Slysið í Noregi snertir íslensku Gæsluþyrlurnar ekki Svavar Hávarðsson skrifar 3. júní 2016 07:00 TF-SYN er ein af Super Puma þyrlum Gæslunnar. vísir/Ernir „Málið hefur engin rekstrarleg áhrif á þyrlur Landhelgisgæslunnar og ekkert sem bendir til þess að svo muni verða“, segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri flugrekstrardeildar Landhelgisgæslunnar, en norskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi teldi gögn benda til að orsök þyrluslyssins í Hörðalandi 29. apríl hafi verið bilun í gírkassa. Eins og kunnugt er létust þrettán þegar Super Puma norska fyrirtækisins Statoil fórst við eyjuna Turøy ekki langt vestur af borginni Björgvin. Verið var að ferja starfsmenn fyrirtækisins af olíuborpöllum í Norðursjó þegar slysið varð og fljótlega var ljóst að um bilun í vélinni var að ræða – ekki mannleg mistök. Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. Hins vegar hafa norsk flugmálayfirvöld kyrrsett margar þyrlur vegna slyssins og Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, íhugar aðgerðir. Höskuldur segir að LHG fylgist náið með þessu máli, en rannsókn sé enn í fullum gangi á slysinu og ekki komin niðurstaða, aðeins getgátur um orsök slyssins. Landhelgisgæslan rekur Super Puma þyrlur af AS332L1 gerð sem eru ólíkar þeim sem bannið í Noregi tekur til. Spurður hvort flugvirkjar hafi skoðað þyrlur LHG sérstaklega með tilliti til kenninga Norðmanna um orsök slyssins, og hvort Gæslan sé í beinu sambandi við norsk yfirvöld segir Höskuldur: „Þar sem okkar vélar eru ólíkar þá er ekki ástæða til að skoða þær sérstaklega í tengslum við þetta slys. Við erum ekki í sambandi við norsku flugmálastjórnina. Við erum í góðu sambandi og samstarfi með Samgöngustofu og störfum í hvívetna eftir fyrirmælum frá EASA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Málið hefur engin rekstrarleg áhrif á þyrlur Landhelgisgæslunnar og ekkert sem bendir til þess að svo muni verða“, segir Höskuldur Ólafsson, tæknistjóri flugrekstrardeildar Landhelgisgæslunnar, en norskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi teldi gögn benda til að orsök þyrluslyssins í Hörðalandi 29. apríl hafi verið bilun í gírkassa. Eins og kunnugt er létust þrettán þegar Super Puma norska fyrirtækisins Statoil fórst við eyjuna Turøy ekki langt vestur af borginni Björgvin. Verið var að ferja starfsmenn fyrirtækisins af olíuborpöllum í Norðursjó þegar slysið varð og fljótlega var ljóst að um bilun í vélinni var að ræða – ekki mannleg mistök. Þrjár af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar eru Super Pumur – en af annarri gerð en sú sem fórst. Hins vegar hafa norsk flugmálayfirvöld kyrrsett margar þyrlur vegna slyssins og Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, íhugar aðgerðir. Höskuldur segir að LHG fylgist náið með þessu máli, en rannsókn sé enn í fullum gangi á slysinu og ekki komin niðurstaða, aðeins getgátur um orsök slyssins. Landhelgisgæslan rekur Super Puma þyrlur af AS332L1 gerð sem eru ólíkar þeim sem bannið í Noregi tekur til. Spurður hvort flugvirkjar hafi skoðað þyrlur LHG sérstaklega með tilliti til kenninga Norðmanna um orsök slyssins, og hvort Gæslan sé í beinu sambandi við norsk yfirvöld segir Höskuldur: „Þar sem okkar vélar eru ólíkar þá er ekki ástæða til að skoða þær sérstaklega í tengslum við þetta slys. Við erum ekki í sambandi við norsku flugmálastjórnina. Við erum í góðu sambandi og samstarfi með Samgöngustofu og störfum í hvívetna eftir fyrirmælum frá EASA.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira