Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 18:49 Teikning sem sýnir útsýnið af yfirborði reikistjörnunnar Proxima b sem er á braut um rauðu dvergstjörnuna Proxima Centauri, nálægustu stjörnu við sólkerfið okkar. ESO/M. Kornmesser Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum að því er segir í umfjöllun um stjörnuna á vef ESO, Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli. Hitastigið á yfirborði Proxima b er nægilega hátt til þess að vatn geti verið þar á fljótandi formi en reikistjarnan er berghnöttur, örlítið efnismeiri en Jörðin. Hún er nálægasta fjarreikistjarnan og þá gæti Proxima b verið nálægasti lífvænlegi staðurinn utan sólkerfis okkar. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um sé að ræða eina merkilegustu reikistjörnuuppgötvun á undanförnum árum. „Ástæðan er sú að þetta er hnöttur sem er mjög nálægt okkur, á stjarnfræðilegan mælikvarða auðvitað, og er á stærð við jörðina en það er í raun það eina sem við vitum um hann, og að hann er á því svæði í sínu sólkerfi þar sem vatn getur verið á fljótandi formi á yfirborðinu þannig að það er einhver möguleiki á að hún gæti verið lífvænleg,“ segir Sævar Helgi.Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins. Vísir/GVAHann segir að það sem geri þessa uppgötvun enn meira spennandi er að vegna nálægðar reikistjörnunnar munu menn geta notað risasjónauka framtíðarinnar til þess að læra ansi margt um hnöttinn. Þá væri mögulega hægt að komast að því hvort að líf væri á stjörnunni, hvernig landslagið er á henni og svo framvegis. „Síðan er það verkefnið Starshot sem snýst um það að ferðast til þessarar stjörnu á 10 prósent ljóshraða þannig að í stað þess að það taki, miðað við tæknina sem við höfum í dag, um 70 þúsund ár að komast þangað þá taki ferðalagið okkur þangað svona fjörutíu ár. Ef að það verkefni lukkast vel þá gætum við lifað það að fá fyrstu myndirnar af reikistjörnu utan okkar eigin sólkerfis. Það er býsna spennandi og merkilegt og smá Star Trek-fílingur í því.“ Móðurstjarnan í sólkerfinu, Proxima Centauri, er kallaður rauður dvergur og er það vegna þess að hún er helmingi kaldari en sólin okkar. „Hún er sirka 3000 gráðu heit og gefur þess vegna frá sér svona rautt ljós. Við getum líkt þessu við það ef að sólin okkar væri fótbolti þá væri þessi stjarna eins og golfkúla við hliðina á, eða álíka stórt og Júpíter í sólkerfinu okkar.“ Sævar segir að þessi uppgötvun sé stórt skref í þá átt að reyna að komast að því hvort að við mannfólkið séum ein í alheiminum eða er ekki.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent