Erlent

Engin merki um að Prince hafi framið sjálfsmorð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Margir syrgja söngvarann.
Margir syrgja söngvarann. Vísir/Getty
Krufningu hefur verið lokið á söngvaranum Prince sem lést í gær. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á hvernig stórstjarnan lést en hann hafði átt við einhver veikindi að stríða að undanförnu sem gætu hafa spilað inn í.

Haldinn var blaðamannafundur í dag þar sem fjallað var um niðurstöður krufningarinnar upp að vissu marki. Þar kom fram að nokkrar vikur væru enn í að lokaniðurstöður úr krufningunni kæmu fram. Hins vegar kom fram að ekkert gæfi til kynna að um sjálfsmorð væri að ræða. Þá voru engin augljós merki um áverka á líkama söngvarans. Frá þessu er greint á Mic.com.

Slúðurmiðillinn TMZ hefur eftir heimild að ofneysla verkjalyfja hafi valdið dauða Prince. Í frétt á vefsíðu þeirra kemur fram að Prince hafi tekið of stóran skammt af lyfinu percocet nokkrum dögum fyrir dauða sinn og að honum hafi verið gefin sprauta til þess að bjarga lífi hans. Prince fór í aðgerð á mjöðmum árið 2010 og áttu verkjalyfin að slá á verki sem stjarnan fann enn fyrir vegna aðgerðarinnar.


Tengdar fréttir

Við erum ekki hætt að hlusta á Prince

Ekkert hefur fengist staðfest um dánarorsök tónlistarmannsins Prince, sem lést í gær. Aðdáandi tónlistarmannsins segir það huggun að eftir hann liggi mikið magn af óútgefnu efni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×