Nýliði stígur fram á stóra sviðið með Dallas Cowboys í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2016 08:00 Hvað gerir Dak í sviðsljósinu? Vísir/getty NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
NFL-deildin hófst með leik Carolina Panthers og Denver Broncos á fimmtudaginn en alls fara fram þrettán leikir í deildinni í dag og mun Stöð 2 Sport sýna leik Dallas Cowboys og New York Giants í beinni útsendingu klukkan 20:25. Það eru mörg spurningarmerki yfir liði Dallas Cowboys í ár en eftir að hafa verið nálægt því að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar fyrir tveimur árum gekk ekkert hjá liðinu á síðasta tímabili. Leikstjórnandi liðsins, Tony Romo, meiddist strax í öðrum leik tímabilsins aðeins viku eftir að hafa horft á eftir einum af bestu útherjum deildarinnar, Dez Bryant, meiðast í fyrsta leik tímabilsins. Hvorugur þeirra náði sér á strik á tímabilinu og um leið náði liðið sér aldrei á strik og vann aðeins fjóra leiki af sextán á tímabili sem markmiðið var titillinn. Miklar vonir voru bundnar við að gengi liðsins myndi snúast þegar þeir myndu snúa aftur ásamt því að liðið bætti við sig hlauparanum Ezekiel Elliot með fjórða valrétt í nýliðavalinu í vor. Í þriðja leik undirbúningstímabilsins meiddist hinsvegar Tony Romo á ný en hann missir af allt að átta leikjum liðsins á meðan endurhæfingunni stendur. Það er því komið að Dak Prescott, leikstjórnanda sem Dallas valdi með 135. valrétt í nýliðavalinu í vor. Alls voru teknir sjö leikstjórnendur áður en Dallas valdi Prescott sem kemur í deildina úr Mississippi State háskólanum.Það verða miklar væntingar gerðar til Damon Harrison sem lék áður fyrr með nágrönnunum í New York Jets.Vísir/GettyPrescott lék vel á undirbúningstímabilinu en það er allt annar sálmur að leika í NFL-deildinni þar sem varnarmenn halda ekki aftur af sér. Kláraði hann 39 sendingar af 50 (78% heppnaðar) sem töldu alls 454 jarda, fimm snertimörk ásamt því að skora sjálfur tvö snertimörk sem hlaupari án þess að kasta frá sér boltanum. Forráðamenn New York Giants réðu nýjan þjálfara eftir ellefu ár undir stjórn Tom Coughlin en undir stjórn Coughlin lyfti Giants-liðið Superbowl bikarnum í þrígang. Í hans stað er kominn hinn 39 árs gamli Ben McAdoo sem stýrði sóknarleik liðsins á síðasta ári. Hann hefur komið víða við í deildinni en þetta er fyrsta tækifæri hans sem aðalþjálfari liðs í NFL-deildinni. Forráðamenn Giants bættu við þremur öflugum varnarmönnum í Janoris Jenkins, Olivier Vernon og Damon Harrison ásamt því að velja varnarmanninn Eli Apple með fyrsta valrétt í vor. Þar að auki mun ein skærasta stjarna varnarlínu liðsins, Jason Pierre-Paul, verður með allt tímabilið en hann missti af upphafi tímabilsins á síðasta tímabili eftir að hafa slasað sig við flugeldanotkun. Risarnir frá New York hafa ekki tekið þátt í úrslitakeppninni í fjögur ár og eru forráðamenn liðsins staðráðnir að koma liðinu aftur í fremstu röð.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira