Seðlabankinn lækkar stýrivexti um hálft prósentustig Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2016 08:57 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, meðlimur í peningastefnunefnd og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, munu greina frá rökum nefndarinnar fyrir vaxtalækkuninni á fréttamannafundi klukkan 10. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Í tilkynningu frá bankanum segir að samkvæmt uppfærðri spá Seðlabankans sem birtist í nýju hefti Peningamála séu horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en spáð var í maí, eða 4,9%, og gert sé ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. „Þrátt fyrir miklar launahækkanir og aukna framleiðsluspennu hefur verðbólga haldist undir markmiði um tveggja og hálfs árs skeið. Í júlí mældist hún 1,1% og hefur ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015. Viðskiptakjarabati, lítil alþjóðleg verðbólga, aðhaldssöm peningastefna og hækkun gengis krónunnar hafa vegið á móti áhrifum launahækkana á verðlag. Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert að undanförnu þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.Sérfræðingar bankanna spáðu því í vikunni að vextir yrðu óbreyttir þótt þeir teldu svigrúm til lækkunar. Þá töldu þeir mörg ár, jafnvel tugi ára, þangað til vextir á Íslandi yrðu sambærilegir og þeir sem bjóðast í nágrannalöndunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag en fréttina má sjá að neðan.Verðbólguhorfur hafa batnað frá síðustu spá Seðlabankans. Haldist gengi krónunnar óbreytt er útlit fyrir að verðbólga verði undir markmiði fram á næsta ár. Samkvæmt spánni mun hún aukast þegar innflutningsverðlag hættir að lækka og áhrif gengishækkunar fjara út. Verðbólgan eykst þó hægar og verður ekki eins mikil og áður var spáð. Hækki gengið áfram verður hún að öðru óbreyttu minni en grunnspáin gerir ráð fyrir. Aðhaldssöm peningastefna hefur haldið aftur af lánsfjáreftirspurn og stuðlað að auknum sparnaði og þannig rennt stoðum undir meiri viðskiptaafgang og hækkun krónunnar. Ásamt hagstæðum ytri aðstæðum hefur peningastefnan því leitt til minni verðbólgu og nýlega til þess að verðbólguvæntingar eru nálægt verðbólgumarkmiðinu. Af sömu ástæðum hafa raunvextir hækkað nokkuð að undanförnu umfram það sem fyrri spár bankans sem byggðust á óbreyttu gengi gerðu ráð fyrir. Vísbendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri undanfarið en vænst var fyrr á þessu ári. Því er útlit fyrir að hægt verði að halda verðbólgu við markmið til miðlungslangs tíma litið með lægri vöxtum en áður var talið. Líkur á vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum og óvissa í tengslum við losun fjármagnshafta kalla þó á varfærni við ákvörðun vaxta. Hvort þeir lækki frekar eða þurfi að hækka á ný mun á næstunni ráðast af efnahagsþróun og því hvernig tekst til við losun fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 5,25%. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, meðlimur í peningastefnunefnd og aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, munu greina frá rökum nefndarinnar fyrir vaxtalækkuninni á fréttamannafundi klukkan 10. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Í tilkynningu frá bankanum segir að samkvæmt uppfærðri spá Seðlabankans sem birtist í nýju hefti Peningamála séu horfur á að hagvöxtur í ár verði nokkru meiri en spáð var í maí, eða 4,9%, og gert sé ráð fyrir áframhaldandi örum vexti á næsta ári. „Þrátt fyrir miklar launahækkanir og aukna framleiðsluspennu hefur verðbólga haldist undir markmiði um tveggja og hálfs árs skeið. Í júlí mældist hún 1,1% og hefur ekki mælst minni frá ársbyrjun 2015. Viðskiptakjarabati, lítil alþjóðleg verðbólga, aðhaldssöm peningastefna og hækkun gengis krónunnar hafa vegið á móti áhrifum launahækkana á verðlag. Gengi krónunnar hefur hækkað töluvert að undanförnu þrátt fyrir mikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.Sérfræðingar bankanna spáðu því í vikunni að vextir yrðu óbreyttir þótt þeir teldu svigrúm til lækkunar. Þá töldu þeir mörg ár, jafnvel tugi ára, þangað til vextir á Íslandi yrðu sambærilegir og þeir sem bjóðast í nágrannalöndunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag en fréttina má sjá að neðan.Verðbólguhorfur hafa batnað frá síðustu spá Seðlabankans. Haldist gengi krónunnar óbreytt er útlit fyrir að verðbólga verði undir markmiði fram á næsta ár. Samkvæmt spánni mun hún aukast þegar innflutningsverðlag hættir að lækka og áhrif gengishækkunar fjara út. Verðbólgan eykst þó hægar og verður ekki eins mikil og áður var spáð. Hækki gengið áfram verður hún að öðru óbreyttu minni en grunnspáin gerir ráð fyrir. Aðhaldssöm peningastefna hefur haldið aftur af lánsfjáreftirspurn og stuðlað að auknum sparnaði og þannig rennt stoðum undir meiri viðskiptaafgang og hækkun krónunnar. Ásamt hagstæðum ytri aðstæðum hefur peningastefnan því leitt til minni verðbólgu og nýlega til þess að verðbólguvæntingar eru nálægt verðbólgumarkmiðinu. Af sömu ástæðum hafa raunvextir hækkað nokkuð að undanförnu umfram það sem fyrri spár bankans sem byggðust á óbreyttu gengi gerðu ráð fyrir. Vísbendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri undanfarið en vænst var fyrr á þessu ári. Því er útlit fyrir að hægt verði að halda verðbólgu við markmið til miðlungslangs tíma litið með lægri vöxtum en áður var talið. Líkur á vaxandi spennu í þjóðarbúskapnum og óvissa í tengslum við losun fjármagnshafta kalla þó á varfærni við ákvörðun vaxta. Hvort þeir lækki frekar eða þurfi að hækka á ný mun á næstunni ráðast af efnahagsþróun og því hvernig tekst til við losun fjármagnshafta,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Sjá meira