Ætlaði aldrei að verða nein Hollywood leikkona Guðrún Ansnes skrifar 16. apríl 2016 07:00 Aníta fluttist til London þegar hún hóf nám í leiklistarskóla og átti ekki von á öðru en að skjóta þar rótum. Hollywood var sannarlega ekki á stefnuskránni. Vísir/Ernir Leikkonan Anita Briem datt óvart inn á leiksviðið níu ára gömul og hefur leiklistarbakterían haldið henni í heljargreipum síðan. Þrátt fyrir að hafa aðeins átta ára lýst því yfir að hún ætlaði sér ekki að feta í fótspor foreldra sinna, tónlistarfólksins Ernu Þórarinsdóttur og Gunnlaugs Briem, og verða listamaður. Í slíku umhverfi, þar sem óöryggið og óvissan var alltumlykjandi ætlaði hún ekki að ala upp sín börn. Hún er ein þekktasta leikkona okkar Íslendinga á erlendri grund og unir sér vel í Los Angeles þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Constantine Paraskevopoulos, og tveggja ára gamalli dóttur þeirra hjóna, Míu. Nýverið venti hún kvæði sínu í kross, er hún sendi frá sér sína fyrstu bók.Hollywood aldrei draumurinn Anita hlær þegar hún er spurð hvort þetta sé vegur sem hún hafi alltaf ætlað sér að feta. „Nei. Ég ætlaði aldrei að verða leikkona, hvað þá Hollywood-leikkona. Amma mín, sem var ekki vön að ota sér og sínum skoðunum að neinum, hringdi heim einn daginn og sagði að ég yrði að fara í prufu fyrir Ídu í uppsetningu á Emil í Kattholti. Auglýsinguna hafði hún séð í blaði og þetta yrði ég að gera. Þá var ég níu ára og hafði aldrei leikið áður utan þess að setja upp misleiðinlega leikþætti heima fyrir mömmu og pabba.“ Úr varð að Anita dróst inn á fjalir Þjóðleikhússins og ílengdist þar þangað til hún var sextán ára. „Ég barðist samt mikið á móti því að verða leikkona. Ég vissi hvað þetta var ruglaður lífsstíll. Mamma og pabbi voru bæði listamenn. Það var ekkert auðvelt, óreglulegur tími á öllu, launin óregluleg líka og erfitt fyrir börn að vera í svona óvissu og öryggi. Mér fannst þetta auðvitað líka æði. Að fá að fara með í Hemma Gunn þegar þau voru að spila þar og vera með í stúdíóinu þar til klukkan fjögur um nótt var spennandi. En á sama tíma fann ég óöryggið. Þegar ég var átta ára lýsti ég því yfir að ég ætlaði sko ekki að ala mín börn upp í svona umhverfi,“ segir hún kímin. „En þegar ég var sextán ára að leika í Óskastjörnunni með Elvu Ósk og Gunnari Eyjólfs rann þetta upp fyrir mér. Ég varð að vera hreinskilin við mig um hvort ég ætlaði að gera þetta eða ekki. Og ég valdi þennan lífsstíl, en ekki af kæruleysi og ákvað strax að læra erlendis. Ekki til að verða stórstjarna í útlöndum, heldur til að læra tungumálið og sýna sjálfri mér að ég gæti þetta.“Uppleiðin hröðÚr varð að Anita fluttist til London og settist á skólabekk í Royal Academy of Dramatic Art. „Mér fannst Reykjavík rosalega lítil borg. Ég fékk innilokunarkennd. Allir vissu alltaf hvað þú varst að gera og maður endalaust opinn fyrir krítík. Ég hljóma eflaust paranojuð en ég er mjög prívat manneskja.“ Anita fann sig vel í London. Hún taldi næsta víst að þar myndi hún skjóta rótum. „Ég fór strax að vinna eftir útskrift, þetta fór mjög vel í gang hjá mér. Ég hafði unnið virkilega mikið í að ná hreimnum og talaði breskuna alveg þannig að ég gat þóst vera innfædd. Svo gerist það fyrir slysni að ég er boðuð í prufu fyrir bandarískan sjónvarpsþátt og flýg yfir. Út frá henni spratt önnur prufa og þaðan önnur. Íbúðin mín í London endaði svo á að standa tóm í ár,“ segir hún og hlær innilega. „Kaflaskiptin urðu svo þegar ég fékk hlutverkið í myndinni The Journey to the Center of the Earth. Það var stórt stökk og raunveruleikinn varð öðruvísi eftir þá mynd. Þetta var rosalega stórt batterí í kringum það dæmi. Maður verður ringlaður fyrst og mér fannst ég ein. Ég hefði viljað hafa einhvern mentor með mér, sérstaklega þar sem engu af þessu fólki er annt um þína velferð. Maður áttar sig einmitt ekki á því strax, þar sem þetta fólk er mjög upptekið af að segja þér að því sé umhugað um þig. Nú veit ég hins vegar betur en það var mjög erfitt að átta sig ekki á því fyrst. Svo fer maður í að finna jafnvægið á milli þess að treysta og vera á varðbergi. Það er ekki hægt að vantreysta öllum endalaust. Mig langar ekki að lifa svoleiðis lífi. Ég vinn með þennan jafnvægispunkt á hverjum einasta degi.“Falin bumba fram á lokasprettinnBaráttan um hlutverkin er ansi hörð í Hollywood og má lítið gefa eftir. Þegar Anita varð barnshafandi tók við dálítill feluleikur. „Hún er mitt fyrsta barn, svo mér tókst að fela óléttuna þar til ég var komin sex og hálfan eða sjö mánuði á leið. Ég fór á alla fundina en passaði mig á að vera í stórum peysum. Maður er ekkert að tilkynna þetta neinum fyrr en þetta er farið að sjást almennilega,“ útskýrir hún og bendir á að ástæðan sé nokkuð einföld. „Vinkona mín er leikkona í New York og var komin fjóra mánuði á leið þegar hún landaði stóru verkefni í bíómynd. Um leið og þeir komust að því að hún væri barnshafandi var hún dregin út úr verkefninu. Samt hefði það aldrei skipt máli, því ekkert var farið að sjást á henni og hefði aldrei komið að sök.“ Á hvaða forsendum er henni þá sagt upp, spyr blaðamaður og svarar Anita sposk á svip: „Já, það er nú það. Þetta er sennilega löglegt en ekki siðferðislega rétt. Ég var meðvituð um þetta. Fólk er ofboðslega dómhart varðandi konur og aldur þeirra. Partur af mér hugsaði að aðrir myndu tala um að fyrst ég væri orðin mamma þá væri ég orðin gömul – á Hollywood-mælikvarða. En svo í enda dags þá er þetta allt spurning um að standa með sjálfri sér. Þetta fer á sinn veg.“Átta daga fæðingarorlofAnita segir aðstæðurnar þannig óvenjulegar fyrir nýbakaðar mæður. Sjálf hafi hún snúið aftur til starfa aðeins átta dögum eftir fæðingu dótturinnar, sem fæddist í byrjun árs 2014. „Þá fór ég á fyrsta fundinn minn. Þau komu með mér og ég gaf henni í bílnum áður en ég stökk inn á fund. Stökk svo strax út að honum loknum og gaf aftur. Þetta var mikil samvinna fjölskyldunnar. Ég hefði alveg getað verið frá í fjóra mánuði en þá er ég bara ekki að vinna og þar með hægist á öllu, sem er erfitt þegar svo mikil orka og fjárfesting felst í samböndum sem maður hefur verið að þróa lengi við kvikmyndagerðarmenn og framleiðendur. Að vera í sjónlínunni skiptir miklu máli. Ef maður hverfur í of langan tíma, hefur það áhrif. Ég er bara það sem ég legg í þetta. Ég vinn og skapa, en ef ég stoppa, þá stoppar allt.“ Anita segist geta lagt samnefnara hlutverka Hollywood-leikkonunnar og nýbökuðu móðurinnar að jöfnu við maraþonhlaup. „Ansi oft hef ég sett hana í rúmið og heill dagur liðinn, stútfullur af verkefnum og mig langar bara að skríða upp í rúm. Horfa kannski aðeins á sjónvarpið. En þarf þess í stað að gíra mig upp, skella mér í glansgallann, greiða hárið nánast hálfvælandi yfir að þurfa að fara í partí eða á einhvern viðburð. Svona er þetta líf, bransinn er alltaf í gangi,“ útskýrir hún og skýtur að: „Á móti fær maður samt alls konar hlunnindi og tækifæri til að lenda í ýmsum aðstæðum. Ef ég mætti ráða, þá væri ég bara í vinnunni að skapa, á setti. Sleppa þessari hliðarvinnu sem partístandið er.“Með reynslu kemur dýptBlessunarlega stóð Anita ekki frammi fyrir því sem hún óttaðist einna helst í kjölfar meðgöngunnar og svo margar kynsystur hennar hafa upplifað; að hlutverkum fækkaði í kjölfar mömmu-titilsins. „Ég er að fá breytt hlutverk, en ekkert sérstaklega vegna þess að ég er mamma. Sú hræðsla var ekki raunveruleg fyrir mig. Hlutverkin þróast og breytast eftir því sem maður eldist. Ég er auðvitað í allt öðrum hlutverkum núna en þegar ég var 21 árs. Það er alltaf verið að skoða mann og horfa, ekki beint dæma, en rannsaka. Passar þessi í þennan heim, hvað gefur hún þessu hlutverki, hvaða element hefur hún til að færa þessu hlutverki. Þess vegna er maður mikið að hugsa: Hvað er ég sem manneskja?“ útskýrir hún alvarleg. „Það að verða móðir gefur mér ákveðna reynslu sem þýðir að ég hef úr öðru að byggja en áður. Þannig er ákveðin kaldhæðni innan bransans, að eftir því sem leikkonur eldast verða þær betri og dýpri, hafa meira að gefa og segja. En á sama tíma verða færri hlutverk í boði fyrir þær. Það er staðreynd. Og ekki er sami standard fyrir konur og karla í Hollywood. Sannleikurinn er sá að fólk heldur, eða því finnst, karlmenn meira sexý þegar þeir eldast en konur. Ef við horfum bara á myndina Journey to The Center of The Earth þar sem ég var 24 ára gömul og lék á móti Brendan Fraiser, þá fertugum. Það þótti bara normalt samband. En ef þetta hefði verið á hinn veginn, hefði sagan verið perrasaga. Það er ruglað. Við erum of samdauna því sem við sjáum á skjánum.“Aníta er alsæl með að geta boðið öðrum verðandi mæðrum launsina sem hana vantaði á sínum tíma. Vísir/Ernir Það er víst pláss fyrir eldri konur„Þetta fer í taugarnar á manni en ég veit svo sem ekki hversu mikið maður á að pirra sig á þessu. Það eina sem hægt er að gera er að leggja sitt af mörkum við að þróa aðstæður. Koma með sögur sem fjalla meira um konur, en rosalega mikið af handritunum er skrifað af körlum, eldri körlum. Það er vel hægt að styðja við kvikmyndagerðarkonur. Þegar þær eru komnar eða orðnar fleiri, verða fleiri sögur með dýpt í kvenmönnunum og þar af leiðandi opnast pláss fyrir eldri konur í kvikmyndum. En ég sé reyndar nýja kynslóð sjónvarpsefnis á Netflix, Amazon og þessum nýju stöðvum sem eru að koma í staðinn fyrir þessar hefðbundnu sjónvarpsstöðvar, að þar er að eiga sér stað breyting í efninu. Einhver jákvæð þróun sem birtist til dæmis í House of Cards og Narcos. Þar eru alvöru karakterar með mikilli áferð. Mér finnst nú þegar fólk farið að venjast því. Ef maður ber saman Melrose Place og það sem er að gerast núna, sér maður þetta. Þetta er spennandi þróun fyrir mig og margar í þessum bransa. Það gefur okkur von um að hlutverk kvenna fari að breikka og dýpka. Maður sér að þarna eru öðruvísi kvenrullur í boði, allt öðruvísi sögur á skjáum fólks en var fyrir tíu árum.“Svefninn hreinn lúxusAnita segir svefnleysið í raun það erfiðasta við móðurhlutverkið að hennar mati og fái hún því kærkomna hvíld um þessar mundir á meðan á dvöl hennar hér á landi stendur. „Eftir að hafa ekki náð fleiri en þremur klukkustundum í samhangandi svefn í tvö ár var eðlilega það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég kom inn á hótelherbergið mitt hérna: Ókei, ég ætla að sofa í sjö klukkutíma, samfleytt,“ segir hún og enn rennur á hana bráðsmitandi bros. Hún segist alsæl með að vera á landinu ein síns liðs. „Það er svo erfitt fyrir mig að að finna tíma til að gera eitthvað svona. Maður getur ekki verið lengur frá vinnu en í mesta lagi viku. Jólin eru einna helst sá tími sem bransinn sammælist um að taka fimm til sjö daga frí. En ef þú ert að fara í frí er það bara á þinn kostnað og getur haft sín áhrif.“ Anita gengst hæglega við getgátu blaðamanns um að hún sé alltaf í vinnunni. „ Já, eiginlega. Maður þarf að passa sig og reyna að taka tíma bara fyrir sig. En það er svolítið erfitt, sérstaklega í Los Angeles. Öll borgin er undirlögð kvikmyndaiðnaðinum. Ég er ekki nógu dugleg við að gefa mér þennan tíma. Bara það að vera hérna á Íslandi núna gerir það að verkum að ég finn hvernig súrefnið smýgur inn í frumurnar aftur.“ Anita segist þannig himinlifandi með að hafa náð að búa sér til afsökun fyrir Íslandsdvölinni og lætur næstum eins og hún sé ekki í vinnunni, sem hún er svo sannarlega. Á dögunum sendu þær Sólveig Eiríksdóttir frá sér bókina Mömmubitar, sem þær eru er að ýta úr vör um þessar mundir.Fullt starf að borða „Mig langaði að gera bók, sem er fersk, létt og skemmtileg. Mér fannst vanta svoleiðis. Það er nóg til af alls konar fræðingum á netinu þar sem alltaf er verið að hamra á því hvað allt sé hræðilegt og hvaða skelfilegu hlutir geti gerst. Allt er hættulegt. Mér fannst bara erfitt að borða og hugsa svona rosalega mikið um hvað ég átti að vera að borða yfir daginn til að ná öllum næringarefnunum. Og þá ekki síst, hvað ég gæti borðað án þess að verða óglatt. Fyrir mér var þetta orðið fullt starf, ég eyddi öllum tímanum mínum í þetta. Ímyndunaraflið datt bókstaflega úr mér, fór í frí,“ segir Anita sem sat ekki með hendur í skauti heldur sá gat í markaði og þéttri tímatöflu. „En mér fannst þetta svo erfitt og ég þurfti mikið að hafa fyrir að finna út úr þessu. Ég er enginn harðstjóri með það sem ég set ofan í mig, mér finnst þetta bara allt snúast um fjölbreytni. Þannig er ég viss um að ég sé að fá nóg af mismunandi næringarefnum. Og þegar upp var staðið hafði ég bara heilmikið að gefa. Lausnir sem eru þess virði að setja í bók og til þess fallnar að hjálpa öðrum verðandi mæðrum. Þessi hugmynd kom bara til mín, ég hafði ekkert hugsað mér að gefa út bók. Auk þess sem ég þekkti Sollu ekki neitt, en fannst samt engin önnur koma til greina. Ég hef alltaf verið einlægur aðdáandi hennar og eldað mikið eftir uppskriftunum hennar á netinu. Mundi að pabbi hafði einhvern tíma hitt hana svo ég fékk hann til að senda henni póst og svo fór þetta að rúlla, tölvupóstur á milli og svo stukkum við í símann,“ segir hún uppveðruð.„Kreifingar“eru stórmál„Við vorum mikið í að finna lausnir fyrir konur með rosalega stórar bumbur þar sem barnið hefur ýtt maganum lengst út í horn svo hann verður pínulítill og þær geta eiginlega ekkert borðað. Samt sársvangar. Það var mikið vandamál fyrir mig. Solla kom þá með töfralausnina, sérlegar næringarmúffur,“ segir Anita og blaðamaður spyr hvort hún hafi þó ekki villst af leið líkt og margar kynsystur hennar í þeim hormónarússíbana sem meðganga getur verið. „Ég fékk tvær aðal „kreifingar“. Kreifingar eru stórmál, ég reyndi einmitt að fá að nota orðið Kreifingur sem kaflaheiti í bókinni minni og kom því fyrir nefnd hjá Íslenskri orðabók, en þar var þvertekið fyrir það. Mér finnst orðin þörf eða sárþrá engan veginn ná yfir ástandið,“ segir hún og skellihlær duglega áður en hún heldur áfram: „Ég var sumsé með kreifing í fíkjur og svo ávexti. Við keyptum okkur hús þegar ég var ólétt og þar var fíkjutré í garðinum sem getur hafa spilað inn í. Svo var ég dálítið að vakna á nóttunni og varð að fá kornflex með mjólk. Auk þess hafði ég aldrei verið hrifin af smjöri eða rjóma, en varð sólgin í það og er enn. Þessar kreifingar eru ekkert kjaftæði, þetta er líkaminn okkar að kalla á það sem vantar. Það verður að taka mark á þeim.“ Anita sver af sér að hafa alla tíð verið svona meðvituð um meinhollt mataræðið. „Nei, eiginlega ekki. Það var ekki fyrr en ég kláraði leiklistarskólann og fór að vinna langa daga á settum. Þá erum við yfirleitt í tólf klukkustunda tökum og vissara er að vera agaður varðandi það sem þú borðar. Ég tamdi mér því nokkuð snemma að borða oft og lítið, enda þarf ég að hafa sterkan haus og jafna orku og úthald þarna. Svo ég tali ekki um útlitið. Þetta helst allt í hendur. Ég er þannig meðvituð vegna þess að ég virkilega þarf þess. Meðan ég var ófrísk fann ég allan tímann fyrir mikilli þreytu og þá hjálpaði næringin mér gríðarlega og sjálfri líður mér hvergi betur en á setti svo það er býsna rökrétt að huga að þessu,“ svarar hún sannfærandi. Spurð hvort hún hyggist leggja fyrir sig frekari bókaskrif segir hún, fullkomlega samkvæm sjálfri sér, að hún viti ekkert um það enda sé rauður þráður í hennar lífi „að um leið og eitthvað er ákveðið gerist einfaldlega eitthvað allt annað.“ Tengdar fréttir Aníta Briem með endurkomu í Hollywood Nýjasta Hollywood-mynd Anítu Briem er tilbúin en það er fyrsta stóra myndin sem hún leikur í eftir barnsburð. 31. mars 2016 14:07 Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Leikkonan Anita Briem datt óvart inn á leiksviðið níu ára gömul og hefur leiklistarbakterían haldið henni í heljargreipum síðan. Þrátt fyrir að hafa aðeins átta ára lýst því yfir að hún ætlaði sér ekki að feta í fótspor foreldra sinna, tónlistarfólksins Ernu Þórarinsdóttur og Gunnlaugs Briem, og verða listamaður. Í slíku umhverfi, þar sem óöryggið og óvissan var alltumlykjandi ætlaði hún ekki að ala upp sín börn. Hún er ein þekktasta leikkona okkar Íslendinga á erlendri grund og unir sér vel í Los Angeles þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum Constantine Paraskevopoulos, og tveggja ára gamalli dóttur þeirra hjóna, Míu. Nýverið venti hún kvæði sínu í kross, er hún sendi frá sér sína fyrstu bók.Hollywood aldrei draumurinn Anita hlær þegar hún er spurð hvort þetta sé vegur sem hún hafi alltaf ætlað sér að feta. „Nei. Ég ætlaði aldrei að verða leikkona, hvað þá Hollywood-leikkona. Amma mín, sem var ekki vön að ota sér og sínum skoðunum að neinum, hringdi heim einn daginn og sagði að ég yrði að fara í prufu fyrir Ídu í uppsetningu á Emil í Kattholti. Auglýsinguna hafði hún séð í blaði og þetta yrði ég að gera. Þá var ég níu ára og hafði aldrei leikið áður utan þess að setja upp misleiðinlega leikþætti heima fyrir mömmu og pabba.“ Úr varð að Anita dróst inn á fjalir Þjóðleikhússins og ílengdist þar þangað til hún var sextán ára. „Ég barðist samt mikið á móti því að verða leikkona. Ég vissi hvað þetta var ruglaður lífsstíll. Mamma og pabbi voru bæði listamenn. Það var ekkert auðvelt, óreglulegur tími á öllu, launin óregluleg líka og erfitt fyrir börn að vera í svona óvissu og öryggi. Mér fannst þetta auðvitað líka æði. Að fá að fara með í Hemma Gunn þegar þau voru að spila þar og vera með í stúdíóinu þar til klukkan fjögur um nótt var spennandi. En á sama tíma fann ég óöryggið. Þegar ég var átta ára lýsti ég því yfir að ég ætlaði sko ekki að ala mín börn upp í svona umhverfi,“ segir hún kímin. „En þegar ég var sextán ára að leika í Óskastjörnunni með Elvu Ósk og Gunnari Eyjólfs rann þetta upp fyrir mér. Ég varð að vera hreinskilin við mig um hvort ég ætlaði að gera þetta eða ekki. Og ég valdi þennan lífsstíl, en ekki af kæruleysi og ákvað strax að læra erlendis. Ekki til að verða stórstjarna í útlöndum, heldur til að læra tungumálið og sýna sjálfri mér að ég gæti þetta.“Uppleiðin hröðÚr varð að Anita fluttist til London og settist á skólabekk í Royal Academy of Dramatic Art. „Mér fannst Reykjavík rosalega lítil borg. Ég fékk innilokunarkennd. Allir vissu alltaf hvað þú varst að gera og maður endalaust opinn fyrir krítík. Ég hljóma eflaust paranojuð en ég er mjög prívat manneskja.“ Anita fann sig vel í London. Hún taldi næsta víst að þar myndi hún skjóta rótum. „Ég fór strax að vinna eftir útskrift, þetta fór mjög vel í gang hjá mér. Ég hafði unnið virkilega mikið í að ná hreimnum og talaði breskuna alveg þannig að ég gat þóst vera innfædd. Svo gerist það fyrir slysni að ég er boðuð í prufu fyrir bandarískan sjónvarpsþátt og flýg yfir. Út frá henni spratt önnur prufa og þaðan önnur. Íbúðin mín í London endaði svo á að standa tóm í ár,“ segir hún og hlær innilega. „Kaflaskiptin urðu svo þegar ég fékk hlutverkið í myndinni The Journey to the Center of the Earth. Það var stórt stökk og raunveruleikinn varð öðruvísi eftir þá mynd. Þetta var rosalega stórt batterí í kringum það dæmi. Maður verður ringlaður fyrst og mér fannst ég ein. Ég hefði viljað hafa einhvern mentor með mér, sérstaklega þar sem engu af þessu fólki er annt um þína velferð. Maður áttar sig einmitt ekki á því strax, þar sem þetta fólk er mjög upptekið af að segja þér að því sé umhugað um þig. Nú veit ég hins vegar betur en það var mjög erfitt að átta sig ekki á því fyrst. Svo fer maður í að finna jafnvægið á milli þess að treysta og vera á varðbergi. Það er ekki hægt að vantreysta öllum endalaust. Mig langar ekki að lifa svoleiðis lífi. Ég vinn með þennan jafnvægispunkt á hverjum einasta degi.“Falin bumba fram á lokasprettinnBaráttan um hlutverkin er ansi hörð í Hollywood og má lítið gefa eftir. Þegar Anita varð barnshafandi tók við dálítill feluleikur. „Hún er mitt fyrsta barn, svo mér tókst að fela óléttuna þar til ég var komin sex og hálfan eða sjö mánuði á leið. Ég fór á alla fundina en passaði mig á að vera í stórum peysum. Maður er ekkert að tilkynna þetta neinum fyrr en þetta er farið að sjást almennilega,“ útskýrir hún og bendir á að ástæðan sé nokkuð einföld. „Vinkona mín er leikkona í New York og var komin fjóra mánuði á leið þegar hún landaði stóru verkefni í bíómynd. Um leið og þeir komust að því að hún væri barnshafandi var hún dregin út úr verkefninu. Samt hefði það aldrei skipt máli, því ekkert var farið að sjást á henni og hefði aldrei komið að sök.“ Á hvaða forsendum er henni þá sagt upp, spyr blaðamaður og svarar Anita sposk á svip: „Já, það er nú það. Þetta er sennilega löglegt en ekki siðferðislega rétt. Ég var meðvituð um þetta. Fólk er ofboðslega dómhart varðandi konur og aldur þeirra. Partur af mér hugsaði að aðrir myndu tala um að fyrst ég væri orðin mamma þá væri ég orðin gömul – á Hollywood-mælikvarða. En svo í enda dags þá er þetta allt spurning um að standa með sjálfri sér. Þetta fer á sinn veg.“Átta daga fæðingarorlofAnita segir aðstæðurnar þannig óvenjulegar fyrir nýbakaðar mæður. Sjálf hafi hún snúið aftur til starfa aðeins átta dögum eftir fæðingu dótturinnar, sem fæddist í byrjun árs 2014. „Þá fór ég á fyrsta fundinn minn. Þau komu með mér og ég gaf henni í bílnum áður en ég stökk inn á fund. Stökk svo strax út að honum loknum og gaf aftur. Þetta var mikil samvinna fjölskyldunnar. Ég hefði alveg getað verið frá í fjóra mánuði en þá er ég bara ekki að vinna og þar með hægist á öllu, sem er erfitt þegar svo mikil orka og fjárfesting felst í samböndum sem maður hefur verið að þróa lengi við kvikmyndagerðarmenn og framleiðendur. Að vera í sjónlínunni skiptir miklu máli. Ef maður hverfur í of langan tíma, hefur það áhrif. Ég er bara það sem ég legg í þetta. Ég vinn og skapa, en ef ég stoppa, þá stoppar allt.“ Anita segist geta lagt samnefnara hlutverka Hollywood-leikkonunnar og nýbökuðu móðurinnar að jöfnu við maraþonhlaup. „Ansi oft hef ég sett hana í rúmið og heill dagur liðinn, stútfullur af verkefnum og mig langar bara að skríða upp í rúm. Horfa kannski aðeins á sjónvarpið. En þarf þess í stað að gíra mig upp, skella mér í glansgallann, greiða hárið nánast hálfvælandi yfir að þurfa að fara í partí eða á einhvern viðburð. Svona er þetta líf, bransinn er alltaf í gangi,“ útskýrir hún og skýtur að: „Á móti fær maður samt alls konar hlunnindi og tækifæri til að lenda í ýmsum aðstæðum. Ef ég mætti ráða, þá væri ég bara í vinnunni að skapa, á setti. Sleppa þessari hliðarvinnu sem partístandið er.“Með reynslu kemur dýptBlessunarlega stóð Anita ekki frammi fyrir því sem hún óttaðist einna helst í kjölfar meðgöngunnar og svo margar kynsystur hennar hafa upplifað; að hlutverkum fækkaði í kjölfar mömmu-titilsins. „Ég er að fá breytt hlutverk, en ekkert sérstaklega vegna þess að ég er mamma. Sú hræðsla var ekki raunveruleg fyrir mig. Hlutverkin þróast og breytast eftir því sem maður eldist. Ég er auðvitað í allt öðrum hlutverkum núna en þegar ég var 21 árs. Það er alltaf verið að skoða mann og horfa, ekki beint dæma, en rannsaka. Passar þessi í þennan heim, hvað gefur hún þessu hlutverki, hvaða element hefur hún til að færa þessu hlutverki. Þess vegna er maður mikið að hugsa: Hvað er ég sem manneskja?“ útskýrir hún alvarleg. „Það að verða móðir gefur mér ákveðna reynslu sem þýðir að ég hef úr öðru að byggja en áður. Þannig er ákveðin kaldhæðni innan bransans, að eftir því sem leikkonur eldast verða þær betri og dýpri, hafa meira að gefa og segja. En á sama tíma verða færri hlutverk í boði fyrir þær. Það er staðreynd. Og ekki er sami standard fyrir konur og karla í Hollywood. Sannleikurinn er sá að fólk heldur, eða því finnst, karlmenn meira sexý þegar þeir eldast en konur. Ef við horfum bara á myndina Journey to The Center of The Earth þar sem ég var 24 ára gömul og lék á móti Brendan Fraiser, þá fertugum. Það þótti bara normalt samband. En ef þetta hefði verið á hinn veginn, hefði sagan verið perrasaga. Það er ruglað. Við erum of samdauna því sem við sjáum á skjánum.“Aníta er alsæl með að geta boðið öðrum verðandi mæðrum launsina sem hana vantaði á sínum tíma. Vísir/Ernir Það er víst pláss fyrir eldri konur„Þetta fer í taugarnar á manni en ég veit svo sem ekki hversu mikið maður á að pirra sig á þessu. Það eina sem hægt er að gera er að leggja sitt af mörkum við að þróa aðstæður. Koma með sögur sem fjalla meira um konur, en rosalega mikið af handritunum er skrifað af körlum, eldri körlum. Það er vel hægt að styðja við kvikmyndagerðarkonur. Þegar þær eru komnar eða orðnar fleiri, verða fleiri sögur með dýpt í kvenmönnunum og þar af leiðandi opnast pláss fyrir eldri konur í kvikmyndum. En ég sé reyndar nýja kynslóð sjónvarpsefnis á Netflix, Amazon og þessum nýju stöðvum sem eru að koma í staðinn fyrir þessar hefðbundnu sjónvarpsstöðvar, að þar er að eiga sér stað breyting í efninu. Einhver jákvæð þróun sem birtist til dæmis í House of Cards og Narcos. Þar eru alvöru karakterar með mikilli áferð. Mér finnst nú þegar fólk farið að venjast því. Ef maður ber saman Melrose Place og það sem er að gerast núna, sér maður þetta. Þetta er spennandi þróun fyrir mig og margar í þessum bransa. Það gefur okkur von um að hlutverk kvenna fari að breikka og dýpka. Maður sér að þarna eru öðruvísi kvenrullur í boði, allt öðruvísi sögur á skjáum fólks en var fyrir tíu árum.“Svefninn hreinn lúxusAnita segir svefnleysið í raun það erfiðasta við móðurhlutverkið að hennar mati og fái hún því kærkomna hvíld um þessar mundir á meðan á dvöl hennar hér á landi stendur. „Eftir að hafa ekki náð fleiri en þremur klukkustundum í samhangandi svefn í tvö ár var eðlilega það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég kom inn á hótelherbergið mitt hérna: Ókei, ég ætla að sofa í sjö klukkutíma, samfleytt,“ segir hún og enn rennur á hana bráðsmitandi bros. Hún segist alsæl með að vera á landinu ein síns liðs. „Það er svo erfitt fyrir mig að að finna tíma til að gera eitthvað svona. Maður getur ekki verið lengur frá vinnu en í mesta lagi viku. Jólin eru einna helst sá tími sem bransinn sammælist um að taka fimm til sjö daga frí. En ef þú ert að fara í frí er það bara á þinn kostnað og getur haft sín áhrif.“ Anita gengst hæglega við getgátu blaðamanns um að hún sé alltaf í vinnunni. „ Já, eiginlega. Maður þarf að passa sig og reyna að taka tíma bara fyrir sig. En það er svolítið erfitt, sérstaklega í Los Angeles. Öll borgin er undirlögð kvikmyndaiðnaðinum. Ég er ekki nógu dugleg við að gefa mér þennan tíma. Bara það að vera hérna á Íslandi núna gerir það að verkum að ég finn hvernig súrefnið smýgur inn í frumurnar aftur.“ Anita segist þannig himinlifandi með að hafa náð að búa sér til afsökun fyrir Íslandsdvölinni og lætur næstum eins og hún sé ekki í vinnunni, sem hún er svo sannarlega. Á dögunum sendu þær Sólveig Eiríksdóttir frá sér bókina Mömmubitar, sem þær eru er að ýta úr vör um þessar mundir.Fullt starf að borða „Mig langaði að gera bók, sem er fersk, létt og skemmtileg. Mér fannst vanta svoleiðis. Það er nóg til af alls konar fræðingum á netinu þar sem alltaf er verið að hamra á því hvað allt sé hræðilegt og hvaða skelfilegu hlutir geti gerst. Allt er hættulegt. Mér fannst bara erfitt að borða og hugsa svona rosalega mikið um hvað ég átti að vera að borða yfir daginn til að ná öllum næringarefnunum. Og þá ekki síst, hvað ég gæti borðað án þess að verða óglatt. Fyrir mér var þetta orðið fullt starf, ég eyddi öllum tímanum mínum í þetta. Ímyndunaraflið datt bókstaflega úr mér, fór í frí,“ segir Anita sem sat ekki með hendur í skauti heldur sá gat í markaði og þéttri tímatöflu. „En mér fannst þetta svo erfitt og ég þurfti mikið að hafa fyrir að finna út úr þessu. Ég er enginn harðstjóri með það sem ég set ofan í mig, mér finnst þetta bara allt snúast um fjölbreytni. Þannig er ég viss um að ég sé að fá nóg af mismunandi næringarefnum. Og þegar upp var staðið hafði ég bara heilmikið að gefa. Lausnir sem eru þess virði að setja í bók og til þess fallnar að hjálpa öðrum verðandi mæðrum. Þessi hugmynd kom bara til mín, ég hafði ekkert hugsað mér að gefa út bók. Auk þess sem ég þekkti Sollu ekki neitt, en fannst samt engin önnur koma til greina. Ég hef alltaf verið einlægur aðdáandi hennar og eldað mikið eftir uppskriftunum hennar á netinu. Mundi að pabbi hafði einhvern tíma hitt hana svo ég fékk hann til að senda henni póst og svo fór þetta að rúlla, tölvupóstur á milli og svo stukkum við í símann,“ segir hún uppveðruð.„Kreifingar“eru stórmál„Við vorum mikið í að finna lausnir fyrir konur með rosalega stórar bumbur þar sem barnið hefur ýtt maganum lengst út í horn svo hann verður pínulítill og þær geta eiginlega ekkert borðað. Samt sársvangar. Það var mikið vandamál fyrir mig. Solla kom þá með töfralausnina, sérlegar næringarmúffur,“ segir Anita og blaðamaður spyr hvort hún hafi þó ekki villst af leið líkt og margar kynsystur hennar í þeim hormónarússíbana sem meðganga getur verið. „Ég fékk tvær aðal „kreifingar“. Kreifingar eru stórmál, ég reyndi einmitt að fá að nota orðið Kreifingur sem kaflaheiti í bókinni minni og kom því fyrir nefnd hjá Íslenskri orðabók, en þar var þvertekið fyrir það. Mér finnst orðin þörf eða sárþrá engan veginn ná yfir ástandið,“ segir hún og skellihlær duglega áður en hún heldur áfram: „Ég var sumsé með kreifing í fíkjur og svo ávexti. Við keyptum okkur hús þegar ég var ólétt og þar var fíkjutré í garðinum sem getur hafa spilað inn í. Svo var ég dálítið að vakna á nóttunni og varð að fá kornflex með mjólk. Auk þess hafði ég aldrei verið hrifin af smjöri eða rjóma, en varð sólgin í það og er enn. Þessar kreifingar eru ekkert kjaftæði, þetta er líkaminn okkar að kalla á það sem vantar. Það verður að taka mark á þeim.“ Anita sver af sér að hafa alla tíð verið svona meðvituð um meinhollt mataræðið. „Nei, eiginlega ekki. Það var ekki fyrr en ég kláraði leiklistarskólann og fór að vinna langa daga á settum. Þá erum við yfirleitt í tólf klukkustunda tökum og vissara er að vera agaður varðandi það sem þú borðar. Ég tamdi mér því nokkuð snemma að borða oft og lítið, enda þarf ég að hafa sterkan haus og jafna orku og úthald þarna. Svo ég tali ekki um útlitið. Þetta helst allt í hendur. Ég er þannig meðvituð vegna þess að ég virkilega þarf þess. Meðan ég var ófrísk fann ég allan tímann fyrir mikilli þreytu og þá hjálpaði næringin mér gríðarlega og sjálfri líður mér hvergi betur en á setti svo það er býsna rökrétt að huga að þessu,“ svarar hún sannfærandi. Spurð hvort hún hyggist leggja fyrir sig frekari bókaskrif segir hún, fullkomlega samkvæm sjálfri sér, að hún viti ekkert um það enda sé rauður þráður í hennar lífi „að um leið og eitthvað er ákveðið gerist einfaldlega eitthvað allt annað.“
Tengdar fréttir Aníta Briem með endurkomu í Hollywood Nýjasta Hollywood-mynd Anítu Briem er tilbúin en það er fyrsta stóra myndin sem hún leikur í eftir barnsburð. 31. mars 2016 14:07 Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Aníta Briem með endurkomu í Hollywood Nýjasta Hollywood-mynd Anítu Briem er tilbúin en það er fyrsta stóra myndin sem hún leikur í eftir barnsburð. 31. mars 2016 14:07