Innlent

Bjarni og Sigurður Ingi funda með stjórnarandstöðunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá fundinum sem hófst klukkan 13.
Frá fundinum sem hófst klukkan 13. vísir/sigurjón
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, funda nú í stjórnarráðinu með forystumönnum stjórnarandstöðunnar.

Stjórnarandstaðan hefur ítrekað kallað eftir því að ríkisstjórnin leggi fram málaskrá sína og setji dagsetningu á þingkosningar í haust en án árangurs. Í samtali við Vísi í morgun sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að hún vissi ekki hvert efni fundarins væri en boltinn væri hjá ríkisstjórninni.

Spurningin er því hvort að stjórnarandstöðunni verði nú gerð grein fyrir forgangsmálum ríkisstjórnarinnar, það er þeim málum sem hún vill klára fyrir kosningar, og hvort eitthvða komi í ljós með kjördag í haust. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×