Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 20:13 Jón segist í samtali við Vísi vera hinn rólegasti yfir þessu öllu saman. Vísir/Pjetur/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Airwaves Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Airwaves Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira