Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 17:59 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson þegar þeir kynntu nýja ríkisstjórn fyrr í mánuðinum. vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir að fullt afnám verðtryggingar á næstu mánuðum sé ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna. Hins vegar sé verið að skoða leiðir til þess að draga úr helstu ókostum svokallaðra Íslandslána, sem eru þessi klassísku 40 ára verðtryggðu jafngreiðslulán, og hvernig hægt sé að styðja almenning til þess að taka styttri lán og jafnvel óverðtryggð. Fyrir liggur að hinn flokkurinn í ríkisstjórn, Framsókn, hefur talað mjög fyrir afnámi verðtryggingar. Þá hafa báðir flokkar talað fyrir afnámi hafta og að efla þurfi heilbrigðiskerfið en hversu mikill samhljómur er á milli stjórnarflokkanna um það hvaða mál beri að setja á oddinn og klára fyrir kosningar í haust? „Yfirgnæfandi hluti málanna liggur fyrir þinginu og hefur farið í gegnum þingflokka beggja flokka þannig að það er ágæt samstaða um meginþorra mála svo það er ekki vandamál. Þingmálaskrá hefur legið fyrir og við erum komin fram í apríl þannig að við erum að tala um mál sem hafa komið fram í vetur,“ segir Bjarni.Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum þegar hún tók við völdum.Vísir/Anton BrinkVilja halda áfram með séreignarsparnaðarleiðina Hann segir sömu megináherslur vera í samstarfinu nú og áður en þetta sé meira spurning um að taka stöðuna á málum, hversu vel hafi gengið að vinna þau og hvað er raunhæft að áorka miklu á þeim tíma sem er eftir fram á haust. Hvað viðkemur verðtryggingunni sérstaklega segir Bjarni: „Við höfum áður rætt um að við viljum gera er að framlengja það kerfi sem hefur verið í gangi varðandi séreignarsparnaðinn og þá höfum við líka rætt það stjórnarflokkarnir með hvaða hætti við getum nýtt það kerfi jafnvel til þess að gera fólki enn auðveldara en nú er að leggja til hliðar fyrir höfuðstól í íbúð og til þess að standa undir greiðslubyrði óverðtryggðra lána.“ Þessi mál séu í skoðun og sé ágætis samstaða um það að vinna þau áfram. Miklir hagsmunir séu til að mynda fólgnir í því fyrir lántakendur að draga úr ókostum 40 ára verðtryggðu lánanna. „Við höfum svona einkum verið að horfa á það hvað við getum gert til að styðja fólk til þess að taka eitthvað styttri lán, kannski óverðtryggð og hvort að þau kerfi sem við höfum verið að nota geta komið að gagni í því sambandi. En eins og þú heyrir þá er ég ekki í raun og veru að tala um fullt afnám verðtryggingar á næstu mánuðum. Við erum ekki að ræða það,“ segir Bjarni.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sátt við nýja búvörusamninga þegar þeir komu fram í febrúar síðastliðnum.Vísir/gvaÞurfi að ræða búvörusamningana á breiðum grunni Annað mál sem Framsóknarflokkurinn hefur nefnt að þurfi að klára eru nýir búvörusamningar en alls óvíst er hversu mikinn stuðning er að finna við þá á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þannig sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður flokksins, á Facebook-síðu sinni að búvörusamningar yrðu aldrei samþykktir á hennar vakt eins og þeir liggja fyrir. Bjarni segist telja rétt að skoða búvörusamningana í víðara samhengi og ræða þá um leið nýjan tollasamning við Evrópusambandið en ljóst sé að það þurfi að klára hann. Þá þurfi einnig að skoða fyrirkomulag útboðs á kvótum sem um ræðir í þeim samningi. „Ég held að þessi umræða þurfi að fara fram á breiðum grunni, bæði um búvörusamningana sem slíka, samningana við Evrópusambandið og fyrirkomulag á útboðum. Þegar menn ræða málin á það breiðum grunni þá held ég að það komi nú fleiri sjónarmið að í umræðunni.“En er þetta eitthvað sem hægt væri að ljúka við fyrir kosningar? „Mér finnst þessir hlutir hanga saman og mér fyndist það til dæmis afar slæmt ef við myndum ekki ljúka tollasamningnum við Evrópusambandið. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að leiða fram niðurstöðu í viðræðum við ESB í tollamálum og hérna erum við ræða um verulega tilslökun í innflutningi sérosta svo dæmi sé tekið en líka miklar breytingar í hvíta kjötinu og ég legg mikla áherslu á að við ljúkum því máli,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. 12. apríl 2016 18:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, segir að fullt afnám verðtryggingar á næstu mánuðum sé ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna. Hins vegar sé verið að skoða leiðir til þess að draga úr helstu ókostum svokallaðra Íslandslána, sem eru þessi klassísku 40 ára verðtryggðu jafngreiðslulán, og hvernig hægt sé að styðja almenning til þess að taka styttri lán og jafnvel óverðtryggð. Fyrir liggur að hinn flokkurinn í ríkisstjórn, Framsókn, hefur talað mjög fyrir afnámi verðtryggingar. Þá hafa báðir flokkar talað fyrir afnámi hafta og að efla þurfi heilbrigðiskerfið en hversu mikill samhljómur er á milli stjórnarflokkanna um það hvaða mál beri að setja á oddinn og klára fyrir kosningar í haust? „Yfirgnæfandi hluti málanna liggur fyrir þinginu og hefur farið í gegnum þingflokka beggja flokka þannig að það er ágæt samstaða um meginþorra mála svo það er ekki vandamál. Þingmálaskrá hefur legið fyrir og við erum komin fram í apríl þannig að við erum að tala um mál sem hafa komið fram í vetur,“ segir Bjarni.Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum þegar hún tók við völdum.Vísir/Anton BrinkVilja halda áfram með séreignarsparnaðarleiðina Hann segir sömu megináherslur vera í samstarfinu nú og áður en þetta sé meira spurning um að taka stöðuna á málum, hversu vel hafi gengið að vinna þau og hvað er raunhæft að áorka miklu á þeim tíma sem er eftir fram á haust. Hvað viðkemur verðtryggingunni sérstaklega segir Bjarni: „Við höfum áður rætt um að við viljum gera er að framlengja það kerfi sem hefur verið í gangi varðandi séreignarsparnaðinn og þá höfum við líka rætt það stjórnarflokkarnir með hvaða hætti við getum nýtt það kerfi jafnvel til þess að gera fólki enn auðveldara en nú er að leggja til hliðar fyrir höfuðstól í íbúð og til þess að standa undir greiðslubyrði óverðtryggðra lána.“ Þessi mál séu í skoðun og sé ágætis samstaða um það að vinna þau áfram. Miklir hagsmunir séu til að mynda fólgnir í því fyrir lántakendur að draga úr ókostum 40 ára verðtryggðu lánanna. „Við höfum svona einkum verið að horfa á það hvað við getum gert til að styðja fólk til þess að taka eitthvað styttri lán, kannski óverðtryggð og hvort að þau kerfi sem við höfum verið að nota geta komið að gagni í því sambandi. En eins og þú heyrir þá er ég ekki í raun og veru að tala um fullt afnám verðtryggingar á næstu mánuðum. Við erum ekki að ræða það,“ segir Bjarni.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var ekki sátt við nýja búvörusamninga þegar þeir komu fram í febrúar síðastliðnum.Vísir/gvaÞurfi að ræða búvörusamningana á breiðum grunni Annað mál sem Framsóknarflokkurinn hefur nefnt að þurfi að klára eru nýir búvörusamningar en alls óvíst er hversu mikinn stuðning er að finna við þá á meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Þannig sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður flokksins, á Facebook-síðu sinni að búvörusamningar yrðu aldrei samþykktir á hennar vakt eins og þeir liggja fyrir. Bjarni segist telja rétt að skoða búvörusamningana í víðara samhengi og ræða þá um leið nýjan tollasamning við Evrópusambandið en ljóst sé að það þurfi að klára hann. Þá þurfi einnig að skoða fyrirkomulag útboðs á kvótum sem um ræðir í þeim samningi. „Ég held að þessi umræða þurfi að fara fram á breiðum grunni, bæði um búvörusamningana sem slíka, samningana við Evrópusambandið og fyrirkomulag á útboðum. Þegar menn ræða málin á það breiðum grunni þá held ég að það komi nú fleiri sjónarmið að í umræðunni.“En er þetta eitthvað sem hægt væri að ljúka við fyrir kosningar? „Mér finnst þessir hlutir hanga saman og mér fyndist það til dæmis afar slæmt ef við myndum ekki ljúka tollasamningnum við Evrópusambandið. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að leiða fram niðurstöðu í viðræðum við ESB í tollamálum og hérna erum við ræða um verulega tilslökun í innflutningi sérosta svo dæmi sé tekið en líka miklar breytingar í hvíta kjötinu og ég legg mikla áherslu á að við ljúkum því máli,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. 12. apríl 2016 18:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. 12. apríl 2016 18:45