Nýr forseti Orri Vigfússon skrifar 3. júní 2016 07:00 Í júní göngum við Íslendingar að kjörborði til að kjósa okkur nýjan forseta og hafa aldrei jafn mörg boðið sig fram til embættisins. Fjörugar umræður eiga sér stað um forsetaefnin og við spyrjum um þekkingu þeirra, reynslu og viðhorf og hvert og eitt okkar metur síðan hvaða kostir eru mikilvægastir í fari þjóðhöfðingja. Þar ber flestum saman um að þekking, festa og virðing fyrir sögu, menningu og náttúru landsins vegi þyngst. Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu gjafa náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Sjálfbærni verður því að sitja í öndvegi til að spilla ekki landinu fyrir komandi kynslóðum. Mikilvægt er að forsetinn brýni okkur sjálf í þessum efnum og geti komið trúverðugri ímynd Íslands um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar hér á landi á framfæri við alþjóðasamfélagið. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki allir vel að sér í umhverfismálum og halda sig margir til hlés þegar rætt er um náttúruvernd og málefni umhverfisins; suma virðist skorta skilning í þessum efnum sbr. úrræðaleysi á helstu ferðamannastöðum landsins. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar er nú ferðaþjónusta og hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu að íslenskar vörur séu vistvænar afurðir og ferðamenn koma hingað vegna þess að íslensk náttúra hefur enn orð á sér fyrir að vera hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Menn horfa til forsetans í þessum efnum, að hann haldi á lofti gildum sjálfbærni í umhverfismálum. Hafi sjálfstæði verið baráttumál á 19. öld og útfærsla landhelginnar á 20. öld, þá er náttúruvernd með sjálfbærni í huga keppikeflið á 21. öld, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Náttúruvernd og sjálfbærni eru í raun sameiginlegt markmið mannkynsins, óháð stjórnmálastefnum og trúarbrögðum. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendri grund fyrir bækur sínar og sjónarmið í umhverfismálum. Á hann er hlustað meira en nokkurn annan Íslending á þessum vettvangi. Þekking hans, hugmyndafræði og trúverðugleiki marka honum skýran sess. Á forsetastóli yrði hann enn öflugri málsvari þeirra meginatriða sem ráða munu afkomu þjóða heimsins næstu áratugina – og aldirnar. Jafnframt hef ég persónulega reynslu af því að Andri Snær er heillandi mannasættir og hann mun móta forsetaembættið með þeim alþýðlega virðuleika sem þjóðin kallar eftir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í júní göngum við Íslendingar að kjörborði til að kjósa okkur nýjan forseta og hafa aldrei jafn mörg boðið sig fram til embættisins. Fjörugar umræður eiga sér stað um forsetaefnin og við spyrjum um þekkingu þeirra, reynslu og viðhorf og hvert og eitt okkar metur síðan hvaða kostir eru mikilvægastir í fari þjóðhöfðingja. Þar ber flestum saman um að þekking, festa og virðing fyrir sögu, menningu og náttúru landsins vegi þyngst. Íslenskur efnahagur hvílir að mestu leyti á nýtingu gjafa náttúrunnar, hvort sem er við matvælaframleiðslu, ferðamennsku eða virkjun orkuauðlinda. Sjálfbærni verður því að sitja í öndvegi til að spilla ekki landinu fyrir komandi kynslóðum. Mikilvægt er að forsetinn brýni okkur sjálf í þessum efnum og geti komið trúverðugri ímynd Íslands um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar hér á landi á framfæri við alþjóðasamfélagið. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki allir vel að sér í umhverfismálum og halda sig margir til hlés þegar rætt er um náttúruvernd og málefni umhverfisins; suma virðist skorta skilning í þessum efnum sbr. úrræðaleysi á helstu ferðamannastöðum landsins. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar er nú ferðaþjónusta og hreinleiki náttúru landsins er helsta söluvaran. Erlendir neytendur borga fyrir þá fullvissu að íslenskar vörur séu vistvænar afurðir og ferðamenn koma hingað vegna þess að íslensk náttúra hefur enn orð á sér fyrir að vera hrein og óspillt. Þetta þýðir á markaðsmáli að ímynd Íslands á heimsvísu einkennist af hreinleika og sjálfbærni. Falli blettur á þá ímynd verður erfitt að má hann brott. Menn horfa til forsetans í þessum efnum, að hann haldi á lofti gildum sjálfbærni í umhverfismálum. Hafi sjálfstæði verið baráttumál á 19. öld og útfærsla landhelginnar á 20. öld, þá er náttúruvernd með sjálfbærni í huga keppikeflið á 21. öld, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. Náttúruvernd og sjálfbærni eru í raun sameiginlegt markmið mannkynsins, óháð stjórnmálastefnum og trúarbrögðum. Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á erlendri grund fyrir bækur sínar og sjónarmið í umhverfismálum. Á hann er hlustað meira en nokkurn annan Íslending á þessum vettvangi. Þekking hans, hugmyndafræði og trúverðugleiki marka honum skýran sess. Á forsetastóli yrði hann enn öflugri málsvari þeirra meginatriða sem ráða munu afkomu þjóða heimsins næstu áratugina – og aldirnar. Jafnframt hef ég persónulega reynslu af því að Andri Snær er heillandi mannasættir og hann mun móta forsetaembættið með þeim alþýðlega virðuleika sem þjóðin kallar eftir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun