Mikil ólga vegna hælisleitenda á Kjalarnesi Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. mars 2016 13:41 Tæplega 50 hælisleitendur búa nú í Arnarholti. Vísir/Vilhelm Töluverð ólga ríkir nú á meðal íbúa Kjalarnes eftir að tæplega 50 hælisleitendur fengu húsaskjól í gamla meðferðarheimilinu Arnarholti fyrr á árinu. Í síðustu viku var haldinn fjölmennur íbúafundur þar sem vandamálin varðandi hælisleitendur voru rædd. Þar kom meðal annars fram að einn hælisleitandi hafi áreitt tvo starfsmenn leikskólans. Stundin greindi svo frá því í morgun að kona hafi hringt inn í Útvarp Sögu á mánudag og sakað einn hælisleitandann um nauðgun á barni í sundlaug staðarins. Hvorugt málið hefur ratað til lögreglunnar á svæðinu. „Þessi maður var að taka myndir af starfsstúlkunni á meðan hún var úti að reykja,“ segir einn íbúi Kjalarness sem vill ekki láta nafn síns getið. „Hann elti svo aðra heim þegar hún fór í hádegismat. Hann beið hennar þegar hún kom út. Hún varð hrædd og byrjaði að hlaupa og hann hljóp á eftir henni sem er náttúrulega ögrun.“ Viðkomandi íbúi vildi þó ekki kannast við að hafa heyrt um nauðgun í sundlauginni. „Það er bara kjaftæði. Eina sem kom fram á fundinum var að ein kona hér talaði um að henni hefði liðið óþægilega vegna þess að einn hælisleitandinn hafi sýnt barni hennar of mikinn áhuga.“ Hann segir þó talsvert ónæði vera vegna hælisleitenda í búningsklefum. Þar sitji þeir, vefji sér sígarettur eins og í verstu félagsmiðstöð, flissi og hlægi á meðan. „Auðvitað getur vel verið að þeir séu að segja brandara, en maður veit aldrei.“„Eigum við að bíða eftir að eitthvað gerist?“Samkvæmt Rauða Krossi Íslands eru hælisleitendur í Arnarholti tæplega 50 talsins. Þeir eru allir karlkyns og koma aðallega frá Albaníu og Írak. Sumir þeirra eru fjölskyldumenn sem hafa fundið sig knúna til þess að flýja heimkynni sín. Umræddur íbúi segir að lítið hafi verið um að bæjarbúar hafi verið upplýstir um hópinn áður en þeir fluttu inn í Arnarholt. Upphaflega hafi verið talað um að örfáar flóttafjölskyldur myndu búa þar en önnur hafi svo verið raunin. Hann segir óttann slíkan að foreldrar treysti sér ekki lengur til þess að leyfa börnum sínum að taka strætó sem oft er þéttsetinn af hælisleitendunum. „Þetta eru hælisleitendur sem koma hingað á fölskum forsendum. Eru með fölsk vegabréf og gefa ekki upp uppruna sinn. Vinkona mín er lögfræðingur og hún segir að hún myndi ekki hleypa börnunum sínum út að leika í svona ástandi. Það segir allt sem segja þarf. Þetta er sjokk fyrir bæinn og með hækkandi sól koma þeir inn í hverfið. Það er óþægilegt að sjá stráka um tvítugt til fertugs gangandi um hér í hópum.“ Í lok síðasta mánaðar var kallað til lögreglu þar sem einn hælisleitandi hótaði að kveikja í sér á Arnarholti. Hann var pirraður yfir því hversu hægt gekk hjá stjórnvöldum að afgreiða hans mál. „Þarna hótaði einhver frekja að kveikja í sér til þess að fá eitthvað í gegn. Þá spyr maður sig hvort aðrir þurfi þá líka að brjóta á sér til þess að fá eitthvað í gegn? Af hverju eigum við að bíða eftir þvi´að eitthvað gerist?“ Í kvöld klukkan 17:30 verður haldinn annar íbúafundur í Fólksvangi þangað sem fulltrúar Útlendingastofnunar munu mæta til þess að ræða málin. Í Arnarholti eru ekki bara hælisleitendur heldur líka aðrir leigjendur en engar kvartanir hafa borist frá þeim til yfirvalda.Lögreglan hefur fylgst vel með gangi mála en segir aðeins minniháttar mál hafi komið upp.vísir/vilhelm„Ekkert sérstakt komið upp á"„Það hefur ekkert sérstakt komið upp þarna hvað okkur snertir nema þrjú mál sem okkur var tilkynnt um sem voru öll minniháttar,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir að hvorugt málanna sem nefnd voru hér að ofan og voru rædd á meðal bæjarbúa á síðasta fundi hafa komið inn á borð til sín. Stærsta málið sem upp hefur komið varðaði einstaklinginn sem hótaði að kveikja í sér. Tvö önnur minniháttar mál komu svo upp. Eitt vegna ökugjalds og annað vegna þjófnaðar. „Lögreglan hefur ítrekað farið á staðinn síðan þeir komu og kannað með aðstæður tíðinindalaust. Við höfum líka verið í sambandi við starfsfólk skólans og laugarinnar og ekkert sérstakt sem varðaði lögreglu komið upp á.“Áhættumat áður en hælisleitendur eru sendir áframÍ samtali við fréttastofu greinir Áshildur Linnet starfsmaður Rauða krossins frá því að enginn sé sendur í Arnarholt nema að því sé treyst að viðkomandi muni ekki verða sjálfum sér né öðrum að skaða. Fyrsta stopp hælisleitanda á Íslandi sé á skrifstofu móttökunefndar í Bæjarhrauni. „Þar fer fram visst áhættumat og allir teknir í viðtöl og sálfræðimat,“ útskýrir hún. „Ef fólk er til dæmis með áfallastreituröskun er það ekki sent í Arnarholt.“ Þvert á hugmyndir íbúans um muninn á hælisleitanda og flóttamanni segir Áshildur lítinn mun vera þar á milli. Í raun sé aðeins um skilgreiningaratriði að ræða. „Stærsti munurinn er sá að hælisleitandi er að óska eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Það er eðlilegt að óttast það sem við þekkjum ekki en það er engin ástæða til þess að vera eitthvað hræddur við þá sem eru þarna.“ Áshildur segir að eftir að hælisleitendum sé hleypt inn í samfélagið gildi um þá sömu reglur og aðra. „Ef einhver angrar þig eða ógnar þér, biddu þá viðkomandi að hætta. Ef hann gerir það ekki hringdu þá í yfirvöld. Ef að íbúar þarna vissu sögu nýju nágranna sinna myndi óttinn dvína og samúðin koma í gegn.“ Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Töluverð ólga ríkir nú á meðal íbúa Kjalarnes eftir að tæplega 50 hælisleitendur fengu húsaskjól í gamla meðferðarheimilinu Arnarholti fyrr á árinu. Í síðustu viku var haldinn fjölmennur íbúafundur þar sem vandamálin varðandi hælisleitendur voru rædd. Þar kom meðal annars fram að einn hælisleitandi hafi áreitt tvo starfsmenn leikskólans. Stundin greindi svo frá því í morgun að kona hafi hringt inn í Útvarp Sögu á mánudag og sakað einn hælisleitandann um nauðgun á barni í sundlaug staðarins. Hvorugt málið hefur ratað til lögreglunnar á svæðinu. „Þessi maður var að taka myndir af starfsstúlkunni á meðan hún var úti að reykja,“ segir einn íbúi Kjalarness sem vill ekki láta nafn síns getið. „Hann elti svo aðra heim þegar hún fór í hádegismat. Hann beið hennar þegar hún kom út. Hún varð hrædd og byrjaði að hlaupa og hann hljóp á eftir henni sem er náttúrulega ögrun.“ Viðkomandi íbúi vildi þó ekki kannast við að hafa heyrt um nauðgun í sundlauginni. „Það er bara kjaftæði. Eina sem kom fram á fundinum var að ein kona hér talaði um að henni hefði liðið óþægilega vegna þess að einn hælisleitandinn hafi sýnt barni hennar of mikinn áhuga.“ Hann segir þó talsvert ónæði vera vegna hælisleitenda í búningsklefum. Þar sitji þeir, vefji sér sígarettur eins og í verstu félagsmiðstöð, flissi og hlægi á meðan. „Auðvitað getur vel verið að þeir séu að segja brandara, en maður veit aldrei.“„Eigum við að bíða eftir að eitthvað gerist?“Samkvæmt Rauða Krossi Íslands eru hælisleitendur í Arnarholti tæplega 50 talsins. Þeir eru allir karlkyns og koma aðallega frá Albaníu og Írak. Sumir þeirra eru fjölskyldumenn sem hafa fundið sig knúna til þess að flýja heimkynni sín. Umræddur íbúi segir að lítið hafi verið um að bæjarbúar hafi verið upplýstir um hópinn áður en þeir fluttu inn í Arnarholt. Upphaflega hafi verið talað um að örfáar flóttafjölskyldur myndu búa þar en önnur hafi svo verið raunin. Hann segir óttann slíkan að foreldrar treysti sér ekki lengur til þess að leyfa börnum sínum að taka strætó sem oft er þéttsetinn af hælisleitendunum. „Þetta eru hælisleitendur sem koma hingað á fölskum forsendum. Eru með fölsk vegabréf og gefa ekki upp uppruna sinn. Vinkona mín er lögfræðingur og hún segir að hún myndi ekki hleypa börnunum sínum út að leika í svona ástandi. Það segir allt sem segja þarf. Þetta er sjokk fyrir bæinn og með hækkandi sól koma þeir inn í hverfið. Það er óþægilegt að sjá stráka um tvítugt til fertugs gangandi um hér í hópum.“ Í lok síðasta mánaðar var kallað til lögreglu þar sem einn hælisleitandi hótaði að kveikja í sér á Arnarholti. Hann var pirraður yfir því hversu hægt gekk hjá stjórnvöldum að afgreiða hans mál. „Þarna hótaði einhver frekja að kveikja í sér til þess að fá eitthvað í gegn. Þá spyr maður sig hvort aðrir þurfi þá líka að brjóta á sér til þess að fá eitthvað í gegn? Af hverju eigum við að bíða eftir þvi´að eitthvað gerist?“ Í kvöld klukkan 17:30 verður haldinn annar íbúafundur í Fólksvangi þangað sem fulltrúar Útlendingastofnunar munu mæta til þess að ræða málin. Í Arnarholti eru ekki bara hælisleitendur heldur líka aðrir leigjendur en engar kvartanir hafa borist frá þeim til yfirvalda.Lögreglan hefur fylgst vel með gangi mála en segir aðeins minniháttar mál hafi komið upp.vísir/vilhelm„Ekkert sérstakt komið upp á"„Það hefur ekkert sérstakt komið upp þarna hvað okkur snertir nema þrjú mál sem okkur var tilkynnt um sem voru öll minniháttar,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir að hvorugt málanna sem nefnd voru hér að ofan og voru rædd á meðal bæjarbúa á síðasta fundi hafa komið inn á borð til sín. Stærsta málið sem upp hefur komið varðaði einstaklinginn sem hótaði að kveikja í sér. Tvö önnur minniháttar mál komu svo upp. Eitt vegna ökugjalds og annað vegna þjófnaðar. „Lögreglan hefur ítrekað farið á staðinn síðan þeir komu og kannað með aðstæður tíðinindalaust. Við höfum líka verið í sambandi við starfsfólk skólans og laugarinnar og ekkert sérstakt sem varðaði lögreglu komið upp á.“Áhættumat áður en hælisleitendur eru sendir áframÍ samtali við fréttastofu greinir Áshildur Linnet starfsmaður Rauða krossins frá því að enginn sé sendur í Arnarholt nema að því sé treyst að viðkomandi muni ekki verða sjálfum sér né öðrum að skaða. Fyrsta stopp hælisleitanda á Íslandi sé á skrifstofu móttökunefndar í Bæjarhrauni. „Þar fer fram visst áhættumat og allir teknir í viðtöl og sálfræðimat,“ útskýrir hún. „Ef fólk er til dæmis með áfallastreituröskun er það ekki sent í Arnarholt.“ Þvert á hugmyndir íbúans um muninn á hælisleitanda og flóttamanni segir Áshildur lítinn mun vera þar á milli. Í raun sé aðeins um skilgreiningaratriði að ræða. „Stærsti munurinn er sá að hælisleitandi er að óska eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamaður. Það er eðlilegt að óttast það sem við þekkjum ekki en það er engin ástæða til þess að vera eitthvað hræddur við þá sem eru þarna.“ Áshildur segir að eftir að hælisleitendum sé hleypt inn í samfélagið gildi um þá sömu reglur og aðra. „Ef einhver angrar þig eða ógnar þér, biddu þá viðkomandi að hætta. Ef hann gerir það ekki hringdu þá í yfirvöld. Ef að íbúar þarna vissu sögu nýju nágranna sinna myndi óttinn dvína og samúðin koma í gegn.“
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira