Alfreð Finnbogason tryggði Augsburg 1-0 sigur á VfB Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Alfreð skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu, en hann fékk þá boltann inn í teignum, lagði hann skemmtilega fyrir sig og skoraði.
Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-0, en Augsburg er því komið í fjórtánda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.
Önnur úrslit dagsins má sjá hér að neðan:
Bayer Leverkusen - Eintracht Frankfurt 3-0
Darmstadt - Ingolstadt 2-0
Hoffenheim - Hertha Berlin 2-1
Werder Bremen - Wolfsburg 3-2
Fótbolti