Körfubolti

Haukur Helgi framlengir hjá Njarðvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi Pálsson verður áfram grænn á næsta tímabili.
Haukur Helgi Pálsson verður áfram grænn á næsta tímabili. vísir/anton
Haukur Helgi Pálsson mun spila við Njarðvík á næstu leiktíð, en þetta staðfesti fésbókarsíða körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur nú í kvöld. Í sömu frétt var einnig staðfest að Stefan Bonneau myndi leika áfram með félaginu.

Haukur var valinn besti leikmaður Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð, en hann gekk í raðir Njarðvík í október á síðasta ári.

Það er þó klásúla í samningi Hauks helga að ef ákjósanlegt tilboð berst frá erlendu félagi þá megi hann yfirgefa félagið.

Bonneau missti af nánast allri leiktíðinni vegna meiðsla.

„Haukur Helgi var mjög góður á síðasta tímabil þó svo ýmislegt hafi gengið á. Haukur hafði t.a.m. aldrei áður spilað í efstu deild á Íslandi. Ég hins vegar tel að Haukur muni vera enn betri fyrir Njarðvíkinga á næsta tímabili,” sagði Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í kvöld.

„Nú þekkir hann deildina betur og veit að hverju hann gengur. Okkur er að takast að halda kjarnanum í liðinu áfram og vonandi tekst okkur að landa 1-2 góðum leikmönnum til viðbótar.”

Stefan Bonneau sleit hásin, aftur, á síðasta tímabili, en hann verður einnig áfram í herbúðum Njarðvíkur.

„Nú vantar okkur miðherjann í liðið en ljóst er að leikstjórnandinn Stefan Bonneau verður orðinn leikfær aftur í haust eða u.þ.b. sem alvaran hefst. Ef lokataflið heppnast vel hjá okkur, þá verðum við með lið sem á erindi meðal þeirra allra bestu á Íslandi,” sagði Gunnar að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×