Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 41-42 | Mosfellskur sigur í háspennuleik Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 14. maí 2016 19:15 Janus Daði Smárason sækir í gegnum vörn Aftureldingar. vísir/ernir Afturelding er aðeins einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í sögu félagsins eftir sigur á Haukum, 41-42, í tvíframlengdum leik í Schenker-höllinni í dag. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, afar sveiflukenndur og bauð hreinlega upp á allt sem einn handboltaleikur getur boðið upp á. Gunnar Þórsson skoraði sigurmark Aftureldingar þegar hann fór inn úr vinstra horninu þegar um 20 sekúndur voru eftir af seinni framlengingunni. Haukar fengu tækifæri til að jafna en Davíð Svansson varði skot Janusar Daða Smárasonar. Mosfellingar fögnuðu vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn en vinni þeir fjórða leik liðanna á mánudaginn verða þeir Íslandsmeistarar. Fyrri hálfleikurinn var afar sveiflukenndur. Mosfellingar byrjuðu mun betur og skoruðu að vild fyrstu mínúturnar gegn slakri vörn Hauka. Afturelding komst í tvígang fjórum mörkum yfir en í stöðunni 6-10 breyttist leikurinn. Haukar fóru loks að stoppa í vörninni - voru með eina löglega stöðvun fyrstu 15 mínútur fyrri hálfleiks en sjö síðustu 15 mínúturnar samkvæmt HBStatz - og Giedrius Morkunas fór að verja í markinu. Að sama skapi datt markvarslan niður hjá gestunum. Davíð Svansson varði sex skot á fyrstu 13 mínútum fyrri hálfleiks en svo ekki söguna meir. Haukar voru eldsnöggir að jafna metin í 10-10 og þeir náðu svo í tvígang tveggja marka forystu. Það kom betri taktur í sóknarleikinn sem var vel stjórnað af Janusi Daða Smárasyni. Selfyssingurinn skoraði ekki mark í fyrri hálfleik en spilaði félaga sína vel uppi. Adam Haukur Baumruk hrökk líka í gang svo um munaði. Skyttan öfluga klúðraði fimm af fyrstu sex skotum sínum en eftir að hann stillti miðið héldu honum engin bönd. Adam skoraði alls 15 mörk í leiknum og sló 24 ára gamalt markamet Sigurðar Sveinssonar í lokaúrslitum. Afturelding skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks en staðan að honum loknum var jöfn, 14-14. Mosfellingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og voru með frumkvæðið framan af honum. Afturelding náði þó aldrei afgerandi forskoti og Haukarnir unnu sig aftur inn í leikinn. Sóknarleikurinn var frábær með Adam fremstan í flokki og vörnin hrökk í gírinn. Haukar voru með helmingi fleiri löglegar stöðvanir í leiknum (32-16) og Mosfellingar þurftu, að manni fannst, að hafa meira fyrir mörkunum en heimamenn. Markvarslan var lítil sem engin í seinni hálfleik og þá gekk 5-1 vörn Aftureldingar engan veginn upp en Haukar tættu hana í sig hvað eftir annað í sig. Haukar náði tveggja marka forskoti, 30-28, og virtust á góðri leið með sigla sigrinum í örugga höfn. En Íslandsmeistararnir spiluðu rassinn úr buxunum á lokamínútunni og klúðruðu sínum málum. Kristinn Bjarkason minnkaði muninn í 30-29 og Þrándur Gíslason jafnaði svo metin á lokasekúndunum og tryggði gestunum framlengingu. Í fyrri framlengingunni voru Mosfellingar komnir í góða stöðu, ekki síst fyrir tilstuðlan Birkis Benediktssonar sem skoraði þrjú mörk og gaf stoðsendingu á skömmum tíma. Birkir kom Aftureldingu í 33-35 en Haukar svöruðu með þremur mörkum í röð og staðan skyndilega orðin 36-35. Gestirnir áttu hins vegar síðasta orðið í fyrri framlengingunni þegar Pétur Júníusson jafnaði metin í 36-36. Mosfellingar voru skrefinu á undan í seinni framlengingunni þar sem Haukar komust aldrei yfir. Adam þurfti að fara af velli með krampa en kom aftur inn undir lokin. Miklu munaði um að Davíð tók mikilvæga bolta í marki Aftureldingar á meðan Giedrius var ískaldur í Haukamarkinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, beið fram í seinni hálfleik seinni framlengingarinnar með að setja Grétar Ara Guðjónsson í markið, sem voru mistök eftir á að hyggja. Haukar náðu í tvígang að jafna metin áður en Gunnar skoraði sigurmarkið eins og áður sagði. Lokatölur 41-42, Aftureldingu í vil. Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur í liði gestanna með átta mörk en Mikk Pinnonen kom næstur með sex mörk. Eistinn snjalli gaf einnig 11 stoðsendingar. Birkir skilaði fimm mörkum, líkt og Gunnar og Guðni Már Kristinsson og línumennirnir Pétur og Þrándur skoruðu samtals sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Adam var langmarkahæstur í liði Hauka, og á vellinum, með 15 mörk en drengurinn var einfaldlega stórkostlegur í leiknum. Hákon Daði Styrmisson skoraði átta mörk, þar af sex í fyrri hálfleik, og Jón Þorbjörn Jóhannsson gerði sjö mörk úr aðeins átta skotum. Skotin gengu misvel hjá Janusi en hann skoraði samt fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar.Einar Andri: Leikurinn var eiginlega tapaður „Þessi fer á topp þrjú. Við vorum í svakalegum leikjum í úrslitakeppninni í fyrra en þetta var stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða,“ sagði alsæll Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn ótrúlega á Haukum í dag. Leikurinn var mögnuð skemmtun og ótrúlega sveiflukenndur. En hvað skilaði sigrinum að lokum að mati Einars Andra? „Það eru frasar sem maður grípur í, við sýndum hjarta og hungur sem skilaði þessu. Leikurinn var eiginlega tapaður undir lok venjulegs leiktíma en menn hafa farið áður í gegnum þetta, að ná upp forystu, og við trúðum að við gætum gert það,“ sagði þjálfarinn. Afturelding var í miklum vandræðum með Adam Hauk Baumruk sem skoraði 15 mörk í leiknum. „Við þurfum að fara vel yfir þetta. Hann fór illa með okkur og var frábær. Við viljum halda okkar áherslum í vörninni og breyttum aðeins í leiknum en það gekk ekki vel,“ sagði Einar Andri sem var mjög ánægður með sóknarleik Mosfellinga í dag. „Hann var stórkostlegur, bæði á móti 6-0 vörn og þegar þeir tóku Mikk [Pinnonen] úr umferð.“ Afturelding getur tryggt Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í sögu félagsins með sigri í fjórða leiknum gegn Haukum á mánudaginn. Þrátt fyrir tvær framlengingar í dag segir Einar Andri að hans menn eigi nóg eftir fyrir fjórða leikinn. „Við erum búnir að æfa frábærlega í allan vetur og alveg frá því við töpuðum þriðja leiknum á móti Haukum í úrslitunum í fyrra. Við eigum nóg af mönnum,“ sagði Einar Andri að endingu.Gunnar: Erum hvergi nærri hættir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að sínir menn hefðu gefið allt sem þeir áttu í leikinn gegn Aftureldingu í dag. „Þeir gáfu sig alla í þetta en þetta féll ekki okkar megin. Við vorum klaufar að klára þetta ekki í venjulegum leiktíma,“ sagði Gunnar en Haukar leiddu með tveimur mörkum, 30-28, þegar um mínúta var til leiksloka. „Að sama skapi fáum við dæmda á okkur línu í dauðafæri hérna undir lokin. Því miður féll þetta ekki okkar megin.“ Giedrius Morkunas náði sér ekki á strik í marki Hauka en samt beið Gunnar þangað til í seinni hálfleik seinni framlengingar með að setja Grétar Ara Guðjónsson í markið. Voru það mistök eftir á að hyggja? „Ég var að pæla í því allan leikinn en alltaf þegar ég var að því kominn að setja Grétar inn á varði Goggi. Það er erfitt að segja, ég þarf að skoða leikinn aftur til að meta það,“ sagði Gunnar sem var ánægður með margt í leik sinna manna í dag. „Bæði lið spiluðu vel og þetta var frábær handbolti. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var. Við getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki klárað þetta,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við erum hvergi nærri hættir, spýtum bara í lófana, söfnum orku og komum aftur.“Gunnar Malmquist: Ekkert stress í færinu Gunnar Malmquist Þórsson skoraði sigurmark Aftureldingar þegar skammt var til leiksloka gegn Haukum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvað Akureyringurinn var að hugsa þegar hann fór inn úr horninu á lokasekúndunum. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á lýsa þessu. Þetta var allt mjög rólegt, fannst mér. Það var ekkert stress og hjartslátturinn fyrir neðan 60,“ sagði Gunnar. „Ég beið eftir Grétari [Ara Guðjónssyni] og hvað hann myndi gera og setti hann svo.“ Afturelding var í erfiðri stöðu undir lok venjulegs leiktíma en náði að tryggja sér framlengingu með ótrúlegum endaspretti. „Við áttum lokaorðið sem gaf okkur byr undir báða vængi í báðum framlengingunum. Það var mjög mikilvægt og það gæti verið að það hafi skilað okkur sigri í dag. „Þetta var hrikalega erfiður leikur, í 80 mínútur á móti svona erfiðu liði,“ sagði Gunnar sem hrósaði liðsfélaga sínum, Birki Benediktssyni, sem átti frábæra innkomu í fyrri framlenginguna. „Birkir var frábær í þessum leik, þvílíkt flottur strákur,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Afturelding er aðeins einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í sögu félagsins eftir sigur á Haukum, 41-42, í tvíframlengdum leik í Schenker-höllinni í dag. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, afar sveiflukenndur og bauð hreinlega upp á allt sem einn handboltaleikur getur boðið upp á. Gunnar Þórsson skoraði sigurmark Aftureldingar þegar hann fór inn úr vinstra horninu þegar um 20 sekúndur voru eftir af seinni framlengingunni. Haukar fengu tækifæri til að jafna en Davíð Svansson varði skot Janusar Daða Smárasonar. Mosfellingar fögnuðu vel og innilega eftir að sigurinn var í höfn en vinni þeir fjórða leik liðanna á mánudaginn verða þeir Íslandsmeistarar. Fyrri hálfleikurinn var afar sveiflukenndur. Mosfellingar byrjuðu mun betur og skoruðu að vild fyrstu mínúturnar gegn slakri vörn Hauka. Afturelding komst í tvígang fjórum mörkum yfir en í stöðunni 6-10 breyttist leikurinn. Haukar fóru loks að stoppa í vörninni - voru með eina löglega stöðvun fyrstu 15 mínútur fyrri hálfleiks en sjö síðustu 15 mínúturnar samkvæmt HBStatz - og Giedrius Morkunas fór að verja í markinu. Að sama skapi datt markvarslan niður hjá gestunum. Davíð Svansson varði sex skot á fyrstu 13 mínútum fyrri hálfleiks en svo ekki söguna meir. Haukar voru eldsnöggir að jafna metin í 10-10 og þeir náðu svo í tvígang tveggja marka forystu. Það kom betri taktur í sóknarleikinn sem var vel stjórnað af Janusi Daða Smárasyni. Selfyssingurinn skoraði ekki mark í fyrri hálfleik en spilaði félaga sína vel uppi. Adam Haukur Baumruk hrökk líka í gang svo um munaði. Skyttan öfluga klúðraði fimm af fyrstu sex skotum sínum en eftir að hann stillti miðið héldu honum engin bönd. Adam skoraði alls 15 mörk í leiknum og sló 24 ára gamalt markamet Sigurðar Sveinssonar í lokaúrslitum. Afturelding skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks en staðan að honum loknum var jöfn, 14-14. Mosfellingar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og voru með frumkvæðið framan af honum. Afturelding náði þó aldrei afgerandi forskoti og Haukarnir unnu sig aftur inn í leikinn. Sóknarleikurinn var frábær með Adam fremstan í flokki og vörnin hrökk í gírinn. Haukar voru með helmingi fleiri löglegar stöðvanir í leiknum (32-16) og Mosfellingar þurftu, að manni fannst, að hafa meira fyrir mörkunum en heimamenn. Markvarslan var lítil sem engin í seinni hálfleik og þá gekk 5-1 vörn Aftureldingar engan veginn upp en Haukar tættu hana í sig hvað eftir annað í sig. Haukar náði tveggja marka forskoti, 30-28, og virtust á góðri leið með sigla sigrinum í örugga höfn. En Íslandsmeistararnir spiluðu rassinn úr buxunum á lokamínútunni og klúðruðu sínum málum. Kristinn Bjarkason minnkaði muninn í 30-29 og Þrándur Gíslason jafnaði svo metin á lokasekúndunum og tryggði gestunum framlengingu. Í fyrri framlengingunni voru Mosfellingar komnir í góða stöðu, ekki síst fyrir tilstuðlan Birkis Benediktssonar sem skoraði þrjú mörk og gaf stoðsendingu á skömmum tíma. Birkir kom Aftureldingu í 33-35 en Haukar svöruðu með þremur mörkum í röð og staðan skyndilega orðin 36-35. Gestirnir áttu hins vegar síðasta orðið í fyrri framlengingunni þegar Pétur Júníusson jafnaði metin í 36-36. Mosfellingar voru skrefinu á undan í seinni framlengingunni þar sem Haukar komust aldrei yfir. Adam þurfti að fara af velli með krampa en kom aftur inn undir lokin. Miklu munaði um að Davíð tók mikilvæga bolta í marki Aftureldingar á meðan Giedrius var ískaldur í Haukamarkinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, beið fram í seinni hálfleik seinni framlengingarinnar með að setja Grétar Ara Guðjónsson í markið, sem voru mistök eftir á að hyggja. Haukar náðu í tvígang að jafna metin áður en Gunnar skoraði sigurmarkið eins og áður sagði. Lokatölur 41-42, Aftureldingu í vil. Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur í liði gestanna með átta mörk en Mikk Pinnonen kom næstur með sex mörk. Eistinn snjalli gaf einnig 11 stoðsendingar. Birkir skilaði fimm mörkum, líkt og Gunnar og Guðni Már Kristinsson og línumennirnir Pétur og Þrándur skoruðu samtals sjö mörk úr jafnmörgum skotum. Adam var langmarkahæstur í liði Hauka, og á vellinum, með 15 mörk en drengurinn var einfaldlega stórkostlegur í leiknum. Hákon Daði Styrmisson skoraði átta mörk, þar af sex í fyrri hálfleik, og Jón Þorbjörn Jóhannsson gerði sjö mörk úr aðeins átta skotum. Skotin gengu misvel hjá Janusi en hann skoraði samt fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar.Einar Andri: Leikurinn var eiginlega tapaður „Þessi fer á topp þrjú. Við vorum í svakalegum leikjum í úrslitakeppninni í fyrra en þetta var stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða,“ sagði alsæll Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn ótrúlega á Haukum í dag. Leikurinn var mögnuð skemmtun og ótrúlega sveiflukenndur. En hvað skilaði sigrinum að lokum að mati Einars Andra? „Það eru frasar sem maður grípur í, við sýndum hjarta og hungur sem skilaði þessu. Leikurinn var eiginlega tapaður undir lok venjulegs leiktíma en menn hafa farið áður í gegnum þetta, að ná upp forystu, og við trúðum að við gætum gert það,“ sagði þjálfarinn. Afturelding var í miklum vandræðum með Adam Hauk Baumruk sem skoraði 15 mörk í leiknum. „Við þurfum að fara vel yfir þetta. Hann fór illa með okkur og var frábær. Við viljum halda okkar áherslum í vörninni og breyttum aðeins í leiknum en það gekk ekki vel,“ sagði Einar Andri sem var mjög ánægður með sóknarleik Mosfellinga í dag. „Hann var stórkostlegur, bæði á móti 6-0 vörn og þegar þeir tóku Mikk [Pinnonen] úr umferð.“ Afturelding getur tryggt Íslandsmeistaratitilinn í annað sinn í sögu félagsins með sigri í fjórða leiknum gegn Haukum á mánudaginn. Þrátt fyrir tvær framlengingar í dag segir Einar Andri að hans menn eigi nóg eftir fyrir fjórða leikinn. „Við erum búnir að æfa frábærlega í allan vetur og alveg frá því við töpuðum þriðja leiknum á móti Haukum í úrslitunum í fyrra. Við eigum nóg af mönnum,“ sagði Einar Andri að endingu.Gunnar: Erum hvergi nærri hættir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, sagði að sínir menn hefðu gefið allt sem þeir áttu í leikinn gegn Aftureldingu í dag. „Þeir gáfu sig alla í þetta en þetta féll ekki okkar megin. Við vorum klaufar að klára þetta ekki í venjulegum leiktíma,“ sagði Gunnar en Haukar leiddu með tveimur mörkum, 30-28, þegar um mínúta var til leiksloka. „Að sama skapi fáum við dæmda á okkur línu í dauðafæri hérna undir lokin. Því miður féll þetta ekki okkar megin.“ Giedrius Morkunas náði sér ekki á strik í marki Hauka en samt beið Gunnar þangað til í seinni hálfleik seinni framlengingar með að setja Grétar Ara Guðjónsson í markið. Voru það mistök eftir á að hyggja? „Ég var að pæla í því allan leikinn en alltaf þegar ég var að því kominn að setja Grétar inn á varði Goggi. Það er erfitt að segja, ég þarf að skoða leikinn aftur til að meta það,“ sagði Gunnar sem var ánægður með margt í leik sinna manna í dag. „Bæði lið spiluðu vel og þetta var frábær handbolti. Sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var. Við getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki klárað þetta,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við erum hvergi nærri hættir, spýtum bara í lófana, söfnum orku og komum aftur.“Gunnar Malmquist: Ekkert stress í færinu Gunnar Malmquist Þórsson skoraði sigurmark Aftureldingar þegar skammt var til leiksloka gegn Haukum. Blaðamanni Vísis lék forvitni á að vita hvað Akureyringurinn var að hugsa þegar hann fór inn úr horninu á lokasekúndunum. „Ég veit ekki alveg hvernig ég á lýsa þessu. Þetta var allt mjög rólegt, fannst mér. Það var ekkert stress og hjartslátturinn fyrir neðan 60,“ sagði Gunnar. „Ég beið eftir Grétari [Ara Guðjónssyni] og hvað hann myndi gera og setti hann svo.“ Afturelding var í erfiðri stöðu undir lok venjulegs leiktíma en náði að tryggja sér framlengingu með ótrúlegum endaspretti. „Við áttum lokaorðið sem gaf okkur byr undir báða vængi í báðum framlengingunum. Það var mjög mikilvægt og það gæti verið að það hafi skilað okkur sigri í dag. „Þetta var hrikalega erfiður leikur, í 80 mínútur á móti svona erfiðu liði,“ sagði Gunnar sem hrósaði liðsfélaga sínum, Birki Benediktssyni, sem átti frábæra innkomu í fyrri framlenginguna. „Birkir var frábær í þessum leik, þvílíkt flottur strákur,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira