Fótbolti

Heimavöllur Arons og félaga á kafi í snjó | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Snjór. Allt á kafi í snjó.
Snjór. Allt á kafi í snjó. mynd/tromsö
Aron Sigurðarson og félagar hans í Tromsö spila sinn fyrsta heimaleik í norsku úrvalsdeildinni á föstudaginn þegar þeir fá Guðmund Kristjánsson og félaga hans í Start í heimsókn.

Aron sló í gegn í fyrsta leik og skoraði glæsilegt mark þegar Tromsö sótti stig í greipar lærisveina Ole Gunnar Solskjær í Molde í fyrstu umferðinni.

Tromsö er norðarlega í Noregi og því langt því frá komið sumar þar á bæ. Það sést líka nokkuð augljóslega á myndum og myndböndum sem Tromsö-menn settu á Facebook og Twitter í dag.

Þar var verið að hvetja stuðningsmenn til að kaupa sér árskort undir myndbandi af traktor að moka snjóskafla af Alfheim-vellinum.

Vonandi fyrir Aron og Guðmund verður snjórinn farinn þegar leikurinn hefst á föstudagskvöldið.

Snøen laver ned og det skal snø frem til kampstart ifølge yr.no. Men fortvil ikke - kamp blir det!Nå kan du sikre deg supertilbud på sesongkort – 1500 / 2000 kr pr stk! Tilbudet gjelder fram til kampstart fredag kl 19.00, og gjelder et begrenset antall. #VifyllerAlfheim Bestill her: https://www.tickethour.no/til/showProductList.html

Posted by Tromsø IL on Wednesday, March 16, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×