Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá í kvöld klukkan 18.30 á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 og í beinni hér á Vísi.

Í fréttum kvöldsins verður fjallað um Alþingiskosningar sem til stendur að halda í lok október að loknu sumarþingi. Stjórnarflokkarnir kynntu málaskrá fram að kosningum í dag. Þá verður fjallað um sögulegan viðburð í umhverfismálum en fulltrúar 155 ríkja, Íslands þar á meðal, undirrituðu í dag Parísarsamninginn svokallaða um hertar aðgerðir í loftslagsmálum. Einnig verður rætt við aðdáanda Prince, fjallað um nýjustu tíðindin í heimi íþrótta og veðrið. Þetta og fleira í kvöldfréttum á Stöð 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×