodrigo Duterte fyrrverandi borgarstjóri til tuttugu ára í borginni Davao var kjörinn forseti Filipseyja í júlí, hvatti hann til þess að fíkniefnaneytendur og salar yrðu drepnir og lofaði að veita hverjum þeim sem myrtu þá orðu. Um fimm þúsund manns hafa nú fallið í þessu stríði án dóms og laga á Filipseyjum. Lögreglan segir að um tvö þúsund hafi fallið í átökum við hana en verið sé að rannsaka önnur þrjúþúsund dráp. Forsetinn viðurkenndi á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í forsetahöllinni í Manila í gær að hann hafi persónulega myrt fólk í borgarstjóratíð sinni. „Í Davao var ég vanur að gera þetta sjálfur. Bara til að sýna strákunum í lögreglunni að ef ég gæti gert þetta, hvers vegna ekki þeir? Ég fór um Davao á stóru mótorhjóli og leitaði beinlínis að vandamálum. Ég leitaði beinlínis eftir að mæta ögrunum svo ég gæti drepið,“ sagði Duterte í ræðu á fundi með viðskiptamönnunum.Duterte gefur ekkert fyrir alþjóðlega gagnrýni Forsetinn sagðist ekkert gefa fyrir alþjóðlega gangrýni eins og frá Barack Obama forseta Bandaríkjanna. Mönnum væri velkomið að reyna að handtaka hann eða taka af lífi. Stefna forsetans hefur leitt til þess að bæði lögreglumenn og ribbaldar fara um borgir Filipseyja og skjóta fólk án dóms og laga eins og sést á myndum í sjónvarpsfréttinni hér að ofan. Tugir karla og kvenna eru drepin á hverjum degi í landinu og daglegt brauð að sjá lik liggja á götum borganna. Naida Dryon er ein fjölmargra mæðra í Manila sem misst hefur son sinn í þessum aðgerðum. „Ég veit að það er rangt að nota fíkniefni og þau gera börnunum ekkert gott. En þeir ættu að gefa börnunum tækifæri, bveita þeim atvinnu og leyfa þeim að mennta sig. Ég finn til með syni mínum. Hann var aðeins 19 ára gamall og hafði ekki einu sinni stofnað til fjölskyldu ennþá,“ sagði Naida grátklökk við líkkistu sonar síns. Duterte hefur ekki látið mótmæli gegn aðgerðum hans hafa áhrif á sig, en þær hafa aðallega bitnað á fátækum og ungu fólki. „Ef þið eyðileggið land mitt mun ég drepa ykkur. Ekki velkjast í neinum vafa um það. Ef þið eyðileggið uppvaxandi kynslóðir Filipseyinga mun ég drepa ykkur. Svo einfalt er það,“ segir Duterte. Wilnor Papa talsmaður Amnesty International á Filipseyjum segir ástandið í landinu skelfilegt og ekki sé hægt að búa við þann hrylling að tugir manna séu myrtir án dóms og laga á hverjum degi. „Þetta er raunar ákaflega hættulegt ástand. Þetta segir heimsbyggðinni að réttur til eðlilegrar málsmeðferðar, rétturinn til að njóta friðhelgi laganna, er ekki virtur í þessu landi og það er mikið áhyggjuefni. Þetta ætti ekki eingöngu að valda okkur sem mótmæla hugarangri, þetta ætti að valda ríkisstjórn landsins miklum áhyggjum,“ segir talsmaður Amnesty International í Manila.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira