Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins: „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 19:22 Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Um hundrað kennarar fylltu ganga ráðhússins í dag þegar borgarstjóra var afhent áskorun um að bregðast skjótt við fólksflótta úr stéttinni og lítilli nýliðun, vegna bágra kjara grunnskólakennara. Á þremur dögum skrifuðu ríflega þrjú þúsund kennarar undir áskorunina, eða tæplega sjötíu prósent allra grunnskólakennara á landinu. Félag grunnskólakennara fundaði í dag með Sambandi sveitarfélaga en engar fregnir hafa borist um að samningar hafi náðst. Grunnskólakennarar krefjast þess að sveitarfélögin bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna lélegra launa stéttarinnar en samningar kennara hafa verið lausir frá því í september. Ef ekki verði gripið í taumana sé ljóst grunnþjónustan muni bíða skaða eða eyðileggjast með öllu. „Nú erum við algjörlega komin að þolmörkum og íslenskt menntakerfi er komið að þolmörkum. Það þarf að bregðast við þessum vanda,” segir Erla Súsanna Þórisdóttir, kennari. „Það þarf fyrir það fyrsta að bæta laun kennara í samræmi við menntun og ábyrgð. Einnig að skoða kennaranámið í heild sinni því aðsóknin í kennaranámið er dapurleg. Það þarf líka meira fjármagn í skólana til að styðja við nemendur og starfið í heild sinni.“ Þriðjungur kennaranema á Íslandi skrifuðu einnig undir lista sem var afhentur borgarstjóra til að styðja við kröfur kennara en fáir nýnemar í kennaranámi eru mikið áhyggjuefni. Á tíu árum hefur til að mynda orðið sjötíu prósent fækkun nýnema í kennaranámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú eru eingöngu áttatíu kennaranemar á fyrsta ári. Reynslan sýnir að um helmingur kennaranema skilar sér í kennarastarfið þannig að gera má ráð fyrir að fjörutíu kennarar menntaðir við HÍ hefji störf á ári hverju. Þess má þó geta að kennaramenntun er einnig við Háskólann á Akureyri. Á sama tíma er kennarastéttin að eldast og á næstu árum munu um 113 kennarar fara á eftirlaun á ári. Hér eru kennarar sem hverfa til annarra starfa ekki teknir með en þeir eru fjölmargir og fer fjölgandi. Þetta þýðir að óhjákvæmilega muni sveitarfélögin þurfa að ráða ómenntað fólk til starfa í grunnskólunum á næstu árum. Borgarstjóri tekur undir að staðan sé alvarleg og telur kröfur kennara vera eitt dæmi af mörgum um hvernig úrskurður kjararáðs hefur hleypt illu blóði í kjaradeilur. „Ég tek bara undir það. Það hlýtur að vera eitt fyrsta verkefni Alþingis að grípa inn í og tryggja að þetta verði ekki. Það getur ekki gengið að það gangi eitt yfir toppana í samfélaginu og annað um þá sem eru að semja um kaup og kjör,” segir Dagur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira