Handbolti

Haukar í toppmálum fyrir seinni leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Árni var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk.
Guðmundur Árni var markahæstur í liði Hauka með sjö mörk. vísir/ernir
Haukar eru í kjörstöðu fyrir seinni leikinn gegn Diomidis Argous í 1. umferð forkeppni EHF-bikarsins eftir sjö marka sigur, 33-26, í fyrri leiknum í dag.

Haukar ákváðu að leika báða leikina í Grikklandi en leikurinn í dag taldist heimaleikur Íslandsmeistaranna. Seinni leikurinn, og heimaleikur Grikkjanna, fer fram klukkan 16:00 á morgun.

Haukar voru allan tímann með yfirhöndina í leiknum í dag og þeir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 15-11.

Haukar voru áfram með undirtökin í seinni hálfleik og héldu Grikkjunum í hæfilegri fjarlægð.

Hafnfirðingar sýndu svo styrk á lokakaflanum, unnu síðustu sjö mínúturnar 5-2 og leikinn með sjö mörkum, 33-26.

Mörk Hauka:

Guðmundur Árni Ólafsson 7, Hákon Daði Styrmisson 6, Adam Haukur Baumruk 6, Daníel Þór Ingason 4, Janus Daði Smárason 3, Elías Már Halldórsson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Andri Heimir Friðriksson 1, Giedrius Morkunas 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×