Eitt samfélag fyrir alla! Sema Erla Serdar skrifar 3. júní 2016 10:17 Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun