Útilokar ekki að rífa þurfi húsnæðið við Kirkjusand Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. apríl 2016 18:57 Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps og er ekki útilokað að það þurfi að rífa það. Bankinn hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Í upphafi árs kom í ljós að í byggingarefnum hússins er að finna myglusvepp sem hafði myndast út frá rakaskemmdum. Verkfræðistofan Efla var fengin til að meta hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Þá voru finnskir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við vinnuna. Nú er orðið ljóst að húsið er mjög illa farið. „Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Höfuðstöðvarnar verða fluttar í Norðurturninn við Smáralindina í Kópavogi. Íslandsbanki á húsið við Kirkjusand og óvíst er hvað gert verður við það. „Nú verður það bara skoðað í framhaldinu, þegar við erum búin að taka þessa ákvörðun, hvers konar lagfæringar við þurfum að gera á húsinu, eða hvort við förum í þær viðgerðir. Framhaldið er bara óljóst,“ segir Birna. Hún segir ekki útilokað að rífa þurfi húsið. Birna segir að fimmtíu af 400 starfsmönnum bankans hafi verið fluttir úr höfuðstöðvunum vegna myglunnar. Nokkrir starfsmenn hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar og því ekki getað unnið í húsinu. Starfsemi höfuðstöðvanna hefur verið á fjórum stöðum undanfarið en verður sameinuðuð í haust þegar flutt verður í Norðurturninn. Húsnæðið þar er töluvert minna en það munar um fimm þúsund fermetrum. Íslandsbanki leggur undir sig sjö af fimmtán hæðum turnsins. Aðspurð hvort að starfsfólki verði fækkað samhliða breytingunum segir Birna að það sé ekkert sem hún sjái fyrir sér sérstaklega í dag. Tengdar fréttir Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Húsnæði Íslandsbanka á Kirkjusandi liggur undir miklum skemmdum vegna raka og myglusvepps og er ekki útilokað að það þurfi að rífa það. Bankinn hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Kópavog. Í upphafi árs kom í ljós að í byggingarefnum hússins er að finna myglusvepp sem hafði myndast út frá rakaskemmdum. Verkfræðistofan Efla var fengin til að meta hversu umfangsmiklar skemmdirnar eru. Þá voru finnskir sérfræðingar fengnir til að aðstoða við vinnuna. Nú er orðið ljóst að húsið er mjög illa farið. „Það þarf að gera við húsið töluvert mikið og þess vegna ákváðum við að höfuðstöðvar bankans að þeim væri betur komið fyrir á nýjum stað,“ segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Höfuðstöðvarnar verða fluttar í Norðurturninn við Smáralindina í Kópavogi. Íslandsbanki á húsið við Kirkjusand og óvíst er hvað gert verður við það. „Nú verður það bara skoðað í framhaldinu, þegar við erum búin að taka þessa ákvörðun, hvers konar lagfæringar við þurfum að gera á húsinu, eða hvort við förum í þær viðgerðir. Framhaldið er bara óljóst,“ segir Birna. Hún segir ekki útilokað að rífa þurfi húsið. Birna segir að fimmtíu af 400 starfsmönnum bankans hafi verið fluttir úr höfuðstöðvunum vegna myglunnar. Nokkrir starfsmenn hafi fundið fyrir einkennum vegna myglunnar og því ekki getað unnið í húsinu. Starfsemi höfuðstöðvanna hefur verið á fjórum stöðum undanfarið en verður sameinuðuð í haust þegar flutt verður í Norðurturninn. Húsnæðið þar er töluvert minna en það munar um fimm þúsund fermetrum. Íslandsbanki leggur undir sig sjö af fimmtán hæðum turnsins. Aðspurð hvort að starfsfólki verði fækkað samhliða breytingunum segir Birna að það sé ekkert sem hún sjái fyrir sér sérstaklega í dag.
Tengdar fréttir Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Frá Kirkjusandi í Kópavog Á stefnufundi starfsmanna Íslandsbanka sem fram fór fyrr í dag var tilkynnt að höfuðstöðvar Íslandsbanka munu á haustmánuðum flytjast í Norðurturninn í Kópavogi frá Kirkjusandi þar sem höfuðstöðvar bankans hafa verið undanfarin 20 ár. 16. apríl 2016 12:27