Lífið

Gakktu örna þinna fyrir opnum tjöldum í Garðabæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndinni hefur verið breytt, eins og kannski margir taka eftir.
Myndinni hefur verið breytt, eins og kannski margir taka eftir.
Fasteignasalan Miklaborg er með stórglæsilegt einbýlishús á söluskrá við Melhæð í Garðabænum.

Húsið er rúmlega tvö hundrað fermetrar að stærð, er með fimm svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Kaupverðið er 87 milljónir en eigandi hússins hefur ekki búið í því í fjögur ár. 

Fasteignamatið eignarinnar er 67 milljónir en það sem hefur vakið þó nokkra athygli er fyrirkomulagið á öðru baðherberginu. Þar má sjá upphengt klósett sem staðsett er beint fyrir fram mjög stóran glugga.

Beint fyrir utan gluggann er grasblettur og fræðilega gæti einhver staðið fyrir utan baðherbergið og horft á fólk á salerninu. 

Melhæð er lítil gata með aðeins sex sérbýlum og í mjög rólegu og góðu hverfi. Hér má sjá fasteignaauglýsingu eignarinnar sem aðgengileg er inn á Fasteignavef Vísis. 

Uppfært klukkan 14:26 - Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt. Vegna ritsjórnarkerfis Vísis hverfa allar athugasemdir við fréttina þegar fyrirsögn er breytt. Vísir biðst afsökunar á því. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.