Innlent

Útboð vegna listaskóla

Sæunn Gísladóttir skrifar
Menntamálaráðuneytið.
Menntamálaráðuneytið. VÍSIR/GVA
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir í dag eftir þátttakendum í auglýstu ferli um rekstur listframhaldsskóla á sviði tónlistar. Miðað er við að skólastarf hefjist á skólaárinu 2016 til 2017.

Það eru Ríkiskaup sem óska eftir aðilum til þátttöku í ferlinu fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Ekki verður um formlegt útboð að ræða heldur opið ferli samkvæmt lögum um opinber innkaup. Skólanum er ætlað að bjóða upp á framhaldsskólanám með áherslu á hljóðfæraleik og söng samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla, þannig að nemendur geti lokið stúdentsprófi.

Gert er ráð fyrir að þeir sem taki þátt í þessu ferli, hafi að lágmarki tíu ára reynslu við rekstur tónlistarskóla.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×