Umfjöllun: Skotland - Ísland 0-4 | Ísland með annan fótinn á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. júní 2016 19:45 Harpa Þorsteinsdóttir hefur skorað sex mörk í undankeppninni. mynd/hilmar þór/ksí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. Þarna mættust bestu lið riðilsins og þau voru bæði ósigruð. Eftir þennan leik er aðeins Ísland ósigrað og ekki heldur búið að fá á sig mark. Stelpunum dugar sigur gegn Makedóníu á þriðjudag til að gulltryggja EM-sætið. Makedónía er stigalaust í riðlinum og Ísland vann leikinn gegn þeim ytra, 0-4. Íslensku stelpurnar mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og tóku völdin á vellinum strax í upphafi. Á 9. mínútu leiksins komst Ísland yfir. Hallbera Guðný Gísladóttir átti aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í gegnum allan pakkann í teignum og endaði í fjærhorninu. Okkar stúlkur efldust við markið og héldu áfram að sækja. Þær komust oft í ákjósanlegur stöður en lykilsendingar voru að klikka. Einfaldar sendingar inn fyrir vörn þegar komið var gott hlaup. Skotar gerðu sig einnig seka um slæm mistök er þær töpuðu boltanum fyrir framan eigið mark. Fanndís hefði getað refsað en skotið var ekki nógu gott. Sóknarþungi Skota var enginn og liðið átti ekki skot að marki Íslands í fyrri hálfleik. Er þær nálguðust teiginn þá var Glódís Perla Viggósdóttir mætt og hrifsaði til sín alla bolta. Hún kom bolta einnig vel í leik. Miklir yfirburðir hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik en munurinn aðeins eitt mark. Síðari hálfleikur byrjaði með látum og mínúta var liðin af hálfleiknum er Anna Björk fékk langbesta færi leiksins. Frír skalli um metra frá marki en Anna hitti ekki markið. Hrikalega illa farið með frábært færi. Skotum óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Læddist að manni sá grunur að íslenska liðinu myndi hefnast fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum. Á 61. mínútu voru Skotar mjög nálægt því að jafna leikinn. Vantaði eitt skónúmer upp á að framherji þeirra skoraði. Það vakti stelpurnar. Aðeins mínútu síðar var staðan nefnilega orðin 2-0 fyrir Ísland. Hólmfríður með sendingu í miðjan teiginn þar sem Harpa skallaði boltann af krafti í netið. Aðeins þremur mínútum síðar kláraði íslenska liðið leikinn. Hallbera með hornspyrnu sem varmaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skallaði inn fyrir marklínuna. Frábærlega gert. Þriðja markið á sjö mínútna kafla kom svo. Aftur var það skallamark og að þessu sinni var komið að Margréti Láru að stanga boltann í netið eftir sendingu Hörpu. Geggjaður sjö mínútna kafli sem gjörsamlega slátraði þessum leik. Leikur íslenska liðsins í kvöld var í einu orði sgt frábær. Liðið var gríðarlega vel skipulagt, gaf nánast engin færi á sér allan leikinn. Okkar stelpur voru sterkari, fljótari og miklu grimmari í alla bolta. Það var klassamunur á liðunum í þessum uppgjörsleik toppliðanna. Glódís Perla var besti maður íslenska liðsins en allar stelpurnar léku vel. Það var klassi, yfirvegun og öryggi yfir öllum aðgerðum Glódísar. Frábær og verður bara betri og betri. Ef að líkum lætur verður EM-hátíð í Dalnum eftir helgi og vonandi að fólk fjölmenni. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er svo gott sem komið í lokakeppni EM eftir stórsigur, 0-4, á Skotum í Falkirk í kvöld. Þarna mættust bestu lið riðilsins og þau voru bæði ósigruð. Eftir þennan leik er aðeins Ísland ósigrað og ekki heldur búið að fá á sig mark. Stelpunum dugar sigur gegn Makedóníu á þriðjudag til að gulltryggja EM-sætið. Makedónía er stigalaust í riðlinum og Ísland vann leikinn gegn þeim ytra, 0-4. Íslensku stelpurnar mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og tóku völdin á vellinum strax í upphafi. Á 9. mínútu leiksins komst Ísland yfir. Hallbera Guðný Gísladóttir átti aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í gegnum allan pakkann í teignum og endaði í fjærhorninu. Okkar stúlkur efldust við markið og héldu áfram að sækja. Þær komust oft í ákjósanlegur stöður en lykilsendingar voru að klikka. Einfaldar sendingar inn fyrir vörn þegar komið var gott hlaup. Skotar gerðu sig einnig seka um slæm mistök er þær töpuðu boltanum fyrir framan eigið mark. Fanndís hefði getað refsað en skotið var ekki nógu gott. Sóknarþungi Skota var enginn og liðið átti ekki skot að marki Íslands í fyrri hálfleik. Er þær nálguðust teiginn þá var Glódís Perla Viggósdóttir mætt og hrifsaði til sín alla bolta. Hún kom bolta einnig vel í leik. Miklir yfirburðir hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleik en munurinn aðeins eitt mark. Síðari hálfleikur byrjaði með látum og mínúta var liðin af hálfleiknum er Anna Björk fékk langbesta færi leiksins. Frír skalli um metra frá marki en Anna hitti ekki markið. Hrikalega illa farið með frábært færi. Skotum óx ásmegin eftir því sem leið á hálfleikinn. Læddist að manni sá grunur að íslenska liðinu myndi hefnast fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum. Á 61. mínútu voru Skotar mjög nálægt því að jafna leikinn. Vantaði eitt skónúmer upp á að framherji þeirra skoraði. Það vakti stelpurnar. Aðeins mínútu síðar var staðan nefnilega orðin 2-0 fyrir Ísland. Hólmfríður með sendingu í miðjan teiginn þar sem Harpa skallaði boltann af krafti í netið. Aðeins þremur mínútum síðar kláraði íslenska liðið leikinn. Hallbera með hornspyrnu sem varmaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skallaði inn fyrir marklínuna. Frábærlega gert. Þriðja markið á sjö mínútna kafla kom svo. Aftur var það skallamark og að þessu sinni var komið að Margréti Láru að stanga boltann í netið eftir sendingu Hörpu. Geggjaður sjö mínútna kafli sem gjörsamlega slátraði þessum leik. Leikur íslenska liðsins í kvöld var í einu orði sgt frábær. Liðið var gríðarlega vel skipulagt, gaf nánast engin færi á sér allan leikinn. Okkar stelpur voru sterkari, fljótari og miklu grimmari í alla bolta. Það var klassamunur á liðunum í þessum uppgjörsleik toppliðanna. Glódís Perla var besti maður íslenska liðsins en allar stelpurnar léku vel. Það var klassi, yfirvegun og öryggi yfir öllum aðgerðum Glódísar. Frábær og verður bara betri og betri. Ef að líkum lætur verður EM-hátíð í Dalnum eftir helgi og vonandi að fólk fjölmenni.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira