Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 19:30 Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. Stöð 2 fjallaði á mánudag um Ingibjörgu Melkorku Ásgeirsdóttur, sautján ára stúlku sem lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. Ingibjörg var greind með athyglisbrest og ofvirkni auk þess að glíma við andleg veikindi. Hún var alla tíð utanveltu í skóla og fann sig illa í kerfinu. „Það eru mjög mörg börn með ADHD sem eru í sambærilegum vanda og lýst var hjá henni. Þeim er hættara við að lenda í vanda í skóla, einelti, áhættuhegðun og prófa ýmiskonar hluti,“ segir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. Gyða segir að rannsóknir sýni fram á að börn með ADHD séu líklegri til að fá kvíða, þunglyndi og önnur andleg veikindi. Þá fylga röskuninni oft hegðunarvandamál og samskiptavandi.Erum við sem samfélag að standa okkur nógu vel í að halda utan um þessi börn?„Nei, því miður erum við alls ekki að standa okkur nógu vel. Eflaust getur skólinn víða gert betur. Reyndar ekki bara skólinn heldur kerfið í heild. Staðan er sú á Íslandi núna að börn sem að hafa vísbendingar um ADHD og ýmsar aðrar skyldar raskanir þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá greiningu á sínum vanda. Það þýðir að þau eru oft ekki að fá aðstoð eða meðferð við hæfi á meðan þau eru að bíða,“ segir Gyða. Yfir fjögur hundruð börn bíða nú greiningar hjá Þroska - og hegðunarstöðinni. Biðtíminn eftir ADHD greiningu getur verið allt að þrjú ár, að meðtalinni bið eftir frumgreiningu. 3-24 mánuði getur tekið að fá frumgreiningu og 7-14 mánuði að fá nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum á ÞHS. „Þetta er mikið áhyggjuefni og bæði foreldrar og tilvísendur eru að hafa samband á biðtíma og óska eftir forgangi, og lýsa því að erfiðleikarnir hafi undið upp á sig. Oft á tíðum er bara verið að lýsa verulega alvarlegri stöðu,“ segir Gyða Haraldsdóttir. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. Stöð 2 fjallaði á mánudag um Ingibjörgu Melkorku Ásgeirsdóttur, sautján ára stúlku sem lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. Ingibjörg var greind með athyglisbrest og ofvirkni auk þess að glíma við andleg veikindi. Hún var alla tíð utanveltu í skóla og fann sig illa í kerfinu. „Það eru mjög mörg börn með ADHD sem eru í sambærilegum vanda og lýst var hjá henni. Þeim er hættara við að lenda í vanda í skóla, einelti, áhættuhegðun og prófa ýmiskonar hluti,“ segir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. Gyða segir að rannsóknir sýni fram á að börn með ADHD séu líklegri til að fá kvíða, þunglyndi og önnur andleg veikindi. Þá fylga röskuninni oft hegðunarvandamál og samskiptavandi.Erum við sem samfélag að standa okkur nógu vel í að halda utan um þessi börn?„Nei, því miður erum við alls ekki að standa okkur nógu vel. Eflaust getur skólinn víða gert betur. Reyndar ekki bara skólinn heldur kerfið í heild. Staðan er sú á Íslandi núna að börn sem að hafa vísbendingar um ADHD og ýmsar aðrar skyldar raskanir þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá greiningu á sínum vanda. Það þýðir að þau eru oft ekki að fá aðstoð eða meðferð við hæfi á meðan þau eru að bíða,“ segir Gyða. Yfir fjögur hundruð börn bíða nú greiningar hjá Þroska - og hegðunarstöðinni. Biðtíminn eftir ADHD greiningu getur verið allt að þrjú ár, að meðtalinni bið eftir frumgreiningu. 3-24 mánuði getur tekið að fá frumgreiningu og 7-14 mánuði að fá nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum á ÞHS. „Þetta er mikið áhyggjuefni og bæði foreldrar og tilvísendur eru að hafa samband á biðtíma og óska eftir forgangi, og lýsa því að erfiðleikarnir hafi undið upp á sig. Oft á tíðum er bara verið að lýsa verulega alvarlegri stöðu,“ segir Gyða Haraldsdóttir.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira