Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 18:49 Teikning sem sýnir útsýnið af yfirborði reikistjörnunnar Proxima b sem er á braut um rauðu dvergstjörnuna Proxima Centauri, nálægustu stjörnu við sólkerfið okkar. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira