Handbolti

FH-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum

Ásbjörn var öflugur í dag með sjö mörk.
Ásbjörn var öflugur í dag með sjö mörk. Mynd/Vísir
FH-ingar unnu nauman tveggja marka sigur á Val 27-25 í lokaleik fyrstu umferðar Olís-deildar karla en eftir jafnan leik framan af reyndust FH-ingar sterkari á lokasprettinum.

Fyrri hálfleikurinn var hnífjafnt og skiptust liðin á mörkum allan hálfleikinn og var staðan jöfn í hálfleik 11-11. FH-ingar náðu betri tökum á leiknum í seinni hálfleik og byrjuðu að slíta sig frá Valsmönnum.

Náði FH þriggja marka forskoti um tíma en Valsmenn náðu þó að vinna sig aftur inn í leikinn og jafna í stöðunni 21-21 sem gerði það að verkum að lokamínúturnar voru æsispennandi.

Taugar FH-inga reyndust síðan sterkari á lokamínútunum og náðu Hafnfirðingar að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins.

Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með sjö mörk en Óðinn Þór Ríkharðsson bætti við fimm mörkum.

Í liði Valsmanna bar Sveinn Aron Sveinsson sóknarleikinn á herðum sér með tíu mörk en Anton Rúnarsson kom næstur með fimm mörk í endurkomu sinni í Olís-deildina.

Upplýsingar um leikinn koma frá mbl.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×