Hver er Merrick Garland? Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2016 14:55 Merick Garland hefur starfað sem dómari viðalríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C. Vísir/AFP Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn. Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Barack Obama hefur tilnefnt Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Obama greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag, en nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. Hann lést þann 13. febrúar síðastliðinn. Búist er við að öldungadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, muni berjast gegn skipun Garland, og krefjast þess að næsti Bandaríkjaforseti, sem tekur við embætti í janúar 2017, tilnefni nýjan dómara. Öldungadeildin Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Obama sagðist taka ákvörðunina um tilnefningu Garland eftir víðtækt samráð við ýmsa aðila, meðal annars Repúblikana.Starfar við alríkisáfrýjunardómstól í Washington D.C.Garland fæddist í Chicago árið 1952. Hann er gyðingatrúar líkt og þrír núverandi dómarar við hæstarétt, en fimm þeirra eru kaþólikkar. Hinn 63 ára Garland hefur frá árinu 1997 starfað sem dómari við alríkisáfrýjunardómstól í höfuðborginni Washington D.C. (U.S. Court of Appeals for the District of Columbia). Garland var skipaður af Bill Clinton forseta en meirihluti þingmanna beggja flokka staðfestu skipan Garland. Sjö núverandi þingmenn Repúblikana voru þeirra á meðal, en alls voru 76 þingmenn sem greiddu atkvæði með skipan Garland, en 23 gegn.Rannsakaði má Unabomber og árásarinnar í Oklahoma CityGarland stundaði nám við Harvard og Harvard Law School líkt og fimm núverandi hæstaréttardómarar, auk Scalia. Sem lögfræðingur hjá dómsmálaráðueyti Bandaríkjanna fór hann fyrir rannsóknum á sprengjuárásinni í Oklahoma City árið 1995 og máli raðmorðingjans Ted Kaczinski, eða „Unabomber“, sem banaði þremur og særði 23 í röð árása gegn fólki sem starfaði í tæknigeiranum á árunum 1978 til 1995. Garland er umtalsvert eldri en aðrir þeir sem líklegir voru taldir til að verða tilnefndir, líkt og dómararnir Sri Srinivasan og Paul Watford. Forsetar hafa almennt kosið að tilnefna yngri menn til að tryggja að þeir sitji sem lengst í réttinum.Hæstiréttur Bandaríkjanna.Vísir/GettyHófsamur í túlkunumÍ frétt AP um Garfield segir að Garland sé álitinn hófsamur í túlkunum og dómari sem Repúblikanar gætu mögulega sætt sig við í embætti hæstaréttadómara. Repúblikanar hafa þó sagt að þeir muni ekki einu sinni kalla þann sem Obama tilnefnir fyrir þingið. Obama treystir þó á að þrýstingur á þingið verði svo mikill að þeir muni gefa undan og staðfesta skipan Garland. Þetta er þriðji hæstaréttardómarinn sem Obama tilnefnir en hann tilnefndi þær Sonia Sotomayor og Elena Kagan árið 2009 og 2010. Demókratar voru á þeim tíma með öruggan meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Níu menn eiga sæti í Hæstarétti Bandaríkjanna. Fjórir dómaranna sem nú sitja í réttinum þykja frjálslyndir í túlkunum og fjórir íhaldssamir og því er skipun níunda dómarans sérstaklega mikilvæg. Garland er giftur Lynn Rosenman og eiga þau saman tvö börn.
Tengdar fréttir Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35 Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27 Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Antonin Scalia látinn Fráfall hans sagt geta orðið til valdabreytinga í hæstarétti Bandaríkjanna. 13. febrúar 2016 22:35
Repúblikanar segja lok, lok og læs Repúblikanar vilja ekki einu sinni hitta tilnefndan hæstaréttardómara Barack Obama. 24. febrúar 2016 14:27
Obama greinir frá tilnefningu nýs hæstaréttardómara klukkan 15 Nýr dómari mun taka sæti hins íhaldssama Antonin Scalia sem hafði átt sæti í réttinum frá 1986. 16. mars 2016 12:30