Ætla stjórnarflokkarnir að svíkja kosningaloforðin? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því aðeins 2½ mánuður til kosninga. Alþingiskosningar voru 2013. Þá héldu stjórnarflokkarnir flokksþing og samþykktu sínar kosningastefnuskrár; samþykktu fyrirheit til kjósenda. Þar voru stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja samþykkt, þar á meðal stærsta loforðið varðandi kjaragliðnun krepputímans. Það er ekki farið að efna þessi loforð ennþá, nú rétt fyrir kosningar!Átti að leiðréttast strax Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá árinu 2009. Þetta er mjög skýrt loforð og óskiljanlegt hvers vegna það var ekki efnt strax 2013 eins og lofað var; nema aldrei hafi verið ætlunin að efna það og aðeins meiningin að blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að afsanna slíkar hugmyndir og standa við loforðið strax í upphafi sumarþings. Framsóknarflokkurinn samþykkti að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans. Framsókn hefur ekki fremur en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á þetta loforð frá því að ríkisstjórnin tók við völdum 2013. Fyrst nú „korteri“ fyrir kosningar fór Sigmundur Davíð, formaður flokksins, að tala um að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun því áreiðanlega hjálpa til við efndir á kosningaloforðinu þó utan stjórnar sé. En það er stuttur tími til stefnu. Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta stóra kosningaloforð, eru það stærstu kosningasvik við aldraða og öryrkja, sem framin hafa verið.Stórt loforð Bjarna óuppfyllt! Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar. Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012.Þessi grein birtist upphaflega íFréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú er búið að ákveða kjördag alþingiskosninga í haust: 29. október. Það eru því aðeins 2½ mánuður til kosninga. Alþingiskosningar voru 2013. Þá héldu stjórnarflokkarnir flokksþing og samþykktu sínar kosningastefnuskrár; samþykktu fyrirheit til kjósenda. Þar voru stór kosningaloforð við aldraða og öryrkja samþykkt, þar á meðal stærsta loforðið varðandi kjaragliðnun krepputímans. Það er ekki farið að efna þessi loforð ennþá, nú rétt fyrir kosningar!Átti að leiðréttast strax Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að ellilífeyrir yrði leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hefðu á lægstu launum frá árinu 2009. Þetta er mjög skýrt loforð og óskiljanlegt hvers vegna það var ekki efnt strax 2013 eins og lofað var; nema aldrei hafi verið ætlunin að efna það og aðeins meiningin að blekkja kjósendur! Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn tækifæri til þess að afsanna slíkar hugmyndir og standa við loforðið strax í upphafi sumarþings. Framsóknarflokkurinn samþykkti að leiðrétta ætti lífeyri vegna kjaragliðnunar (kjaraskerðingar) krepputímans. Framsókn hefur ekki fremur en Sjálfstæðisflokkurinn minnst á þetta loforð frá því að ríkisstjórnin tók við völdum 2013. Fyrst nú „korteri“ fyrir kosningar fór Sigmundur Davíð, formaður flokksins, að tala um að bæta þyrfti kjör aldraðra og öryrkja (ótilgreint). Sigmundur mun því áreiðanlega hjálpa til við efndir á kosningaloforðinu þó utan stjórnar sé. En það er stuttur tími til stefnu. Efni stjórnarflokkarnir ekki þetta stóra kosningaloforð, eru það stærstu kosningasvik við aldraða og öryrkja, sem framin hafa verið.Stórt loforð Bjarna óuppfyllt! Kosningaloforðin, sem gefin voru öldruðum og öryrkjum 2013, voru fleiri. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi eldri borgurum bréf og lofaði þeim því, að hann mundi afnema tekjutengingu ellilífeyris fengi hann tækifæri til. Hann fékk tækifærið strax 2013 en hefur ekkert gert í því að efna loforðið. Loforðið þýðir að hætta á alveg að skerða lífeyri TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni. Þetta skiptir aldraða og öryrkja miklu máli, ef það er efnt. Með því að þingið er komið saman getur Bjarni efnt þetta strax á morgun ásamt loforðinu um leiðréttingu vegna kjaragliðnunar. Það eina sem stjórnarflokkarnir efndu af kosningaloforðum á sumarþinginu 2013 var þetta: Grunnlífeyrir var leiðréttur og frítekjumark vegna atvinnutekna var leiðrétt en ríkisstjórnin hefur boðað, að hvort tveggja verði afturkallað, skv. nýju frumvarpi. Ekkert annað hefur ríkisstjórnin gert í að efna kosningaloforðin frá 2012.Þessi grein birtist upphaflega íFréttablaðinu.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar