Við erum ekki hætt að hlusta á Prince Birta Björnsdóttir skrifar 22. apríl 2016 20:00 Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Fjölmargar stórstjörnur hafa vottað Prince virðingu sína frá því að frétti bárust af andláti hans í gær, þeirra á meðal Barack Obama, Bandaríkjaforseti. Þá hefur fjöldi þekktra bygginga verið baðaður fjólubláu ljósi til minningar um söngvarann. Niagra fossarnir voru meðal annars fjólubláir í gær, upphaflega að tilefni níræðisafmælis Elísabetar Englandsdrottningar, en merkingin varð önnur eftir að fréttir af andláti Prince spurðust út. Prince átti aðdáendur víða um heim og flokkast Þórir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands sannarlega sem einn slíkur. „Ég byrjaði að hlusta á hann svona áru eftir að Purple Rain kom út, ég náði henni til dæmis ekki í bíó. Það var eiginlega platan sem koma á eftir Purple Rain sem kveikti ljósin hjá mér," segir Þórir. Hann hefur farið á 14 tónleika með Prince og hefur hitt hann einu sinni. „Þar bauð hann aðdáendaklúbbi sínum að koma fyrir tónleika og hlusta á um tveggja tíma upphitun. Að því loknu kom han út í sal og spjallaði við okkur. Það eru einu kynni mín af honum, fyrir utan músíkina," segir Þórir. Hann segir auðvelt að benda á yfirburði Prince á sínu sviði. „Í stuttu máli ertu með tónlistarmenn sem eru kannski góðir söngvarar, góðir gítarleikarar, eða góðir texta- og lagasmiðir. Í þessum manni kom saman söngvari, gítarleikari, textahöfundur, lagahöfundur, pródúser og sviðsmaður á heimsmælikvarða," segir Þórir. Þórir segir dauða Prince hafa komið sér verulega á óvart. „Ég var bara í sjokki eins og restin af heiminum og er það í sjálfu sér enn. En maður verður bara að horfa á það þannig að það er svo mikið efni sem hann skilur eftir sig. Svo veit ég fyrir víst að það er til töluvert meira af efni sem ekki hefur verið gefið út. Hann á þúsundir laga, tónleika, heimildarmynda og bíómynda sem hann hefur látið gera um sig í gegnum tíðina og er geymt í sérstakri hvelfingu í stúdíóinu hans í Minneapolis. Svo við erum alls ekki hætt að hlusta á Prince þó hann sé farinn á annan stað," segir Þórir.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira